Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 12
Hanna Hlíf Bjarnadóttir fékk
ógeð á matarsóun þegar hún
vann í matvælaiðnaðinum.
Hún leggur nú lokahönd á
matreiðslubók þar sem græn-
metisréttir, nýting hráefnis
og góð ráð gegn matarsóun
verða í aðalhlutverki. Þrátt
fyrir oft á tíðum tómlegt
veski leyfir Hanna Hlíf
sér að kaupa fyrsta flokks
grænmeti, enda verið græn-
metisæta í þrjátíu ár.
„Það eru svona tíu ár síðan ég fékk
algjört ógeð á matarsóun,“ segir
Hanna Hlíf Bjarnadóttir, mynd-
listarkona og uppskriftahöfundur.
„Ég vann sem sölukona fyrir fyr-
irtæki sem seldi lífrænan mat og
varð vitni að því hversu mikið af
útrunnum mat er fargað. Þetta fór
alveg rosalega í taugarnar á mér svo
ég fór að prófa mig áfram með mat
sem hafði verið útrunninn í nokkur
ár og komst að því að það var nóg
að lykta af matnum til að vita hvort
hann væri í lagi eða ekki,“ segir
Hanna sem treystir í dag á sín eigin
skynfæri frekar en dagsetningar
matvælafyrirtækjanna.
Hanna Hlíf er með ýmis ráð þegar
kemur að matarsóun og segir hún
frystinn oft koma sér vel. „Ef eitt-
hvað er að detta á síðasta söludag
er svo gott að henda því bara í fryst-
inn. Ef ég á tómata sem er orðnir
það mjúkir að mig langar ekki í þá
ferska þá set ég þá í frystinn og nota
þá seinna þegar mig vantar tómat-
sósu í mat. Það saman á við um ann-
an mat sem er hættur að vera girni-
legur en er samt hægt að nota í
mat. Spínat á það til dæmis til
að verða blautt í pokanum
en þá set ég það í frystinn
og á það í næstu ommilettu.
Núna á ég til dæmis mikið af
rjóma og osti eftir páskana og
mun frysta það því mig lang-
ar hvorki í rjóma né gullost á
næstu dögum.“
Hanna Hlíf leggur nú
lokahönd á matreiðslu-
bók þar sem hún mun
deila með áhugasömum
dýrindis grænmetis-
réttum ásamt hagnýt-
um húsráðum, meðal
annars hvernig best sé
að geyma mat og nýta í
afganga. „Því meira sem
maður fylgist með sóuninni sem er
í gangi því meðvitaðri verður mað-
ur um að það eru til heilu kynslóð-
irnar af fólki sem hreinlega kunna
ekki að vinna úr afgöngum. Sjálf
ólst ég upp við að það voru afgang-
ar í matinn og kannski þess vegna
er mér tamara að hugsa um afganga
sem mögulegan mat.“
„Fólk heldur oft að það sé erfitt
að vinna úr grænmetisafgöngum,“
segir Hanna Hlíf sem hefur verið
grænmetisæta í þrjátíu ár. „Margir
halda að það verði að vera kjöt eða
fiskur til að geyma mat en nokkrar
kartöflur geta auðveldlega orðið
uppistaðan í heilli máltíð daginn
eftir, eins og til dæmis gnocchi.
Grænmeti getur auðveldlega verið
aðalréttur þó fólk sé ekki grænmet-
isætur.“
En hvar finnst grænmetisætunni
best að kaupa grænmetið?
„Mín matarinnkaup ráðast fyrst
og fremst af fjárhag. Ég er mynd-
listarkona og á því oft ekki krónu og
þá kaupi ég euroshopper-vörur. En
grænmetið kaupi ég hjá Akri. Það
er vefverslun með árstíðabundið
grænmeti beint frá býli, bæði ís-
lenskt og innflutt. Þetta kostar að-
eins meira en í stórmörk-
uðunum en er betri vara
og ég veit að þá fá dætur
mínar það besta. Svo er
Te- og kryddhúsið al-
veg frábær búð því þar
er hægt að kaupa eftir
vigt sem er auðvit-
að góð leið til að sóa
ekki. En það sést alltaf
á ísskápnum mínum
hvernig fjárhag-
urinn er. Þegar
vel gengur þá
fer ég ekki og
kaupi nýja skó
heldur geri vel
við mig með
hollum og góð-
um mat.“
Frá kr.
69.900
m/morgunmat
PRAG
BRATISLAVA
BORGARFERÐ
Frá kr. 69.900
sértilboð
Netverð á mann m.v.2 í
herbergi með morgunmat.
5. maí í 4 nætur.
Frá kr. 94.900
sértilboð
Netverð á mann m.v.
2 í herbergi með
morgunmat.
5. maí í 4 nætur
Hotel ILF
Hotel Loft
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
N
M
74
56
5
5.-9. maí
5.-9. maí
Skelltu þér í
RÓM
Frá kr. 89.900
Netverð á mann m.v. 2 í
herbergi með morgunmat.
28. apríl í 4 nætur.
Stökktu
28. apr -2. maí
Stökktu
Sértilboð
VALENCIA
Frá kr. 99.900
sértilboð
Netverð á mann m.v.
2 í herbergi með
morgunmat.
5. maí í 4 nætur.
Hotel
Conqueridor
5.-9. maí
BÚDAPEST
Frá kr. 79.900
sértilboð
Netverð á mann m.v.
2 í herbergi með
morgunmat.
12. maí í 4 nætur.
Hotel Mercure
Buda
12.-16. maí
Sértilboð
Sértilboð
Sértilboð
Matarsóun á íbúa
eftir svæðum jarðar
185 kg. 95 kg.
Evrópa
180 kg. 115 kg.
Norður-Ameríka
og Kyrrahafið
160 kg. 5 kg.
Afríka sunnan Sahara
160 kg. 75 kg.
Iðnvædda Asía
180 kg. 35 kg.
Norður-Afríka, Mið-Asía
og Miðausturlönd
115 kg. 60 kg.
Suður- og Suðaustur-Asía
115 kg. 25 kg.
Suður-Ameríka
Ef allir jarðarbúar sóuðu jafnmiklu og Norður-
Ameríkumenn myndu um 805 milljón tonn
enda í ruslatunnum heimsins en ef allir
neytendur hegðuðu sér eins og Suður-Amer-
íkubúar gera að meðaltali myndu aðeins 175
milljón tonn fara í heimilisruslið. | gse
Matarsóun í iðnríkjunum
er metin á um 680 millj-
arða dollara árlega eða
84.700 milljarða íslenskra króna.
Það er um fertugföld landsfram-
leiðsla á Íslandi.
Árleg matarsóun í þróunar-
löndunum er metin á um
310 milljarða dollara ár-
lega eða 38.600 milljarða íslenskra
króna. Samanlögð matarsóun í
heiminum er því tæplega eitt þús-
und milljarðar dollara á hverju ári
sem gera um 125 þúsund milljarða
íslenskra króna.
Á hverju ári henda neyt-
endur í iðnríkjunum álíka
magni af mat og nemur
allri matvælaframleiðslu í Afríku
sunnan Sahara, þar sem um 800
milljón manns búa.
Ef mögulegt væri að draga
úr matarsóun um fjórðung,
25 prósent, mætti brauð-
fæða um 870 milljónir manna. | gse
Sóun við framleiðslu Sóun neytenda
Allt sem þú vilt ekki
vita um matarsóun
Heilar kynslóðir kunna
ekki að nýta afganga
Sameinuðu þjóðirnar áætla að með því að fóðra svín á mataraf-
göngum væri hægt að nýta land, að stærstum hluta í Suður-
Ameríku, sem annars fer í framleiðslu á korni og sojabaunum
til svínaeldis í Evrópu, til að fæða 3 milljarða manna.
„ Margir halda að það
verði að vera kjöt eða
fiskur til að geyma mat
en nokkrar kartöflur
geta auðveldlega orðið
uppistaðan í heilli máltíð
daginn eftir.“
Á Íslandi var lögum um dag-
setningar á ferskvöru breytt í
desember árið 2014 og síðan
hafa stórmarkaðir á borð við
Hagkaup, Bónus, Krónuna,
Nettó og Fjarðarkaup boðið upp
á vörur sem eru að renna út á
góðum afslætti.
Þar að auki hefur Krónan
lengi boðið upp á ávexti á síð-
asta séns í poka á 99 krónur og
Fjarðarkaup hafa gefið brauð-
meti í svínafóður. Þeir stór-
markaðir sem Fréttatíminn
ræddi við gefa þann mat sem
ekki er hægt að selja til góð-
gerðamála þó Guðmundur Mar-
teinsson, framkvæmdastjóri
Bónus, hafi aðspurður í samtali
við Fréttatímann um málið í
febrúar, sagt fyrirtækið hafa
verið gagnrýnt fyrir að gefa
vörur sem voru komnar fram
yfir síðasta söludag. Málið sé
því flókið.
Gunnar Ingi Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Hagkaupa,
segir að oft sé erfitt fyrir kaup-
menn að taka ábyrgð á því hvað
sé hæft til manneldis en að
einungis matur sem samkvæmt
lögum sé óhæfur til manneldis
fari í ruslagámana og sem, að
sínu viti, sé ekki séns að gefa.
Hvað gera
stórmarkaðir?
12 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016