Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 28
Myndir | Alda Lóa KRINGLUNNI • SÍMI 568 9400 • BYGGTOGBUID.IS Sérfræðingur frá Le Creuset kynnir nýjar vörur í Byggt og Búið milli kl. 3 og 5 á morgun laugardag. 20% afsláttur af öllum Le Creuset vörum föstudag-sunnudag. Egill Andri Gíslason hefur búið á götunni í eitt og hálft ár. Hann hefur þvælst á milli vina sem hafa skotið yfir hann skjólshúsi. Hann er ekki vímuefnaneytandi og forðast öll hugbreytandi efni nema þau sem honum er ráðlagt að taka af læknisráði. Vegna fátæktar hefur hann verið lyfjalaus og án með- ferðarúrræðis síðan BUGL sleppti af honum hendinni á 18 ára afmælisdeginum í fyrra. Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Fyrir tíu ára aldur hafði Egill Andri Gíslason búið í öllum blokk- unum í Engihjalla, nema númer níu. Hann flutti á milli leiguíbúða með móður sinni, systur, ömmu og móðursystur en lengi framan voru þau fimm í íbúð. Hann hefur ekkert heyrt af föður sínum í mörg ár. „Pabbi sótti mig og systur mína á um helgar þangað til að ég varð 11 ára. Þá voru pabbahelgar og við gistum í studíóíbúðinni hans niðri í bæ og hann reyndi að elda fyrir okkur eftir uppskriftum á google. En oftast hljóp hann út í sjoppu, sem var hinum megin við götuna, og sótti langlokur og gos. Pabbi er svona „head bang“ týpa og „heavy metal scream“ með hring í nefinu og eyrunum og með sítt hár. Hann á krakka út um allt en við vorum einu börnin sem hann var í sam- bandi við. Hann býr núna í út- löndum einhversstaðar, ég veit að hann var um tíma í Noregi. Hann er á Facebook og hann hefur komið inn af og til, sagt hæ og bæ en hann skráir ekki hvar hann er staddur eða svoleiðis. Hann er alltaf eitthvað rosa upptekinn. Hann hefur verið að tattúera síðan ég man eftir mér og vann lengi á tattú-stofunni á Laugavegi 69, fyrir neðan Hókus Pókus.“ Hálfkláraður úlfur Egill er með úlf tattúeraðan á vinstri handlegg. „Ég lét gera þetta fyrir tveimur árum en ég á eftir að láta klára það, ég hef bara ekki haft efni á því. Hérna vantar skygg- ingu bak við úlfinn,“ segir Egill og réttilega. Þá er næturhúmið, eða skyggingin sem ber við höfuð úlfsins, hálfklárað. „Maðurinn sem gerði þetta þekkir pabba og hann gat sagt mér fréttir af honum sem voru ekki sérlega góðar. En ég held ekki að pabbi sitji inni neinsstaðar þótt að hann hafi verið í slagtogi við þannig fólk. Ég held að ég hefði frétt af því.“ Erfitt skap eins og foreldrarnir „Mamma er alls ekki svona rokk- aratýpa, þvert á móti, samt eru fullt af svona „hells angels“ rokk- urum í fjölskyldunni hennar. Hún er bókari og kláraði nám meðan ég bjó ennþá heima. Hún getur verið rosalega mislynd og var alltaf að skipta um vinnu, ég veit ekki hvort það tengist skapinu. Foreldrar mín- ir eru báðir skapstórir, sagan segir að þegar ég var lítill hafi pabbi mis- stigið sig og runnið til þegar hann steig á leikfang sem ég skildi eftir á gólfinu. Þá hafi hann í bræði sinni kastað mér í sófann og hent niður sjónvarpi í leiðinni. Svipað get ég sagt um móður mína sem tryllist við minnsta tilefni en hún hefur ekki beitt mig líkamlegu ofbeldi. En hún var alltaf öskrandi á okkur systur mína. Allt sem við sögðum var véfengt og gert tortryggilegt þannig að samskiptin voru algjör steypa. Það voru bara alltaf rosaleg átök heima, allir öskrandi.“ Gekk illa að einbeita mér í skóla „Við fluttum úr Engihjalla í Smára- hverfið þegar ég var tíu ára. Þá var mamma búin að kynnast manni sem flutti inn til okkar. Upp frá því fór mér að líða alveg ömurlega. Ég kláraði samt grunnskóla en með lélegum einkunnum. Ég átti mjög erfitt með einbeitingu í skóla og all- an lestur, en það var aldrei athugað hvort að ég væri lesblindur. Ég hélt samt áfram í skóla og kláraði tvær annir í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Planið var að klára bifvélavirkjun. Þar gekk mér vel með verklega þáttinn en ömurlega með bóklega námið.“ Trúðu ekki veikindum mínum „En í framhaldsskóla var ég orðinn mjög veikur. Ég vildi helst ekki fara út og gat ekki verið meðal fólks. Ég vildi bara hanga einn inni í herbergi eða fara út að labba með heyrnartólin mín, sem ég geri reyndar mjög mikið af ennþá. Ég bað oft um hjálp, ég vissi sjálfur að ég væri ekki heilbrigður og að ég þyrfti á hjálp frá sálfræðing eða geðlækni. Mamma skildi það ekki og sambýlismaður hennar, sem er þunglyndur, sagði að hann þekkti þunglyndi og að ég væri ekki með Samtalsmeðferð er lykilatriði Fátækt Það er ekki bara skömmin sem vill fela fátæktina í samfélaginu heldur ríkir hagsmunir líka. Við erum sann- færð um að fátæktin sé ekki samfélagslegt mein heldur sök hins fátæka. Fréttatíminn heldur áfram að skoða líf og veröld hinna fátæku. Í desember þvældist Egill úti í nokkrar nætur, peningalaus og allslaus. Hann beið til morguns eftir því að vinir hans vöknuðu og hleyptu sér inn. ... ég hélt mig aðallega hjá vinkonu minni þar sem ég borðaði og gisti. Vin- kona mín var mjög hjálpleg og hefur góða innsýn inn í þunglyndi og skildi vel hvað ég var að ganga í gegnum. 28 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.