Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 46
Það ríkir sannkölluð miðjarðarhafsstemning í eld- húsinu hjá Evu og Eduardo. Ólívuolía, tómatar, laukur, ólívur og saltfiskur liggja á borðinu og fjölskyldu- meðlimir tala hver í kapp við annan milli þess sem tappað er af vínflöskum og hrært í pottum. Það er saltfiskveisla í vændum, kalt saltfisksalat í forrétt, salt- fiskur í potti í aðalrétt og svo hefur vinur heimilisfólksins lagt katalónska útgáfu af saltfisks sushi á borð til að narta í á meðan verið er að útbúa réttina. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Eva Fabregas og Eduardo Rodrigo hafa komið sér vel fyrir í Hafnar- firði með sonum sínum tveimur, Jose og Samir, og Jose, föður Evu. Það var efnahagskreppan á Spáni sem hrakti þau frá Logrono, höfuðborg La Rioja héraðsins fyrir ári. „Ég er ættuð frá Katalóníu þar sem ég ólst upp á bóndabæ for- eldra minna, nálægt Girona, en hef búið með manninum mínu í Logrono í tuttugu ár,“ segir Eva. „Við rákum saman bar í mið- bænum þar sem ég eldaði hádegis- mat alla daga, ég hef alltaf elskað að elda góðan mat. En svo kom kreppan og það varð alltaf erfiðara og erfiðara að reka staðinn, þó við höfum haft nokkra fasta kúnna. Það er bara svo hryllilegt ástand á Spáni að fólk leyfir sér ekkert, ekki einu sinni einn kaffibolla. Svo er allt unga fólkið atvinnulaust svo við sáum enga framtíð fyrir syni okkar. Eduardo, maðurinn minn, er rafvirki en hann hafði ekki fengið neina vinnu í nokkur ár. Þetta var bara þannig í fyrra að annaðhvort færum við á götuna eða úr landi.“ Fluttu með afa til Íslands Þegar fjölskyldan settist niður einn daginn fyrir rúmu ári til að ákveða hvert förinni yrði heitið var niðurstaðan Ísland. Þau höfðu heyrt margt gott um landið og að hér væri lítið atvinnuleysi og ekki flókið mál að komast inn í kerfið. „Við erum öll að elska þetta land, ekki síst því við vorum öll svo heppin að fá vinnu um leið,“ segir Eva en hún vinnur sem mat- ráður á leikskólanum Grænatúni í Kópavogi, Eduardo vinnur sem rafvirki hjá stóru fyrirtæki og eldri sonur þeirra er aðstoðarkokkur á veitingahúsi miðbænum. „Þetta er kannski erfiðast fyrir pabba því hann er einn heima mest allan daginn. Honum brá dálítið þegar við sögðumst ætla til Íslands en það kom aldrei neitt annað til greina en að taka hann með því ekki færum við að skilja hann eftir einan. Hann hafði bara heyrt um Ísland vegna saltfisksins ykkar, sem er auðvitað sá besti í heimi.“ Saltfiskur vekur upp minningar Eva segir fjölskylduna alls ekki borða saltfisk í hverri viku. Á þeirra heimili hafi saltfiskur alltaf verið dýr hátíðarmatur og þannig sé það enn. Þau leyfa sér hann samt oftar en áður, þar sem þau séu nú á Íslandi og langi þau í salt- fisk gera þau sér ferð niður í Kola- port þar sem hægt er að kaupa heil flök sem verkuð hafa verið á gamla mátann. „Á Spáni er hefð fyrir því að borða saltfisk alla föstudaga á páskaföstunni og á mínu heimili var það líka gert á afmælum. Ég elska að elda saltfisk því það minn- ir mig svo á mömmu mína. Sér- staklega vekur það fallegar minn- ingar hjá mér þegar ég ríf niður bitana sem hafa orðið afgangs þegar bestu bitarnir af flakinu hafa teknir frá í aðalréttinn. Afgangsbit- arnir fara í forréttinn sem kallast Empadrat, eða litlir steinar, vegna hvítu baunanna í réttinum sem líta út eins og steinar í læk. Það er ekki mikið krydd í þessum rétti, ekki frekar en í öðrum katalónskum réttum, því það snýst allt um sjálft hráefnið.“ Vinir, tómatar og hráskinka „Það er í rauninni ekkert sem við söknum eins, allavega ekki ennþá,“ segir Eva. „Auðvitað söknum við vina okkar og matar- ins sem við erum vön. Hér mættu til dæmis vera betri tómatar, við vorum með grænmetisgarð við húsið okkar þar sem tómatarnir voru stórir og rauðir og safaríkir, ég á erfitt með þessa gróður- húsatómata. Og svo sakna ég líka hráskinkunnar, madre mia hvað ég sakna hennar! En ég kvarta ekki því þið eruð með ótrúlegt hráefni á þessari eyju ykkar. Sérstaklega lambakjötið, það er engu líkt! Ég hlakka mikið til að fá vini okkar í heimsókn og elda fyrir þá íslenskt lambakjöt.  Meira á frettatiminn.is Mynd | Hari Matartíminn | Uppskriftin Katalónsk veisla í Hafnarfirði Kalt saltfisksalat (Empadrat) 300 gr hvítar baunir 1 rauð paprika 1 rauður laukur 150 gr safaríkir tómatar, eða cherrytómatar 250. gr hrár, útvatnaður salt- fiskur, rifinn í litla bita Svartar ólívur og extra virgin ólívuolía Escalivada (Grilluð rauðpaprika í ofni) Gott að hafa með til hliðar við salatið Setjið rauða papriku í ofninn (150 gr) í heilu lagi í 30 mín. Hækkið svo hitann og þegar skinnið er byrjað að losna frá er paprikan tekin út og skinn- ið rifið af. Skerið paprikuna langsum í ræmur og setjið á disk. Saltið og setjið ólívuolíu yfir. Eva Fabregas og Eduardo Rodrigo ásamt sonum sínum tveimur, Jose og Samir, og Jose, föður Evu. Saltfiskur með paprikusósu (Baccalá amb senfaina) 1 rauð paprika, skorin langsum í ræmur 1 græn paprika, skorin langsum í ræmur 1 laukur, skorinn langsum í ræmur 3 hvítlauksrif, pressað Tómatar, ferskir eða ein dós Hvítvín Aðferð Sjóðið allt saman í potti með loki við mjög lágan hita í klukku- stund. Hellið slatta af hvítvíni út í sósuna og látið sjóða upp. Veltið saltfiskbitunum upp úr hveiti og leggið í pottinn. Lokið í 5 mínútur og þá er rétturinn tilbúinn. 46 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.