Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 45
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R LÆKNAblaðið 2016/102 253 Keppt um heiðursverðlaun Jónasar Magnússonar Á nýafstöðnu Sameiginlegu vísindaþingi Skurðlæknafélags Íslands, Svæfinga- og gjör- gæslulæknafélags Íslands, Félags fæðinga- og kvensjúkdómalækna og Fagdeilda skurðstofu- og svæfingahjúkrunarfræðinga var haldin keppni um besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema. Fimm erindi voru valin af þeim 40 sem send voru inn á þingið og kepptu þau um Heiðursverðlaun Jónasar Magnússonar prófessors. Sigur úr býtum bar Rósamunda Þórarinsdóttir, læknanemi á 3ja ári, fyrir ver- kefnið Árangur magahjáveituaðgerða á Íslandi árin 2001-2015 en leiðbeinendur hennar voru skurðlæknarnir Björn Geir Leifsson og Hjörtur Frá vinstri: Einar Teitur Björnsson deildarlæknir á Landspítala, Hannes Halldórsson læknanemi á 4. ári, sigurvegar inn Rósamunda Þórarinsdóttir læknanemi á 3. ári, Kristín María Guðjónsdóttir kandídat á Land- spítala og Elva Dögg Brynjarsdóttir deildarlæknir á Sjúkrahúsi Akureyrar. Formaður dómnefndar var Einar Stefán Björnsson prófessor. Gíslason. Þetta er í fyrsta skipti sem þriðja árs læknanemi vinnur þessi verð- laun. Þingið var mjög vel sótt og gekk vel í alla staði. Helstu verkefni og ábyrgð Kostir sérnáms: • Fjölbreytt starfsnám þar sem blandast heilsugæsla í dreifbýli með bráða- og slysaþjónustu, vinna á sjúkradeild og hjúkrunardeildum. • Starfsnám undir virkri handleiðslu reyndra sér- fræðinga og þátttaka í vaktþjónustu • með lækni með sérfræðimenntun á bakvakt. • Einstaklingsmiðuð námsáætlun. • Hópkennsla og námsferðir með öðrum sérnámslækn- um • Þátttaka í vísindavinnu • Nám samhliða starfi • Náin samvinna við aðra lækna og annað starsfólk starfsstöðvarinnar og við þá • sérfræðilækna sem koma reglulega á stöðvarnar. • Góðir tekjumöguleikar • Húsnæði í boði Hæfnikröfur • Íslenskt lækningarleyfi • Mjög góðir samskiptahæfileikar, fagmennska og jákvæðni • Frumkvæði, faglegur metnaður og geta til að starfa sjálfstætt Viltu verða sérfræðingur í heimilislækningum og starfa á landsbyggðinni? Laus er til umsóknar sérnámsstaða í heimilislækningum við Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki. Námsstaðan veitist til 5 ára frá 1. september 2016. Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2016. Sérnámslæknir vinnur að skipulagi námsins í samvinnu við mentor og/eða kennslustjóra sérnáms. Námið fer fram á heilsugæslustöð, sjúkrahúsi og hjúkrunarheimili. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri lækninga og yfirlæknir. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Á Sauðárkróki búa um 2600 manns sem hafa atvinnu af sjávarútvegi, fjölbreyttum iðnaði, verslun og þjónustu. Skólar á öllum stigum eru í héraðinu, samgöngur góðar, fjölbreytt menningarlíf og góð aðstaða til íþrótta og útivistar. Skagafjörður með um 4200 íbúa er blómlegt landbúnaðarhérað, ríkt af sögulegum minjum og náttúrufegurð. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn M Þorsteinsson - thorsteinn.thorsteinsson@hsn.is – 455 4000 Örn Ragnarsson - orn.ragnarsson@hsn.is - 455 4000 Farið skal eftir reglum um notkun merkis settum í mörkunarleiðarvísi. HEILBRIGÐISSTOFNUN NORÐURLANDS HSN MERKI PANTONE 337 PANTONE 7694 PANTONE AVERY 777-029- MINT AVERY 777-027- PASSION BLUE AVERY BÍLAMERKINGAEFNI CMYK - FJÓRLITUR CYAN 40% / MAGENTA 0% YELLOW 30% / BLACK 0% CYAN 84% / MAGENTA 40% YELLOW 0% / BLACK 62% RGB - SKJÁLITUR RED 165% / GREEN 211% BLUE 188% RED 38% / GREEN 67% BLUE 105% GRÁSKALI BLACK 100% BLACK 40% SVARTHVÍTT BLACK 45% BLACK 0% NEGATÍFT

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.