Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 01.04.2016, Page 30

Fréttatíminn - 01.04.2016, Page 30
þau einkenni. Það var orðið mjög erfitt að vera heima, alltaf rifrildi. Þannig að ég hélt mig aðallega hjá vinkonu minni þar sem ég borð- aði og gisti. Vinkona mín var mjög hjálpleg og hefur góða innsýn inn í þunglyndi og skildi vel hvað ég var að ganga í gegnum.“ Á BUGL í fjóra mánuði „Þegar ég var 16 að verða 17 ára lenti ég í slagsmálum við mann- inn hennar mömmu og í fram- haldi af því þá komst ég loksins inn á BUGL. En við slógumst og ég meiddist á hnefanum og var færður upp á slysó. Þá fékk ég að tala við geðlækni og daginn eftir var ég kominn inn á BUGL. Ég var lagður inn í fjóra mánuði og það hjálpaði mér mikið, sérstaklega þarna í fyrsta sinn en ég var svo viðloðandi deildina til 18 ára aldurs. Ég var skilgreindur með alvarlegt þung- lyndi og kvíða og fékk kvíðatöflur og lyfið Fluoxedin mylan við því. Lyfið hafði þær aukaverkanir að ég fékk ofsjónir og ofheyrnir. En ég komst í rútínu og fékk sálfræð- ing og ráðgjöf og mér leið allavega mikið skár.“ Eftirfylgni hjá BUGL „Ég var í eftirfylgni hjá BUGL fram til 18 ára aldurs og hitti ráðgjafa þar reglulega sem tóku stöðuna á mér. Þau hjá BUGL kipptu mér inn nokkrum sinnum af því að ég var með stöðugar sjálfsmorðshugsanir og reyndar gleypti ég fullt af töflum og labbaði af stað eitthvað út í móa, en það gerðist ekkert nema að ég varð dálítið valtur á löppunum.“ Mamma setti mig út „Mamma mætti á fundi á BUGL og sagðist ekki vilja fá mig heim aftur. Ég flutti til ömmu þegar ég út- skrifaðist þannig að barnaverndar- nefnd kom aldrei að málinu. Þá var ég nýorðinn sautján ára. Ég held að ég hafi átt afmæli inn á BUGL, annars man ég það ekki. Ég er með mjög slæmt tímaskyn. Ég man ekki alveg hvað ég bjó lengi hjá ömmu minni áður en hún missti íbúðina í Hamraborg en ég held að það hafi verið tveir eða þrír mánuðir. Amma hafði ekki efni á íbúðinni sinni og flutti inn til dóttur sinnar og fjöl- skyldu hennar. Þá fór ég á götuna.“ Flutti inn til verkstjórans „Eftir að ég flutti frá ömmu hef ég ekki átt fastan samastað. Það komst óregla á allt, ég hætti að taka lyfin en þau fóru með dótinu hennar ömmu. Ég vann þá hjá Bortækni og fékk að búa hjá vini bróður eigand- ans. Það gekk alveg vel til að byrja með. Ég átti peninga og pantaði mér tíma hjá sálfræðingi sem ég hitti nokkrum sinnum. En svo fékk ég botnlangakast, varð mjög veikur og kvíðinn og missti svefn, en ég á það til að vaka allt upp í þrjá daga án þess að sofa ef ég er ekki með nein lyf og allt fer í rugl. Á end- anum læddist ég út af því að mér var farið að finnast mjög þrúgandi að búa hjá þeim og mæta ekki í vinnuna á morgnana. Mér leið ekki vel og fannst ég vera að misnota að- stöðu mína.“ Labbaði alla nóttina um Kópavog „Ég vissi ekkert hvert ég átti að fara, ég labbaði alla nóttina og beið eftir því að einhver myndi vakna sem ég gæti hangið með. Vinir mínir búa flestir í Kópavoginum og ég beið eftir því að komast inn eða fá þá út á rúntinn. Við erum flestir alltaf blankir og stundum gengur allt út á það að ná í bensínpeninga til þess að keyra á milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur og hlusta á músík. En ég er sjálfur ekki ennþá búinn að fá mér bílpróf.“ Ég komst ekki lengur á lappir Næst flutti Egill inn á Ottó, vin sinn í Engihjalla, og mömmu hans, sem er öryrki. Egill bjó hjá þeim í nokkra mánuði eða þangað til honum var skilað aftur út á götuna. „Mamma hans Ottós sagði að hún væri hrædd um að hún gæti aldrei náð mér á lappir aftur. Ég var búinn að reyna fá mér vinnu, var búinn að vinna í tvær vikur. En ég komst ekki á lappir því ég var í svo mikilli niðursveiflu. Hafði mig ekki í það að fara á fætur, engin lyf, engin sálfræðingur, ekki neitt. Ég er bara inni, sef og borða nánast ekkert. Ég hef lést um 20 kíló á tveimur árum. Af því að ég hef ekki átt peninga og borðað óreglulega.“ Allt er þegar þrennt er Þegar Egill flutti frá Ottó, vini sínum, var hann veikur með flensu og mjög máttfarinn. Þetta var í des- ember og hann þvældist nokkrar nætur peningalaus og allslaus um Kópavoginn og læddi sér inn til vina sinna þegar líf vaknaði í kunn- uglegum gluggum. Þannig liðu nokkrir dagar þangað til vinir hans voru ráðþrota með hann fárveikan á rúntinum í aftursætinu og fóru að lokum með Egil upp í Kríuhóla til Rósu, mömmu vinar hans. Rósa er öryrki og býr með tvo drengi á tvítugsaldri í Kríuhólum. Annar þeirra er Markús, besti vinur Egils. Rósa bjó um Egil í kompuher- berginu í íbúðinni þeirra sem hún er reyndar búin að setja á sölu af því hún hefur ekki efni á því að búa í Reykjavík og ætlar að flytja út á land þar sem leigan er viðráðanleg. Egill lagðist fyrir í úlpunni sinni í nokkra daga þangað til sóttin rjátl- aðist af honum og Rósa gat tekið hann tali. Hún benti honum á Féló og hjálpaði honum að panta viðtal sem hann fékk í upphafi árs „Ég er alltaf að reyna að segja honum Agli að fyrst verði hann að koma heilsunni í lag áður en hann fer að vinna, en ekki öfugt.“ Egill fékk 130 þúsund króna í styrk hjá Féló í febrúar og bíður eftir því að fá svar hvort að hann komist að hjá VIRK í endurhæfingu. Samtalsmeðferð Egill vill komast í samtalsmeðferð sem hann telur vera lykilatriði fyrir bata sinn. Hann fór til heimilis- læknisins síns til þess að fá vottorð upp á tíma hjá sálfræðingi. Læknir- inn ráðlagði Agli að fara aftur á gömlu lyfin og sjá svo til. Á Íslandi er samtalsmeðferð hjá sálfræðingi, geðlækni eða öðrum fagaðila ekki niðurgreidd eins og í nágranna- ríkum okkar. Í mörgum ríkjum Bandaríkjanna er samtalsmeð- ferð jafnvel hluti af almannatrygg- ingakerfinu og jafn aðgengileg og heimilislæknar eða jafnvel betur. Hér á landi kostar tími hjá sálfræð- ingi 8-15 þúsund krónur. Egill segist þurfa allavega tvo tíma á viku til þess að ná árangri, sem eru 32-60 þúsund krónur á mánuði. Mánaðar- skammtur af lyfjum kostar 8000 krónur og viðtal við heimilislækni kostar 3000 þúsund krónur. Þá á Egill eftir að borga húsnæði og uppihald. Draumar Egils „Þegar maður er þunglyndur þá dettur manni ekkert í hug sem er gott í lífinu. En mig langar í eigið húsnæði eða stað þar sem ég get búið og mig langar að læra bifvéla- virkjun og vinna við það,“ segir Egill í nýjum notuðum skóm sem hann fékk gefins frá stóra bróður Markúsar. Egill fékk afnot af kompu heima hjá mömmu vinar síns í Kríuhólum þangað til að hann ræður bót á hús- næðismálum sínum. Ég man ekki alveg hvað ég bjó lengi hjá ömmu minni áður en hún missti íbúðina í Hamraborg en ég held að það hafi verið tveir eða þrír mánuðir. Amma hafði ekki efni á íbúðinni sinni og flutti inn til dóttur sinnar og fjölskyldu hennar. Þá fór ég á götuna.“ 30 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016 byko.is hvernig grilltýpa ERt þú? Við gefum einum heppnum facebookvini okkar eitt grill af þessum þremur. drögum út 4.apríl Í LETTLANDI RIGA Riga er meira en 800 ára gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútimaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin – söfn eða fallegar byggingar, listviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði – þá finnur þú það í Riga. Í Riga má finna eitt mesta samansafn af Art Nouveau eða Jugend byggingarlist. Þá er næturlíf Riga orðið þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að. VERÐ FRÁ 94.800.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 lÍs en ku ALPARNIR s SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg. 11.995 kr. 9.596 kr. MONTANA, 3000mm vatnsheld 2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr. 30% SNJÓBRETTAPAKKAR Góðar fermingargjafir FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727 alparnir.is Tollalækkun Salomon skór á enn betra verði en áður! Verð áður 49.995 kr. nú 39.995 kr. Salomon Quest Origin GTX Stærðir 36-48 ÖFLUGRI EN HEFÐBUNDNAR OME GA-3 OLÍUR TM Bioglan Calamari Healthy May V4.indd 1 23/05/2014 16:23 Rannsóknir sýna að Omega-3 olía: • Stuðlar að heilbrigðari heilastarfsemi • Bætir minni og einbeitingu • Vinnur gegn elliglöpum • Er nauðsynleg fyrir eðlilegan þroska og starfsemi líkamans Útsölustaðir: Fæst í öllum helstu apótekum, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum, Heimkaup.is og Heilsutorgi Blómavals www.balsam.is Calamari Gold inniheldur einstaklega mikið af Omega-3 (DHA): • 5 x meira af omega-3 (DHA) en þorskalýsi • 3 x meira af omega-3 (DHA) en fiskiolía

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.