Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 50
BLÁR APRÍL Styrktarfélag barna með einhverfu #blarapril 902 1010 Dagur, 9 ára. Hlaupið um allt Það er að ýmsu að hyggja þegar tímabil útihlaupa rennur upp. Þegar snjóa fer að leysa kemur fiðr- ingur í marga fætur. Það er freistandi að stökkva út og byrja bara að hlaupa um allar trissur eins og þindarlaus létt- fætt hind en það er ekki mjög raunhæft fyrir þau sem eru ekki eru í þjálfun. Hins vegar er hægt að koma sér hægt og rólega í þannig form að 10 kílómetrarnir í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar verði leikur einn. Margt ber þó að varast og að ýmsu að hyggja. Hér eru nokkur atriði. ■ Fáir byrja strax á því að hlaupa. Langflestir byrja á kröftugri göngu og hlaupa á milli. Það er ekki uppgjöf að stoppa inn á milli og ganga – það er eðlilegur hluti af ferlinu. Mörg „öpp“ eru til sem hjálpa þér til við að komast af stað og halda skrá yfir hlaupin, til dæmis Runkeeper, Couch to 5k og Endomondo. ■ Skórnir skipta ótrúlega miklu máli. Það þarf ekki endilega að kaupa það nýjasta og besta en það skiptir máli að þeir passi vel. Þegar þú ert komin/n í skóinn, en ekki búin/n að reima að áttu að gera smeygt hælnum nokkuð auðveldlega upp úr skónum. Það á ekki að vera þrýst- ingur á ristina þannig að ef ristin er há þarf mögulega að kaupa skó sem henta því fótlagi. Fáið ráðgjöf hjá vönu fólki í íþróttaverslunum. Það er ekkert svo gáfulegt að panta hlaupaskó af netinu – þú þarft að vera heimsins heppnasti hlaupari ef það reynist happadrjúgt. ■ Hlaupafötin skipta kannski ekki alveg eins miklu máli, til að byrja með í það minnsta. Það þarf bara að passa að vera ekki í neinu óþægi- lega víðu sem getur þvælst fyrir þér á hlaupunum eða of þröngu sem getur rúllast upp eða niður á miðjum hlaupum. Það sem er kannski mikilvægast, hvað fatnað- inn varðar, er að konur séu í þægi- legum íþróttatopp til þess að halda brjóstunum í skefjum. ■ Það er ótrúlegt hvað það getur breytt miklu að hafa góða tónlist í eyr- unum sem hefur drífandi áhrif á þig. Rannsóknir hafa hreinlega sýnt að örvandi tónlist, sem hlauparanum þykir skemmtileg og hvetjandi, getur bætt árangurinn. Ef þið gúgglið „best running songs“ kemur upp fjöldi lista yfir lög sem hafa verið kosin bestu lögin til þess að hlaupa við. ■ Hraðinn er ekki aðalmálið heldur rétt líkamsstaða og taktur. Farið á youtube og sláið inn „proper runn- ing form“ til þess að sjá hvernig best er að bera sig að. Það er alltaf gott að vera með markmið þegar kemur að hlaupum. Margir nota hin ýmsu skipulögðu hlaup sem gulrót og reyna að vera búnir að ná ákveðnum ár- angri á tilsettum tíma. Þeir sem eru lengra komnir fara stundum til útlanda að keppa í maraþoni en á Íslandi eru líka fjölmörg hlaup sem gaman er að taka þátt í. Á sumardaginn fyrsta, 21 apríl, fer Víða- vangshlaup ÍR fram. Tveimur dögum síðar fer Vormaraþon Félags maraþonhlaupara fram. Þann 7. maí verður mikil hlaupahátíð þegar Víðavangshlaup Íslands 2016 verður hlaupið og svo er það að sjálfsögðu Reykja- víkurmaraþonið þann 20. ágúst en margir eru nú þegar farnir að æfa fyrir það. Þessi hlaup eru aðeins lítið brot af þeim hlaupum sem hlaupin verða í ár og hægt er að velja um fjölmargar vegalengdir, bæði innan bæjar og eins uppi um fjöll og firnindi, allt eftir getu og áhuga hvers og eins. Yfirlit yfir flest hlaup á Íslandi má finna á hlaup.is. Komdu þér af stað Mynd | NordicPhotos/Getty www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. 50 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016 Heilsutíminn CURCUMIN Gullkryddið Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í með liðagigt. „Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan mánuð þegar ég missti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.” LIÐIR – BÓLGUR – GIGT Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni balsam.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.