Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 68
Á Íslandi er 361 kirkja og eru í kringum 35 þeirra aflagðar. Kirkjur eru aflagðar þegar enginn söfnuður er lengur fyrir hendi eða þegar ný kirkja er byggð. Sumar þeirra eru afhelgaðar, athöfn sem er á ábyrgð biskups. Þá er kirkju- húsið kvatt og leyst undan þjón- ustu Guðs og safnaðarins. Allir munir kirkjunnar, líkt og skírnar- skálar og áhöld til altarisgöngu, eru fluttir í aðra kirkju, á sam- komustað safnaðarins eða fargað. Engin reglugerð er til staðar hjá Þjóðkirkju Íslands hvað varðar endurnýtingu bygginganna en það getur verið flókið ferli. Kirkjan hef- ur þjónað fólki í gegnum árin, sem hefur tengst byggingunni sterkum tilfinningalegum böndum. Því þarf að vanda vel til verka og er það á ábyrgð sóknarnefndar að finna lausn og ákvörðun í þeim málum. Það má búast við að fleiri kirkjur verði afhelgaðar með þéttingu byggðar. Þýskaland er framar- lega hvað varðar nýtingu á kirkju- húsnæði. Þar hafa verið tekin í notkun barnaheimili, bókasöfn, veitingahús, heimili og athvörf. Tölum um íslenskar kirkjur Hvernig geta Íslendingar endurnýtt auðar kirkjur þar sem söfnuður er ekki lengur til staðar? Endurnýting kirkna á Íslandi 1929 þegar Magnús Ólafsson settist að í Krýsuvíkurkirkju og bjó þar til 1945. 1999 var Stöðvafjarðarkirkju breytt í gistiheimilið Krísuvík. 2005 stóð til að breyta Eski- fjarðarkirkju í íbúð eftir að hún var seld á almennum markaði. 2007 var Blönduóskirkja gerð að menningarhúsi. 361 kirkja á Íslandi 322 kirkjur þjóð- kirkjunnar 39 önnur guðshús, kapellur eða bænahús 35 aflagðar sóknarkirkjur Heimild: Kirknaskrá þjóðkirkjunnar Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Ég kann vel við mig hérna og það er allt til staðar nema kannski fjölskylda og íslensku vinirnir. Ég er búinn að gera sitt lítið af hverju, sitja fyrir hjá fatamerkjum og tímaritum, þar á meðal Vogue þar sem ofurfyrirsæt- an Irina Shayk sat fyrir með mér,“ segir fyrirsætan Orri Helgason. Hann er búsettur í Hollywood um þessar mundir til að sinna fyrir- sætustörfum en áður hefur hann setið fyrir hjá tískumerkjum á borð við Versace. Orri er virkur á Instagram með 10.000 fylgjendur og segir það mikilvægan lið í að starfa sem fyrirsæta í dag. „Nýverið var ég beðinn um að tilgreina fjölda In- stagram fylgjenda fyrir tískuvik- una í Mílanó. Samfélagsmiðlar eru orðnir hluti af vinnunni minni sem er skiljanleg þróun. Ef módel birtir mynd af sér í fötum merkisins fær það ókeypis auglýsingu sem nær til mörg hundruð þúsund manns.“ Instagram er orðinn miðill markaðssetningar á persónum og vöru. Orri segir mikilvægt að vanda valið á birtingum sem end- urspegla vöruna og sinna um leið eftirvæntingu fylgjenda. „Mínir fylgjendur hafa áhuga á að fylgjast með mínum módelstörfum og ferðalögum, hvernig ég æfi og lít út. Ég verð að hafa það hugfast að birta efni sem höfðar til þeirra og þess sem ég vil standa fyrir.“ Að mati Orra er mikilvægt að greina á milli þess sem samfélags- miðlar birta og raunveruleikans. Instagram á það til að sýna aðeins það jákvæða og skemmtilega í líf- inu. „Það má ekki láta samfélags- miðla blekkja sig eða hafa neikvæð áhrif á líkams- og sjálfsmynd sína. Margt af efninu á Instagram á sér ekki stoð í raunveruleikanum, myndir eru teknar frá sjónarhorn- um sem ýkja öll hlutföll og jafn- vel búið að eiga við þær í mynd- vinnsluforritum. Enginn líkami er eins en mestu máli skiptir að líða vel með sjálfan sig. Stundum er það heldur ekki líkaminn sem þarfnast breytinga heldur það hvernig við hugsum. Það á ekki síður við um þá sem birta mynd- irnar. Það er auðvelt að falla í gryfju samfélagmiðla og láta fjölda fylgjenda og „likes“ stjórna eigin sjálfstrausti og líðan. Svoleiðis sjálfstraust gerir lítið fyrir mann í raunveruleikanum.“ Aðspurður hvernig hann ætlar að nýta Instagram reikning sinn í framtíðinni, segir hann það fara eftir ýmsu. „Ég veit ekki hvað ég tek mér fyrir hendur á næstu árum eða hvort ég sjái einhverja tekjumöguleika með Instagram. Ég hef mjög gaman af því að lesa mér til um mataræði og líkams- rækt. Ég hef það alltaf á bak við eyrað að nýta aðgang minn til að ná til fólks sem þarfnast aðstoðar við að æfa og borða rétt. Það er þó ekkert ákveðið, fyrst og fremst vil ég hafa gaman af lífinu og upplifa nýja hluti.“ Instagram hluti af fyrirsætustarfinu Fyrirsætan Orri Helgason segir tískumerki farin að spyrja um fjölda Instagram fylgjenda. Orri er með 10.000 fylgjendur en segir sjálfstraust byggt á fjölda „likes“ gera lítið fyrir mann í raun. Fyrirsætan Orri Helgason er með 10.000 fylgjendur á Instagram og segir miðilinn sífellt mikilvægari í fyrirsætubransanum. Ljósmynd af lagalista nýjustu plötu Beyoncé lak á netið í gær. Þar kemur fram að platan verður aðgengileg í dag, 1. apríl, á streymisveitunni Ti- dal sem er í eigu eiginmanns henn- ar, Jay-Z, en hann stendur í ströngu að keppa við Spotify. Aðdáendur söngkonunnar eru þó í vafa. Á lagalistanum kemur fram að söngvararnir Frank Ocean, sem hefur lítið spurst til upp á síðkastið, Jay-Z, Kanye West, Nicki Minaj, Mariah Carey og Adele komi fram á plötunni. Ýmsir hafa bent á það að leki á slíkum skala standist ekki; þetta hljóti því að vera bestu fréttir í heimi eða besta aprílgabb í heimi. Fyrsti Beypríl? Samstarfsfólkið á væntanlegri plötu Beyoncé of gott til að vera satt Í Fréttatíma síðustu viku kom fram að Bjarni Ben væri af Seychelles- eyjaættinni. Hið rétta er að hann er af Engeyjarættinni. Við biðjumst velvirðingar á þessu. 68 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.