Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 22
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Í Fréttatímanum í dag er fjallað um matarsóun, sem er mikið samfélagslegt mein.Fæðukerfi okkar Vestur- landabúa er alvarlega gallað. Það veldur gríðarlegri sóun, gengur freklega á auðlindir jarðar, fer illa með dýr, er drifið áfram af lágum launum og í vaxandi mæli á man- sali og þrælakjörum, býr til sætan og óhollan mat og skaðar heilsu neytendanna. Auðvitað á þessi hörmungarlýsing ekki við um alla matarframleiðslu eða -sölu. Það er margt ágætlega gert í landbúnaði og matvælaverslun. En hörm- ungarkeðjan hér að framan er eftir sem áður meginþráður mat- vælaframleiðslu á Vesturlöndum og í vaxandi mæli í iðnvæddum hlutum annarra heimsálfa. Iðnvæddur landbúnaður gengur sífellt harðar á auðlindir jarðar og fer sífellt verr með dýrin. Meðferð- in er slík að fólk missir matarlystina þegar það sér aðbúnað húsdýra. Af þeim sökum er þess gætt að fela matvælaframleiðslu og að myndir og frásagnir af aðbúnaði dýra og framleiðsluferli leki ekki út. Maður- inn er þannig einangraður frá nátt- úrunni og landbúnaðinum; ekki vegna þess að nútímamaðurinn hafi fjarlægst uppruna sinn heldur vegna þess að landbúnaðurinn hefur fjarlægst uppruna sinn og þar með náttúruna. Það sem áður var landbúnaður er að stóru leyti iðn- aður í dag þar sem framleiðsluferlið byggir á innkaupum aðfanga og úr- vinnslu úr þeim en ekki hefðbund- inni sjálfbærri ræktun. Iðnvæðing matarins hefur líka breytt aðstæðum starfsfólksins. Undir plastbreiðum Almeríu á Spáni er stundað nútíma þræla- hald þar sem innflytjendur frá Afríku þræla frá morgni til kvölds við að uppskera paprikur, tómata og annað grænmeti. Hér heima hafa bændur freistast til að nota sjálfboðaliða til að halda fram- leiðslukostnaði niðri. Þótt réttlæta megi það í einhverjum tilfellum eru mýmörg dæmi þess að slíkt fyrirkomulag jaðri við misnotkun og nokkur sem komið hafa til kasta lögreglu vegna gruns um mansal. Störf við verslun hafa líka orðið einhæfari og verr launuð með tím- anum. Öll matarkeðjan er vörðuð láglaunastörfum. Samkvæmt hag- tölum bænda getur fjölskylda vart skrimt á sauðfjárbúi í dag. Offita og önnur heilsumein vegna óholls matar eru að taka við af tóbakreykingum og áfengis- neyslu sem umfangsmesta og dýrasta heilsumein á Vesturlönd- um. Segja má að offita sé faraldur á Vesturlöndum og ekki síst á Ís- landi. Þessi faraldur reis í kjölfar iðnvæðingar matvælaframleiðslu og stórmarkaðsvæðingar sölunnar. Sú umbylting gerbreytti matnum okkar. Fátt af þeim mat sem sligar hillur stórmarkaða í dag var á boð- stólum fyrir aðeins tuttugu til þrjá- tíu árum. Sá matur sem minnir á mat fyrri tíðar er unninn á annan hátt með öðrum efnum og á allt öðrum stöðum. Ofan á þetta bætist síðan að þetta kerfi veldur gríðarlegri sóun. Þótt við lítum framhjá ágengni á náttúruauðlindir, illri meðferð dýra og starfsfólks og heilsuskað- legum afurðum þá sóar kerfið sjálft um 3 krónum af hverjum 10. Það míglekur peningum. Jafnvel þeir sem neita að horfast í augu við óbeinan kostnað vegna náttúruspjalla og dýraníðs, illrar meðferðar starfsfólk sem býr við skort og umfangsmikils heilsu- skaða vegna lélegrar matvöru sem skerðir lífsgæði og styttir líf milljóna manna; það fólk verður samt að horfast í augu við að kerfið er óhagkvæmt og vitlaust. Nánast geggjað. En hvernig stendur á þessu? Ég ætla ekki að þreyta ykkur á út- skýringum á því hvernig einsýni getur á skömmum tíma eyðilagt samfélög og mikil menningar- verðmæti. Með því að beita aðeins einni mælistiku á mat, hversu ódýr hann getur orðið; var öllum hefðum rutt út úr landbúnaði, matvælaframleiðslu og sölu og allt kerfið aðlagað að þessari einu kröfu; að maturinn yrði eins ódýr og mögulegt væri. Auðvitað varð maturinn ekki ódýr. Ef náttúruspjöll, ill með- ferð dýra og starfsfólks, skaðinn af löngum flutningsleiðum og einhæfri ræktun, kostnaðarsamt borgarskipulag í kringum risa- verslanir og margt fleira er tekið með í jöfnuna er niðurstaðan sú að nýi, ódýri maturinn er ekki ódýrari. Hann er bara verri og skaðlegri. En áhugaverðari spurning er kannski þessi: Hvers vegna kemur það okkur á óvart að matarkerf- ið, sem hefur orðið til á síðustu áratugum, skuli vera svona galið? Hvers vegna höfum við verið svo blind í framfaratrú okkar að við gerum alltaf ráð fyrir að hið nýja hljóti að vera betra en það gamla? Gunnar Smári HIÐ NÝJA ER EKKI ALLTAF FRAMFÖR Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. 22 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016 GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október. VERÐ FRÁ 89.000.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.