Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 44
Unnið í samstarfi við ON
Síðan 2014 hefur Orka nátt-úrunnar (ON) stýrt þróunar-verkefni með uppsetningu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla.
Jón Sigurðsson viðskiptastjóri hefur
haft yfirumsjón með verkefninu.
„Við stigum fyrsta skrefið til að
byggja upp innviði og hvetja til raf-
bílanotkunar á Íslandi. Eftir því sem
rafbílum fjölgar verður meiri þörf á
hraðhleðslustöðvum,“ segir Jón. Nú
þegar eru 10 stöðvar starfræktar,
sex á höfuðborgarsvæðinu og svo
á Selfossi, Akranesi, Reykjanesbæ
og Borgarnesi. Þrjár til viðbótar eru
í bígerð, tvær á Akureyri og ein við
Hellisheiðarvirkjun.
Tekur 20-30 mínútur að hlaða
Rafbílaeign Íslendinga hefur
vaxið hratt undanfarin ár. „Þegar við
settum upp fyrstu hraðhleðslustöðina
í mars árið 2014 voru um 100 rafbílar
í notkun á landinu en núna er þeir
nær 750. Fjölgunin er mun meiri en
við áttum von á,“ segir Jón. Það tekur
ekki nema um 20-30 mínútur að
hlaða bílinn á hraðhleðslustöðvunum
á móti 10-12 klukkutímum þegar
hlaðið er heima. Hver hleðsla dugir
um 100-150 kílómetra. Það er þó að
breytast hratt. „Drægni bílanna er að
aukast mikið, núna kaupir þú kannski
bíl sem fer 200 kílómetra á hleðslu
en sama tegund keypt í fyrra hefði
kannski drifið 150 kílómetra. Bílarnir
verða þó ekki dýrari fyrir vikið, þetta
er bara svipað eins og var með þróun
tölvunnar á sínum tíma.“
Rekstarkostnaður mikið lægri
Virðisaukaskattur og önnur gjöld
hafa ekki verið á rafbílum sem hefur
gert fleirum kleift að festa kaup á
rafbíl. „Stjórnvöld ættu þó að koma
miklu meira að þessari þróun með
fjármagni og stuðningi við að byggja
innviði. Þetta er bara mjög mikið
rætt núna, ekki síst eftir loftslagsráð-
stefnuna í París þar sem þetta mál var
númer eitt, tvö og þrjú, að minnka
losun koltvísýrings út í andrúms-
loftið.“ Rafbílar eru nú á sambærilegu
verði og aðrir bílar en vissulega er
rekstrarkostnaður miklum mun lægri
þar sem hvorki þarf að hugsa um
bensín- eða olíukostnað né olíuskipti.
„Rafmagnið kostar bara örlítið brot af
bensínkostnaði. Við erum ekki byrjuð
að rukka fyrir rafmagnið á hrað-
hleðslustöðvunum þar sem þetta er
þróunarverkefni.
Kynningar | Vistvænir bílar AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
ON í forystu í uppbyggingu innviða
Rafbílar það sem koma skal.
Hröð fjölgun rafbíla
• ON hefur í dag forystu í upp-
byggingu innviða fyrir rafbíla
og hvetur til notkunar á
grænni endurnýjanlegri orku.
• Hraðhleðslan er hugsuð sem
öryggisventill, flestir hlaða
heima hjá sér.
• Fjöldi rafbíla hefur meira en
sexfaldast frá því fyrsta stöðin
var opnuð í mars 2014.
• Notkun stöðvanna er mikil og
mun meiri en í flestum öðrum
löndum.
• Það eru mun fleiri hraðhleðslu-
stöðvar á hverja 1.000 bíla á
Íslandi en t.d. í Noregi.
Reglum um raflagnir ábótavant
Slæm aðstaða rafbílaeigenda sem búa í fjölbýlishúsum
gæti hamlað fjölgun rafbíla á Íslandi. Mjög brýnt er að
koma þessu í byggingarreglugerð og að gera kröfu um
rafbílastæði við fjölbýlis- og atvinnuhúsnæði, a.m.k.
þeirra sem enn eru óbyggð. Það getur verið ansi snúið
og kostnaðarsamt og jafnvel óframkvæmanlegt að koma
þessu fyrir þegar mannvirki er þegar byggt. Grunndreifi-
kerfið getur að öllum líkindum annað um 40 þúsund
rafbílum til ársins 2030, en húskerfin eru yfirleitt alls
ekki í stakk búin til að bæta við þessu álagi, bílastæða-
hús gera ekki ráð fyrir þessu og lóðarskipulag reiknar
ekki með rafbílastæðum á lóð.
Það er í valdi þings og ráðuneytis umhverfis- og auð-
lindamála að vinna að stefnumótun, setja ný ákvæði í
byggingarreglugerð um rafbílastæði og breyttar hönn-
unarforsendur til að bregðast við þessari auknu þörf. Ef
rafbílum á að fjölga í takt við yfirlýsingar stjórnvalda þá
þarf að bæta innviði og aðstöðu og möguleika fólks til
að hlaða rafbíla sína heima, í vinnunni, þjónustubygg-
ingum o.s.frv. Flestar byggingar á Íslandi, byggðar fyrir
árið 2016, hafa ekki þessa möguleika, en eftir 20 ár
væru það um 90% allra bygginga á Íslandi ef stjórnvöld
bregðast strax við og setja ný ákvæði um rafbíla í bygg-
ingarreglugerð.
Jón Sigurðsson, viðskiptastjóri ON, við eina af hraðhleðslustöðvunum. Þær má finna á tíu
stöðum nú þegar og þrjár til viðbótar eru í bígerð, þar af tvær á Akureyri.
Mynd | Rut
Vistvæn orka er mun
ódýrari en olía og bensín
og það verður sífellt
auðveldara að reka
vistvæna bíla
Bensín- eða olíukostnaður við að
eiga bíl getur hlaupið á tugum
þúsunda í mánuði hverjum, að
sjálfsögðu eftir bíltegund og
akstri. Margir sem velta því fyrir
sér að skipta yfir í vistvænni bíl
eru einmitt að horfa í þennan
kostnað. En hversu mikið er
hægt að spara á því að vera á
rafbíl eða öðrum vistvænum
kosti?
Orkusetur hefur útbúið
reiknivél þar sem hægt er að
fylla inn allar forsendur og sjá
þá svart á hvítu hversu mikið
sparast. Á sama stað er hægt að
reikna út hversu mikið sparast
með að skilja bílinn eftir heima
og labba frekar, hversu mikið
sparast með því að hjóla og ým-
islegt fleira fróðlegt. Sjá á http://
orkusetur.is/reiknivelar/.
Vistorkustæðum fjölgar
Mörg sveitarfélög eru að setja á
oddinn þjónustu við þá sem aka
um á vistvænum bílum. Þar stend-
ur Akureyri framarlega. Yfirlýst
markmið bæjaryfirvalda á Akur-
eyri er að hamla eins og kostur er
gegn notkun mengandi jarðefna-
eldsneytis. Í fyrra voru svokölluð
vistorkustæði tekin til notkunar í
bænum en þau stæði eru á besta
stað og sérstaklega ætluð þeim
sem aka um á ökutækjum knúnum
rafmagni og/eða metani. Stæðin
eru við Glerártorg, Ráðhúsið,
Bautann, Menningarhúsið Hof og
nú nýlega bættist Háskólinn á Ak-
ureyri við en fjögur þeirra stæða
eru búin rafhleðslustöðvum.
Þessi skref eru hluti af þeirri
stefnu sem Akureyrarbær hefur
fylgt síðustu 10 ár; að kolefnishlut-
leysa bæinn. Aðrir þættir í þeirri
vegferð hafa til dæmis verið að
bjóða frítt í strætó og efla lagningu
hjóla- og göngustíga. Einnig hefur
sorpflokkun í bænum verið til
eftirbreytni síðustu ár.
Af hverju
vistvænn bíll?
Á Akureyri eru vistorkustæði fyrir þá
sem aka um á vistvænum bílum.
44 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016