Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 30
238 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Reykjalundur er stærsti endurhæf- ingarspítali landsins. Þar eru í boði 8 endurhæfingarúrræði með um 150 sérþjálfaða starfsmenn, lækna, hjúkr- unarfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálf- ara, félagsráðgjafa, íþróttafræðinga, talmeinafræðinga og sálfræðinga og árlega fara þar í gegn um 1100 sjúk- lingar. Magnús Ólason hefur starfað sem endurhæfingarlæknir á Reykjalundi frá 1985 og er nú framkvæmdastjóri lækn- inga á stofnuninni. Hann varð góðfús- lega við beiðni um að segja frá sögu og starfsemi Reykjalundar og mikilvægu hlutverki spítalans í heilbrigðisþjónustu landsmanna. „Upphaflega er Reykjalundur stofnaður sem vinnuheimili fyrir berklasjúklinga þann 1. febrúar 1945 og rekinn þannig í 25 ár. Þá höfðu Íslendingar náð tökum á berklunum og spurningin var hvaða hlutverk Reykjalundur gæti tekið að sér. Haukur Þórðarson ræðst hingað 1961 og var fyrsti íslenski læknirinn með sérgrein í endurhæfingarlækningum. Undir hans stjórn var hlutverk Reykjalundar endur- skilgreint sem endurhæfingarspítali, þó vissulega megi segja að hlutverkið hafi frá upphafi falist í endurhæfingu sjúklinga, hér var rekið vinnuheimili, hér var rekinn iðnskóli sem margt af því unga fólki sem smitast hafði af berklum nýtti sér og starf- aði síðan við iðngrein sína eftir að hafa náð bata,“ segir Magnús. „Það má síðan segja að á næstu 30 árum, frá 1965-1995, hafi Reykjalundur þróast yfir í þann alhliða endurhæf- ingarspítala sem hann er í dag. Kári Sig- urbergsson mótaði gigtarendurhæfingu á 8. áratugnum en langstærsta breytingin verður á árunum 1982-1995 þegar hing- að koma sérfræðingar á ýmsum sviðum endurhæfingar. Magnús Einarsson kom frá Noregi með þekkingu á hjartaendur- hæfingu, Björn Magnússon frá Bandaríkj- unum með sérgrein í lungnalækningum og endurhæfingu lungnasjúklinga, ég kom frá Svíþjóð með sérþekkingu í verkjaend- urhæfingu, Hjördís Jónsdóttir sérfræðing- ur í taugaendurhæfingu frá Svíþjóð og Pétur Hauksson geðlæknir. Í kringum þessa sérfræðinga myndast þverfagleg teymi á hverju sviði og síðustu tvö teymin sem verða til eru á sviði starfsendurhæf- ingar og offitumeðferðar. Það er reyndar mótsagnakennt að tala um starfsendur- hæfingarteymi þar sem markmið allrar endurhæfingar er að gera fólk fært til starfa að nýju í einhverjum skilningi. Það hefur alltaf verið hlutverk Reykjalundar en sérsniðið starfsendurhæfingarteymi varð engu að síður til á þessu tímabili.“ Umfangið hefur þanist út Breytingarnar sem orðið hafa á umfangi og starfsemi Reykjalundar í áranna rás eru gríðarlegar þó endurhæfing hafi ávallt verið markmiðið. „Ef við horfum til baka hefur umfang starfseminnar sannarlega þanist út. Þegar ég kom hingað fyrst til starfa sem nýút- skrifaður læknir 1975 voru hér 4-5 læknar, Saga velgengni og góðs árangurs „Þó yfirleitt sé talað um starfsendurhæfingu þegar rætt er um endurhæfingu erum við með mjög breiðan hóp skjól- stæðinga þar sem endurhæfing snýst oft um að auka færni fólks og gera það meira sjálfbjarga, vinnufærni er ekki alltaf markmiðið,“ segir Magnús Ólason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.