Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 26
Sagan af því þegar Bresku Jómfrúaeyjar opnuðu gátt- irnar fyrir aflandsfélög er ævintýraleg. Þrír fræknir lögmenn lögðu áherslu á að lokka til eyjaklasans peninga frá þriðja heims ríkjum. Hjátrú frá Hong Kong, eitur- lyfjapeningar og innræting í barnaskólum kemur líka við sögu. Helgi Hrafn Guðmundsson ritstjorn@frettatiminn.is Það er sól og blíða, eins og venju- lega, í Road Town á eyjunni Tórtólu, höfuðstað Bresku Jóm- frúaeyja. Unglingar sitja í kennslu- stund hjá kennaranum Colleen Scatliffe-Edwards. Viðstaddur er franskur blaðamaður sem skráir eftirfarandi samtal: „Skelfilegur fellibylur hefur skollið á Jómfrúaeyjar. Og fellibylur þessi kallast I.C.I.J.!“ Kennarinn ber þessa skammstöfun fram hátt og snjallt. Hún stendur fyrir Alþjóða- samtök rannsóknarblaðamanna (International Consortium of Inve- stigative Journalists). Þau hafa rann- sakað flókinn fjármálafrumskóg aflandseyja í Karíbahafinu um ára- bil, eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum á Íslandi að undanförnu. Kennarinn heldur áfram: „I.C.I.J. hafa valdið okkur miklum skaða. Við verðum að verja okkur. Annars tapast störf og tekjur.“ „Já, frú kennari!“ hrópar bekkur- inn í kór. „Viljum við illa fengið fé hér eða spillingu?“ „Ónei! Jómfrúaeyjar bjóða upp á leynd og vernda eignir fjárfesta sem stofnað hafa fyrirtæki hér,“ segir bekkurinn í einni romsu. „Hver rukkar skatta?“ spyr kenn- arinn. „Eru það ekki stjórnvöld?“ „Jú!“ „Finnst fólki gaman að borga skatta?“ „Nei!“ „Þá hlýtur það að hafa rétt á að borga sína skatta þar sem þeir eru lægstir.“ „Já!“ Colleen lýkur máli sínu svona: „Valfrelsi er grundvallarréttindi hvers og eins borgara. Því mega allir velja Jómfrúaeyjar.“ Fjármál eru tiltölulega ný af nálinni á námskránni hjá krökkum á Bresku Jómfrúaeyjum. Íbúar eru um 28 þúsund og eru flestir Skólabörnum á Tortólu kennt að elska skattaskjól Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Fyrir ferminguna og önnur hátíðleg tækifæri – servíettur, dúkar, yfirdúkar og kerti í miklu úrvali 24/7 RV.is Sjáðu allt úrvalið á RV.is hingað til verið unnin af velmennt- uðum breskum og bandarískum lögfræðingum og endurskoðend- um. Tækifæri til starfsframa eru þó væntanlega mörg því eyjaklasinn er helsta miðstöð fyrir aflandsfélög í heiminum ef marka má nýja skýrslu sem vefsíðan Financial Secrecy Index hefur gefið út. Yfir milljón félög hafa verið stofnuð á Bresku Jómfrúaeyjum síðan ný löggjöf var samþykkt árið 1984 og um 500 þúsund þeirra voru enn starfandi 2015. Fréttatíminn gluggaði í þessa skýrslu en þar segir frá skrautlegum aðdraganda þess að landið gerðist skattaskjól. Skytturnar þrjár Bresku Jómfrúaeyjar eru svokall- að breskt yfirráðasvæði handan hafsins (British Overseas Terrority). Landið hefur heimastjórn og telst hluti Bretlands en æðstu yfirvöld í London hafa þó lítið skipt sér af eyjaklasanum á síðustu áratugum. Ævintýrið hófst árið 1976 þegar bandaríski lögfræðingurinn Paul Butler komst í kynni við tvo breska kollega sína á Jómfrúaeyjum, Ne- ville Westwood og Michael Riegels. Í þá daga stunduðu bandarískir við- skiptajöfrar skattabrellur í gegnum Hollensku Antillaeyjar. Þegar lokað Hinir fimm fræknu. IBC lögin frá 1984 opnuðu flóðgátt fyrir aflandsfélög. Hér sást mennirnir sem skrifuðu lögin, sem síðan flugu í gegnum þingið á eyjunum. Stjórnvöld heiðruðu minningu lagasetningarinnar svona. Mynd | http://www.bvi.gov.vg afkomendur afrískra þræla sem breska heimsveldið flutti þangað fyrir nokkrum öldum. Stjórnvöld vilja þjálfa unga fólkið í fjármálum svo að það geti unnið við hinn sífellt vaxandi skattaparadísariðnað í landinu. Flest störf í geiranum hafa „Það er skylda kennara að vernda framtíð fjármála- kerfisins í landinu.“ Hér sjást menntaskólakennarar á Tortólu í kennslustund hjá starfs- mönnum í fjármálageiranum. Þeir miðla síðan fróðleiknum til barnanna. Mynd | http://www.bvi.gov.vg Flest þeirra fyrirtækja sem flust hafa til Bresku Jómfrúaeyja eru hvorki með skrifstofu né starfsfólk þar, í mesta lagi pósthólf. Mynd | Shutterstock 26 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.