Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 19
Staðreyndir um Waney Squier Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni D agskrá Ávörp: Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Hvað vill atvinnulífið? Niðurstöður nýrrar könnunar meðal stjórnenda Hvað er Seðlabankinn að hugsa? Már Guðmundsson, seðlabankastjóri Framtíðarríkið Ísland: Peningastefna og ríkisfjármál. Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics. Viðbrögð: Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA bregðast við því sem hefur komið fram á fundinum. RADDIR ATVINNULÍFSINS Hópur stjórnenda leggur orð í belg um peningamálin og draumastarfsumhverfið. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já, Kristín Pétursdóttir, forstjóri Mentor, Heiðar Guðjónsson, fjárfestir, Björg Ingadóttir, fatahönnuður í Spakmannsspjörum, Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins og Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN. Fundarstjóri er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Gestir fá nýtt rit SA um peningastefnu Íslands. Netagerð við höfnina að loknum fundi kl. 16-17, tónlist og tilheyrandi. Skráning á www.sa.is #SA2016 ■ Waney Squier var taugasérfræðingur við John Radcliff sjúkrahúsið í Oxford í 35 ár. ■ Hún var helsti sér- fræðingur breskra dómstóla í Shaken Baby Syndrome, eða barnahristingi. ■ Álit hennar leiddi til sakfellingar Lorrine Harris sem sökuð var um að hrista son sinn til dauða árið 2000. ■ Rannsóknir Geddes á dauðsföllum ungra barna frá árinu 2001 urðu til þess að Squier skipti um skoðun á Shaken Baby Syndrome. Hún taldi að þær sýna fram á að greining Shaken Baby Syn- drome væri ófull- nægjandi. Því kynni helmingur dóma í barnahristingsmál- um að vera rangur. ■ Eftir viðsnúninginn veitti Squier nýtt álit í máli Lorrine Harris og var dómurinn yfir henni ógiltur. ■ Í kjölfarið fór Squier að beita sér fyrir því að fá þá sýknaða sem hún hafði áður átt þátt í að sakfella með sér- fræðiáliti sínu. ■ Sigurður Guðmunds- son, íslenskur dag- faðir, var árið 2001 dæmdur í 18 mán- aða fangelsi fyrir að hafa hrist níu mán- aða gamalt barn til dauða. ■ Lögmaður íslenska dag- föðurins fékk Waney Squier til að skoða krufningarskýrslu barnsins. ■ Í júní 2015 féllst endurupptöknefnd á að heimila endur- upptöku á máli dag- föðurins. ■ Í mars 2016 tilkynnti The Medical Practi- tioners Tribunal Service, MPTS, að því að Squier hefði afvegaleitt breska dómstóla og farið út fyrir sérfræðisvið sitt í áliti sínu. Hún var því svipt lækninga- leyfi. ■ Lögmaður íslenska dagföðurins fullyrðir að álit endurupp- tökunefndar standi óbreytt. Til standi að fá málið tekið upp að nýju í von um að hreinsa mannorð dagföðurins. Vísaði Squier í rannsóknir Ged- des frá árinu 2001. „Þær sýndu að börn sem talin voru hafa látist af völdum áverka af mannavöldum, vegna hristings, og sýndu áður- nefnd þrjú einkenni sem talin hafa verið grundvöllur heilkennisins SBS, létust í raun af völdum heila- bjúgs og súrefnisskorts en ekki vegna skemmda og rofs á taugavef í heila. Þetta var afar mikilvægt at- riði og vakti spurningar um hvort barnið hefði orðið fyrir áverkum af mannavöldum yfirleitt.“ Íslenskur dagfaðir til rannsóknar Um svipað leyti var andlát níu mán- aða gamals barns til rannsóknar á Íslandi. Miðvikudaginn 2. maí árið 2001 var kallað á sjúkrabíl laust eftir klukkan 17 á heimili íslenskra dagforeldra í Kópavogi. Níu og hálfs mánaðar gamall drengur, sem þar var í gæslu, var fluttur meðvitund- arlaus á bráðamóttöku Landspít- alans í Fossvogi. Rannsóknir sem gerðar voru á drengnum þennan sama dag leiddu í ljós blæðingar undir heilahimnu, vaxandi bjúg- myndun í heila og blóðsöfnun í augnbotnum. Töldu læknar ein- kennin samrýmast Shaken Baby Syndrome. Barnið lést 42 klukku- stundum síðar. Dagfaðirinn, Sigurð- ur Guðmundsson, var í Hæstarétti dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Sannað þótti að drengurinn hefði verið hristur til dauða. Kúvending í Harris-málinu Lorrine Harris hélt ávallt fram sak- leysi sínu en var dæmd í þriggja ára fangelsi. Hún varð barnshafandi á ný en neyddist til að gefa barnið til ættleiðingar vegna þess að barns- faðir hennar yfirgaf hana og báðir foreldrar hennar létust á meðan hún afplánaði dóminn. Mál Lorr- ine var tekið upp að nýju árið 2005. Þá viðurkenndi Squier fyrir dómi að sú aðferðafræði sem hún not- aði til að greina Shaken Baby Syn- drome, hefði verið röng. Í kjölfarið var dómurinn yfir Lorrine ógiltur. Eftir að Squier hafði verið til um- fjöllunar í breskum fjölmiðlum, árið 2011, veitti hún Elínu Hirst viðtal í Nýju lífi og svaraði nokkrum spurn- ingum um mál íslenskra dagföður- ins. Í kjölfarið hafði lögmaður dag- föðurins, Sveinn Andri Sveinsson, samband við hana og óskaði eftir að hún skoðaði krufningarskýrslu drengsins sem lést. Álit Squier var að ekki væri hægt að fullyrða að drengurinn hefði látist af völdum hristings. Álit hennar var notað til að óska eftir endurupptöku máls- ins. Þann 15. júní 2015 féllst endur- upptökunefnd á að álitið kollvarpaði forsendum dómsins í málinu og því mætti ný málsmeðferð fara fram. Waney Squier. Niðurstaða nefndar- innar þýðir að læknar og aðrir sérfræðingar sem veita álit við dómsmeðferð, taka stórkostlega áhættu |19FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.