Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2016, Síða 38

Læknablaðið - 01.05.2016, Síða 38
246 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R hann lýsa börnum með alvarleg einkenni og varanlegar afleiðingar veikinda sem nú er bólusett fyrir. Veikindi sem yngri barnalæknar hafa margir aldrei séð og almenningur jafnvel búinn að gleyma. Lýsing hans styrkir okkur enn frekar í mikilvægi þess að tala fyrir gagnsemi bólusetninga. Síðar bættust í hóp barna- lækna á Landakoti Árni V. Þórsson (f. 1942) árið 1979, svo Ólafur Gísli Jónsson (f. 1956) árið 1990 og þá Kristleifur Krist- jánsson (f. 1955) árið 1993. Einnig starfaði Birgir Jakobsson, núverandi landlæknir, sem sérfræðingur við deildina í rúmt ár, 1988-1989. Vísi að barnadeild á Landakoti var fyrst komið upp með fjórum stofum og biðherbergi þegar árið 1957, en deildin stækkuð og formlega stofnsett árið 1961. Barnadeildin flutti starfsemi sína í lok árs 1995 yfir á Sjúkrahús Reykjavíkur (1996- 2000), eða við sameiningu Landakots (1902-1996) og Borgarspítalans (1967-1996). Sá tilflutningur var jákvætt skref að mati margra barnalækna því þá kom þeirra sérþekking loks að umönnun þeirra barna sem áður höfðu legið á Borgarspítalanum án aðkomu barnalækna. Þröstur var lektor og dósent í læknadeild yfir 20 ár og þótti afar góður kennari, bæði á sviði fræðilegs efnis og svo var ávallt gerður góður rómur að klínískri kennslu hans á barnadeild Landakots. Vegna natni hans hefur verið haft á orði að Þröstur hafi vakið áhuga margra félaga til að leggja stund á barna- lækningar. Þórður Þórkelsson (f. 1954) yfirlæknir vökudeildar Barnaspítala Hringsins fór yfir þróun nýburalækninga hér á landi og tengdi hana sögu deildarinnar. Það vill reyndar svo skemmtilega til að vöku- deildin fagnaði 40 ára starfsafmæli sínu 2. febrúar síðastliðinn. Tólf rúm voru áætluð undir fæðandi konur á handlækninga- deildinni í gamla Landspítalanum sem opnaði árið 1930. Fæðingardeild var form- lega sett á fót í nýju húsnæði kvennadeild- ar Landspítalans árið 1949. Sú bygging stendur enn, en samanstendur af gamla ljósmæðraskólanum og núverandi B-álmu kvennadeildar. Gunnar Biering (1926-2007) barnalæknir var ráðinn á fæðingardeildina árið 1958 til að sinna veikum nýburum, en þeim hafði áður aðallega verið sinnt af ljósmæðrum og fæðingarlæknum. Síðar var byggt við kvennadeildina og er það sú bygging sem kallast A-álma kvennadeild- ar í dag. Þar var lítil nýburagjörgæsludeild hönnuð sem fékk nafnið vökudeild (1976). Með nýrri þekkingu sem fylgdi meðal annars ráðningu Atla Dagbjartssonar (f. 1940) og Harðar Bergsteinssonar (f. 1942) varð bylting í meðferð alvarlega veikra nýbura, meðal annars með markvissri öndunarvélameðferð sem hafði verið að ryðja sér til rúms erlendis á þessum tíma. Hjúkrunardeildarstjóri var Ragnheiður Sigurðardóttir (f. 1948) hjúkrunarfræðing- ur og ljósmóðir. Hafði hún kynnt sér gjörgæsluhjúkrun ungbarna í Skotlandi nokkru áður. Stýrði hún deildinni í 34 ár, frá upphafi til 2010. Gunnar Biering var skipaður yfirlæknir deildarinnar árið 1980 og Atli tók við af honum sem yfirlæknir þegar Gunnar lét af störfum vegna aldurs 1996. Þegar Atli hætti störfum við deildina 2008 tók Þórður við yfirlæknisstarfinu. Stór þáttaskil í nýburalækningum urðu þegar lungnablöðruseyti (surfactant) kom til skjalanna 1990. Enn betri tækni við öndunaraðstoð kom með hátíðniöndunar- vélameðferð (oscillator) 1994 og við inn- leiðingu á notkun niturildis (nitric oxide) í meðferð við háþrýstingi í lungnablóðrás 1996. Burðarmálsdauði hefur stöðugt farið lækkandi á síðustu áratugum og er nú meðal þess sem lægst gerist á heimsvísu. Sama má segja um ungbarnadauða. Mikil- væg starfsemi deildarinnar er að sinna öllum mikið veikum nýburum á Íslandi og flutningi þeirra frá stöðum utan af landi, auk þess sem deildin þjónustar veika nýbura á austurströnd Grænlands. Í dag starfa 8 nýburalæknar við deildina. Katrín Thoroddsen ruddi brautina fyrir barnalækna hérlendis. Myndin er tekin í Heilsuverndarstöðinni árið 1956, hinir þrif- legu tvíburar sem Katrín er þarna að skoða eru sextugir á þessu ári. Myndina tók Gunnar Rúnar Ólafsson og hún er varðveitt í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.