Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 2
Lægra verð
í Lyfju
Frunsa?
Árangur Íslendinga í gos-
drykkjaþambi og snakkáti
er svo einstakur að forstjóri
Pepsi, Indra K. Nooyi, hyggst
veita Friðjóni Hólmbertssyni,
framkvæmdastjóra versl-
unarsviðs Ölgerðarinnar,
sérstök heiðursverðlaun.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir
svanhildur@frettatiminn.is
Indra K. Nooyi, forstjóri Pepsi, hyggst
veita Friðjóni Hólmbertssyni, fram-
kvæmdastjóra verslunarsviðs Ölgerð-
arinnar, þá miklu viðurkenningu að
velja hann í „Chairman’s Ring of Ho-
nor“, sem er hópur bestu sölumanna
fyrirtækisins. Aðeins þeir sem skarað
hafa fram úr á heimsvísu hljóta verð-
launin.
Friðjón hefur starfað hjá Ölgerð-
inni í 13 ár og frá árinu 2002 hefur
markaðshlutdeild Ölgerðarinnar
miðað við Vífilfell, sem selur vörur
Coca Cola samsteypunnar, farið
úr 15% í 43%. „Þessi verðlaun voru
óvænt, vægt til orða tekið, en það
stendur mikið af góðu fólki á bak
við þetta,“ segir Friðjón í samtali við
Fréttatímann. „Við erum búin að
sjá 20-30% aukningu í sölu síðustu
þriggja ára í kringum hótel-, veitinga-
og skemmtistaðabransann. Túrist-
arnir eiga stóran þátt því.“
Friðjón tekur á móti viðurkenning-
unni í júlí en handhafar hljóta þriggja
daga hátíðarferð til New York. Inni-
falið í því er skoðunarferð um borg-
ina, kvöldverður á Hard Rock á Times
Square, dagur með framkvæmda-
stjórn fyrirtækisins og galakvöld til
heiðurs vinningshafa. „Indra K. No-
oyi sendi mér persónulegt bréf þar
sem hún tilkynnti mér að ég sé „best
of the best“ vegna árangurs í sölu
á Íslandi. Með bréfinu fylgdi mæli-
tæki til þess að mæla fingurna, svo-
lítið amerískt, en það verður smíð-
aður á mig sérstakur sigurhringur
sem verður afhentur á galakvöldinu
í New York.“
Eins og allir vita bítast Coke og
Pepsi, tvö voldugustu fyrirtæki
heims, um markaðsyfirráð í gos-
drykkjasölu. Íslendingar eru sérlega
áhugaverður markhópur sem neytir
einstaklega mikils magns af sykruð-
um gosdrykkjum. Íslendingar voru
Norðurlandameistarar í sykurneyslu
árið 2009 sem fyrst og fremst stafaði
af mikilli gosdrykkju. Þetta kom fram
í ítarlegri rannsókn á matarvenjum
landsmanna.
Í myndbandi sem Ölgerðin lét
framleiða í tilefni af ráðstefnu sem
haldin var fyrir tveimur árum, er
árangur fyrirtækisins tíundaður. Í
neyslu á Pepsi Max koma Íslending-
ar sterkir inn á eftir Norðmönnum
og neyta um 18 lítra á hvern íbúa á
ári. Ölgerðin fullyrðir að hún hafi selt
21 snakkpoka á hvern Íslending árið
2014. Það gerir 1,4 kíló á hvern íbúa
og 4,4 kíló á hvert heimili. Þetta telur
fyrirtækið einstakan árangur en vill
þó gera enn betur.
Vilhjálmur Ari Arason læknir seg-
ir að fjórðungur allrar sykurneyslu
landans sé í formi gosdrykkja. Syk-
urdrykkja sé um 130 lítrar á hvert
mannsbarn árlega að meðaltali.
„Mig grunar að vel lukkuð markaðs-
setning og stórar neyslupakkningar
skýri þessa miklu neyslu Íslendinga
sem hefur aukist jafnt og þétt undan-
farin 20 ár, þó eitthvað hafi dregið
úr á undanförnum tveimur árum. Á
Norðurlöndum eru reglugerðir um að
hafa ekki gosdrykki í stærri flöskum
en 1,5 lítra. Á Íslandi eru þær aðallega
seldar í tveggja lítra flöskum. Árang-
ur gosdrykkjaframleiðenda tengist
þyngdaraukingu þjóðarinnar og of-
fituvandanum. Að neyta gosdrykkja
eykur neyslu annarra matvara og
vekur upp svengd og matarlyst.“
Heimildir Fréttatímans
herma að annar lögreglu-
maðurinn verði ákærður en
hinn ekki.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Líklegt er að rannsókn á meintu
misferli reynds fíkniefnalögreglu-
manns leiði til ákæru, Fréttatím-
inn hefur heimildir fyrir því. Helgi
Magnús Gunnarsson vararíkissak-
sóknari hefur málið til meðferðar
og er rannsókn á lokastigi. Lög-
reglumaðurinn var handtekinn í
lok árs 2015 og var í gæsluvarðhaldi
yfir áramótin. Upptaka af samtali
hans við brotamann varpar ljósi á
málið en fíkniefnalögreglumaður-
inn hefur viðurkennt að hafa við-
haft óhefðbundar starfsaðferðir.
Honum er borið á brýn að hafa
þegið greiðslur frá þekktum brota-
mannni fyrir upplýsingar um mál
í rannsókn lögreglunnar. Hann
gengst þó ekki við brotunum. Bú-
ist er við að rannsókn málsins ljúki
á næstu 2-4 vikum og gefin verði
út ákæra.
Fréttatíminn hefur einnig heim-
ildir fyrir því að erfiðara reynist að
sanna sekt hins fíkniefnalögreglu-
mannsins sem settur var í gæslu-
varðhald fyrr á árinu. Sá er yngri
og á styttri starfsaldur að baki.
Hann mun að öllum líkindum ekki
verða ákærður.
Rannsókn á misferli hans var í
höndum embættis héraðssaksókn-
ara sem tók til starfa um áramótin.
Sú rannsókn var flóknari og þrátt
fyrir orðróm og grunsemdir um
að hann hafi farið út fyrir verk-
svið sitt, liggja ekki fyrir óyggjandi
sannanir í því máli.
Spilling Rannsóknir á misferli tveggja fíkniefnalögreglumanna eru báðar á lokastigi.
Búist við ákæru yfir fíkiefnalögreglumanni
Helgi Magnús Gunnarsson
vararíkissaksóknari segir 2–4
vikur í að málið klárist.
Neytendur Pepsi verðlaunar árangur Íslendinga
Einstakur árangur
í gosdrykkju
Indra K. Nooyi, forstjóri Pepsi, mun verðlauna Friðjón
Hólmbertsson framkvæmdastjóra verslunarsviðs
Ölgerðarinnar, fyrir vel unnin störf.
Friðjón Hólmbertsson,
framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar.
Sigrún Hilmarsdóttir
Sigurðsson hlaut á dögunum
verðlaun fyrir störf sín með
afvegaleiddum ungmennum
í Malmö í Svíþjóð. Var hún,
ásamt fleiri konum, tilnefnd
sem áhrifakona Malmö og
sigraði en verðlaunin voru
veitt við hátíðlega athöfn.
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
ritstjorn@frettatiminn.is
„Viðurkenningin „Kona Malmö“ er
fyrir að hafa áhrif á samfélagið. Ég
starfa fyrir vinnumálastofnunina
í Malmö og hef gert í 12 ár. Ég er í
verkefni sem heitir „Ungkomp“ og
snýr að ungmennum, 16 – 25 ára,
sem eru langt frá því að komast á
vinnumarkaðinn. Markmiðið er að
virkja þau og koma þeim að lokum í
nám eða í vinnu,“ segir Sigrún Hilm-
arsdóttir Sigurðsson. Hún hefur
búið í Svíþjóð frá 6 ára aldri.
„Þessi ungmenni eru félagslega
utangátta og passa ekki inn í kerfið.
Þau búa sum á götunni en önnur
heima hjá sér og hafa foreldrarnir
margir gefist upp á þeim. Þetta unga
fólk er í alls konar ástandi, sum eru
í neyslu, stunda stórfelld lögbrot,
önnur spila tölvuleiki alla daga og
nætur eða eru með önnur vandamál
sem hindra þátttöku í samfélaginu.
Þá eru mikil vandamál meðal ungra
innflytjenda hér,“ segir Sigrún. Hún
segir vandamál ungs fólks í Malmö
umfangsmikil og sér í lagi í ákveðn-
um hverfum en þangað fer Sigrún
sérstaklega til að leita uppi ung-
mennin og tengjast þeim.
En hvers vegna hlaust þú verð-
launin?
„Ég varð svo hissa! En ég finn að
unga fólkið sem ég vinn með þykir
vænt um starfið sem ég vinn. Ég hef
hjálpað svo mörgum krökkum að
komast á rétta braut og þeir sjá það.
Ég held að ég hafi fengið þessa við-
urkenningu af því að ég trúi á unga
fólkið. Ég legg mig fram við að ná til
þess. Ég tala við ungmennin, en þau
eru ekki vön því að fullorðnir sýni
þeim áhuga og trúi á þau. Ég trúi því
að allir eigi að fá tækifæri til að ná
árangri í lífinu,“ segir Sigrún, ánægð
með árangurinn og samfélagsverð-
launin.
Samfélagsverðlun Áhrifakona í Svíþjóð
Sigrún valin
kona Malmö
Sigrún Hilmarsdóttir Sigurðsson (til vinstri) við afhendingu
verðlaunanna, ásamt syni og tengdadóttur.
Þegar Gunnar Nelson keppir
í útlöndum horfa svo margir
á hann á ólöglegum net-
síðum að nokkru síðar leita
fjölmargir til viðgerðarverk-
stæðis Macland með bilaðar
tölvur.
Á viðgerðarverkstæði verslunar-
innar Macland eru menn orðnir
vanir því að fá yfir sig holskeflu af
biluðum tölvum eftir stóra íþrótta-
viðburði, svo sem bardaga Gunn-
ars Nelson.
Margir grípa til þess ráðs að
horfa á slíka viðburði á ólöglegum
netsíðum en á þeim poppa upp
auglýsingar fyrir allskonar mis-
jöfn forrit. Ef fólki verður
það á að smella á aug-
lýsingarnar hlaðast
gjarnan niður forrit
sem geta valdið óskunda
í tölvunni. Oft á tíðum er
fólk lengi að uppgötva að það
hefur hlaðið niður leiðinlegum
forritum með þessum hætti, en
skýrustu merkin um þau eru að
„pop-up“ auglýsingar fara að
dúkka upp þegar farið er inn á
venjulegar netsíður, eins og frétta-
miðla, í tölvunni. Eitt gott ráð við
þessu er að hreinsa tölvuna með
forritinu adwaremedic.com | þt
Ólöglegar netsíður Hlaða niður leiðindaforritum
Tölvutjón eftir bardaga Nelson
Notkun svokallaðra ræstingarróbóta
er hluti af tilraunaverkefni til að
auka sjálfvirkni öldrunarheimila og
lækka kostnað við þrif.
Halldór Sigurður Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Öldrunarheimila
Akureyrar, segir ræstingaróbóta
hafa verið notaða lengi á Norður-
löndunum.
„Veikleiki tækjanna er aðal-
lega sá að afköst vélanna eru lítil
svo það þarf oft að tæma þær. Enn
sem komið er skiljum við róbótana
ekki eftir eina inni í herbergjunum
heldur fylgjumst grannt með þeim.
En þetta hefur gengið vel hingað til,“
segir Halldór. | sgþ
Róbótar þrífa
hjá öldruðum
2 | fréttatíminn | Helgin 1. Apríl–3. Apríl 2016