Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 48
Unnið í samstarfi við Sæta svínið
Í dásamlega fallegu rauðu bárujárns-húsi við Ingólfstorg hefur verið opn-aður „gastropub“ á fjórum hæðum; Sæta svínið. Ásthildur Bára Jensdóttir
er rekstrarstjóri Sæta svínsins. „Við erum
með góðan mat, margar tegundir af
skemmtilegum bjór og góða kokkteila í
léttu barumhverfi,“ segir hún.
Matseðillinn samanstendur af réttum
með alþjóðlegu ívafi en íslenska matar-
hefðin er ekki langt undan. Meðal þess
sem er að finna á fjölbreyttum matseðl-
inum eru flatkökur með léttgrafinni
bleikju, djúpsteiktar saltfiskkrókettur,
hrefna og kleinur. Allt er þetta borið fram
á nýstárlegan og framandi hátt með
fersku hráefni sem kitlar bragðlaukana.
Áhersla á létta stemningu á Sæta
svíninu er allsráðandi. „Hér eru engar
reglur og fólk má hafa þetta eins og
það vill. Þú getur komið og fengið þér
bjór og barsnakk eða þriggja rétta
máltíð og keypt vínflösku með; eða
kannski bara einn kokkteil,“ segir
Ásthildur.
Boðið er upp á hádegismat á Sæta
svíninu frá 11.30 til 14.30 og kvöldverð
frá 17 til 23.30. Þess á milli er hægt að
fá barsnakk og minni rétti.
Nafnið á staðnum vekur jafnan
athygli. „Þetta byrjaði sem vinnuheiti
en festist svo bara við staðinn þannig
að það var ákveðið að halda því,“ segir
Ásthildur. Sömu aðilar reka Sæta svínið
og Tapasbarinn, Sushi Samba og Apotek
Kitchen and Bar þannig að innanbúðar
er mikil reynsla af happasælum rekstri.
Kynningar | Matartíminn AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Létt stemning á Sæta svíninu
Frábær matur og drykkir í fallegu umhverfi
Ásthildur segir að gestir sammælist allir um að andrúmsloftið sé
einstaklega létt og skemmtilegt á Sæta svíninu.
Þetta rauða bárujárnshús sem hýsir svínið
sæta er einstök prýði fyrir miðbæinn.
Unnið í samstarfi
við Massimo og Katia
Á Laugarásveginum er að finna ekta ítalskan veitingastað sem hjónin Massimo og Katia reka. Staðurinn ber nafnið
Massimo og Katia og þar er boðið
upp á ekta ítalskan heimilismat.
Hjónin Massimo og Katia reiða
fram handgert pasta og heimabakað
brauð á hverjum degi. Allt er búið til
á staðnum og því er maturinn eins
ferskur og helst verður á kosið.
„Við gerum bæði pasta fyrir veit-
ingastaðinn og svo er hægt að kaupa
ferskt pasta í kílóavís og elda heima,“
segir Katia. Þau eru bæði með venju-
legt pasta sem og fyllt pasta.
Á veitingastaðnum er einnig að
finna ýmsar innfluttar vörur, svo sem
kex, ólífur, olíur og girnilega osta á
borð við parmeggiano og gorgonzola.
„Brauðið okkar er einnig allt
bakað hér og fylgir með öllum okkar
réttum,“ segir Katia.
Þá er hægt að fá tilboð hjá þeim
fyrir afmæli eða önnur tilefni. „Við
sjáum um að reiða fram ekta ítalska
veislu fyrir öll tilefni,“ segir Katia áður
en hún hverfur aftur til starfa.
Ekta ítalskt brauð og pasta
Ítalskur matur á frábæru verði hjá Massimo og Katia á Laugarásveginum
2 fyrir 1 á lasagne
Næstu 2 vikur er 2 fyrir 1 tilboð
á gómsætu lasagne á aðeins kr.
1.450. Hjónin Massimo og Katia
reiða fram handgert pasta og
heimabakað brauð á Laugarás-
veginum. „Við gerum bæði pasta fyrir veitingastaðinn og svo er
hægt að kaupa ferskt pasta í kílóavís og elda heima.“
48 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016
LAGER
SALA
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
1.-2. apríl