Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 18
Áður en ensk aganefnd svipti Squier lækningaleyfi á dögunum hafði breska dómskerfið nötrað vegna ásakana hennar um að helmingur dóma í barnahristingsmálum væri rangur. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Í byrjun marsmánaðar komst bresk aganefnd um störf lækna, The Medi­ cal Practitioners Tribunal Service, MPTS, að því að Waney Squier hefði afvegaleitt dómstóla með áliti sínu í nokkrum dómsmálum. Hún hefði lagt fram óábyrg sönnunargögn sem ekki væru innan sérfræðisviðs hennar. Squier hefur skilað mats­ gerðum í 150 til 200 dómsmálum sem tengjast dauða ungra barna frá því á miðjum tíunda áratugnum. Nefndin skoðaði álit hennar í sex dómsmálum þar sem dauðsföll fimm barna voru til umfjöllunar. Í öllum málunum var það mat Squier að börnin hefðu getað látist af öðru en hristingi af mannavöldum. Nið­ urstaða nefndarinnar hefur ver­ ið harkalega gagnrýnd í breskum fjölmiðlum og hafa læknar og sér­ fræðingar stigið fram og sagt hana hræsnislega tilraun til að þagga nið­ ur í framsæknum fræðimanni. Vin­ ir og samstarfsfélagar Squier hafa komið henni til varnar og sagt hana hafa valdið miklum usla í fræðasam­ félaginu með fádæma hugrekki sínu. Hún hafi þorað að taka mið af ný­ legum rannsóknum, jafnvel þó þær kúventu hennar eigin kenningum. 25 læknar, taugasérfræðingar, lögfræðingar og fræðimenn hafa risið upp gegn aganefndinni og skrifað mótmælabréf til fjölmiðla. Þeir segja að með ákvörðun nefnd­ arinnar sé stóraukin hætta á að fólk sem grunað er um að hafa banað börnum með hristingi, verði rang­ lega sakfellt. Aganefndin hafi það eina markmið að þagga niður í ein­ um merkasta sérfræðingi á þessu sviði, sem berst fyrir hertri sönnun­ arbyrgði í slíkum málum og hefur fengið fjölmörg mál endurskoðuð í ljósi nýrra rannsókna. Um deiluna hefur verið skrifað í öllum stærstu fjölmiðlum Bretlands á undanförn­ um dögum. Meðal þeirra sem leggja máli Squier lið, er rannsóknarblaðamað­ urinn Susan Goldsmith sem unnið hefur að heimildarmyndinni The Syndrome í átta ár en hún verður frumsýnd í Bretlandi 15. apríl. „Ég er algjörlega miður mín yfir þessu,“ sagði Waney Squier í við­ tali við breska fréttaskýringaþátt­ inn Panorama á BBC fyrr í mán­ uðinum. „Ég gerði eins vel og ég gat og veitti álit sem ég byggði á áralangri reynslu minni. Ég lagði fram bestu sönnunargögn sem ég fann máli mínu til stuðnings. Niður­ staða nefndarinnar þýðir að læknar og aðrir sérfræðingar sem veita álit við dómsmeðferð, taka stórkostlega áhættu. Og ef þeir veita umdeilt álit eiga þeir á hættu að missa vinnuna.“ Naut mikils trausts Lengi vel þótti hafið yfir allan vafa að Waney Squier væri einn færasti sérfræðingur Bretlands til að veita álit þegar grunsemdir vöknuðu um að börn hefðu verið hrist til dauða. Í þrjátíu og fimm ár starfaði hún við John Radcliff sjúkrahúsið í Oxford og stundaði rannsóknir á þróun barnsheilans. Hún var dómkvadd­ ur matsmaður í þekktustu Shaken Baby Syndrome málum sem upp hafa komið í Bretlandi. Greining á Shaken Baby Syndrome byggir á þremur einkennum; bólg um í heila, blæðing um á milli höfuðkúpu og heila og blæðing um á sjón himnu. Slíkt hef ur verið nefnt barna hrist­ ing ur á ís lensku. Squier var aðalsérfræðivitni ákæruvaldsins í hinu margumtal­ aða máli gegn Lorraine Harris árið 2000. Harris var sökuð var um að hafa hrist Patrick, son sinn fjögurra og hálfs mánaðar, með þeim afleið­ ingum að hann lést. Helsta vopn ákæruvaldsins í málinu var skýrsla Waney Squier sem fullyrti að dreng­ urinn hefði látist af völdum Shaken Baby Syndrome eða barnahristings. Skipti um skoðun á greiningunni Árið 2001 skipti Waney Squier hins­ vegar um skoðun á Shaken Baby Syndrome greiningum. Í viðtali við Elínu Hirst, sem birt­ ist í Nýju lífi árið 2011, sagði Squier; „Líftæknilegar rannsóknir hafa sýnt að áhrif hristings á heila barns eru mun minni en til dæmis ef barnið dettur, þrátt fyrir að fallið sé ekki hátt, eða verður fyrir höggi. Margt bendir nú til þess að áhrifin af því að hrista barn geti ekki valdið þeim skaða innan höfuðkúpunnar sem áður var talið. Fjölmargir dómar sem kveðnir hafa verið upp á for­ sendum fyrri skilgreininga á Sha­ ken Baby Syndrome eru nú til end­ urskoðunar í Bretlandi.“ Uppnám í fræðasamfélaginu Sérfræðingur í Shaken Baby Syndrome setti allt á annan endann í Bretlandi. Kippt úr umferð vegna sannfæringar sinnar Waney Squier Breski taugasérfræðingurinn sem nýlega kúventi dómsmáli íslensks dagföður með áliti sínu, á svakalega sögu í bresku réttarkerfi. Nú er hart barist um hvort réttmætt hafi verið að svipta hana lækningaleyfi. Lorrine Harris. byko.is Hjólin eru komin! 18 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.