Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 10
Með því að draga úr matarsóun gætum við ekki aðeins brauðfætt þann hluta mannkyns sem sveltur heldur einnig dreg- ið verulega úr mengun. Um 70% allrar vatnsnotkunar jarðar og 80% land- og skógar- eyðingar fer í að framleiða mat og í raun er hægt að segja að matvælaiðnaðurinn gæti eytt þriðjungi minna af landi, vatni, olíu og mengandi áburði en hann gerir núna. Þar að auki koma um 30-35% mengandi gróðurhúsalofttegunda frá mat- vælaiðnaði og við það bætist allt metangasið úr rotnandi úrgang- inum sem er einn helsti orsaka- valdurinn í hlýnun jarðar. Ef gert er ráð fyrir að losun á hvern íbúa á Íslandi sé sam- bærileg meðallosun á hvern íbúa Evrópu þá er losun frá matarsóun Íslendinga á ári hverju rúmlega 200 Gg kol- díoxíðígilda. Það eru um 5% af árlegri heildarlosun Íslands árið 2013, eða tæplega helm- ingur losunar vegna fiskveiða (473 Gg). Matvælaframleiðsla er umhverfismál sem allir ættu að láta sig varða. Í september í fyrra lét Um- hverfisstofnun gera könnun meðal Íslendingar á aldrinum 18-75 ára á viðhorfi til mat- arsóunar. Þegar spurt var um ástæður þess að fólk henti mat svöruðu flestir því að hann væri útrunninn, 29%, eða að gæði hans væru ónóg, 25%. Nið- urstöður könnunarinnar sýna auk þess að neytendur vilja minnka matarsóun, ekki síst til að spara peninga, en á sama tíma virðist fólk ekki kunna að áætla innkaup né nýta afganga, svo þar virðist vera verk að vinna. Auk þess að vera siðferðis- lega röng á tímum þegar stór hluti mannkyns sveltur og að ganga á auðlindir jarðar, þá er matarsóun auðvitað gríðarlega kostnaðarsöm. Það er líka eitthvað veru- lega brenglað við það að á sama tíma og þriðjungi matar er sóað þurfum við, samkvæmt útreikningum Sameinuðu þjóðanna, að auka matvælaframleiðslu heimsins um 60% fyrir árið 2050 til að mæta þörfum fólksfjölgunar. Það er alltaf betra að hafa val Hjá okkur getur þú valið um VISA eða MasterCard Kynntu þér kortaúrvalið á arionbanki.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 6 -0 6 0 8 Heimildir: FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna 30% af kornmeti er sóað Neytendur í iðnvæddum löndum henda árlega um 286 milljón tonnum af korni. Það er 215-falt meira magn en allur fiskafli Íslendinga. 20% af mjólkurvörum er sóað Um 29 milljörðum lítra af mjólk og mjólkurvörum er hent árlega í Evrópu. Það er 150-föld mjólkurframleiðslan á Íslandi. 35% af fiski og skeldýrum er sóað 8 prósent af öllum afla er hent aftur í sjóinn þar sem fiskurinn er of lítill, illa farinn eða gamall. Þetta magn jafngildir um 3 milljörðum laxa árlega. 45% af grænmeti og ávöxtum er sóað Nærri því helmingur af öllu grænmeti og ávöxtum sem er ræktað er hent eða sóað. Sóunin jafngildir 3.700 milljörðum epla árlega, einu og hálfu epli á hvern jarðarbúa hvern einasta dag. 20% af fræjum og baunum er sóað Á hverju ári tapast um 20 pró- sent af öllum fræjum, berjum og baunum við olíuvinnslu. Það jafngildir um 11 þúsund Laugar- dalslaugum fullum af olívuolíu. 45% af rótarávöxtum er sóað Í Norður-Ameríku er um 5,8 milljónum tonna af rótarávöxt- um hent árlega. Það jafngildir um 480-faldri kartöflufram- leiðslu Íslendinga. | gse 20% af kjöti er sóað Á hverju ári tapast vegna sóunar um 52,5 milljónir tonna af kjötvöru. Það jafn- gildir um 3,2 milljörðum íslenskra slátursauða með beini. Hólar í Rangárvallasýslu eru dæmi um heimili þar sem engu er sóað. Húsbændurnir fara í búð tvisvar í mánuði til að ná sér í kaffi, sykur og mjöl og alls ekkert fer í tunn- una á þeim bænum. „Við erum dálítið afskekkt hérna svo við reynum að gera f lest heima. Við erum með tvær kýr svo við þurfum ekki að kaupa neinar mjólkurvörur þó við kaupum okkur stundum ost en skyrið og smjörið gerum við sjálf,“ segir Auður Har- aldsdóttir, húsfrú, fjárbóndi og sjálftitluð sveitakerling á Hólum. Auður er fædd og uppalin á bænum og lærði allt sem hún kann af móð- ur sinni og nú hafa börnin hennar þrjú lært flest af móður sinni. „Okk- ur finnst heimagerði maturinn best- ur, en það er auðvitað smekksatriði. Næsta búð er á Hellu, í 35 km fjar- lægð, en þegar við verslum þá við förum á Selfoss, svona tvisvar í mánuði. Þar kaupum við kaffi, sykur og mjöl og stund- um kaupi ég brauð,“ segir Auður sem á annars alltaf heimagert flatbrauð og rúg- brauð. Auði finnst grátlegt að hugsa til þess að mat sé sóað. „Það fer enginn matur í ruslið hér því ef maturinn er gamall fer hann í hænurnar og skilar sér þannig í eggin. Svo fá fjárhunda- rnir líka afgangana,“ segir Auð- ur sem kaupir aldrei hundafóður. „Stundum þurfum við reyndar að kaupa afganga í sláturhúsinu því það fellur stundum ekki nóg til hjá okkur af afgöngum. Ef eitthvað fellur til af kvöldmatnum þá nota ég það í kjötkássu daginn eftir, eða plokkfisk. Við kaupum stundum nýjan fisk en það er alveg spari. Annars fáum við besta silung í heimi úr Veiðivötnum og borðum hann ferskan eða reykjum hann. Við höfum allt til alls hér í sveitinni þó grænmetið mætti vera meira, ég er bara ekki með svo græna fingur.“ „Það er um að gera að kaupa ekki of mikið og láta það skemmast í ís- skápnum,“ segir Auður aðspurð um góð ráð gegn matarsóun. „Annars er ég ekki besta manneskjan til að gefa þéttbýlingum góð ráð,“ segir hún og hlær. „En fólk ætti tvímæla- laust að fá sér hænur ef það hefur nokkur tök á því, það er mjög snið- ugt. Svo held ég að það sé mjög góð fjárfesting að eiga frystikistu. Fólk ætti að taka slátur, gera kæfu og kaupa kjöt til að frysta. Við slátrum heima og nýtum allan skrokkinn svo það er alltaf nóg kjöt í kist- unni. Við ger- um auðvitað allt sjálf því við búum út í sveit en því mið- ur hafa nú ekki allir tök á því.“ Matarsóun Einn þriðji hluti matar fer í ruslið á meðan tæp tólf prósent mannkyns svelta Brengluð veröld matarsóunar UM ÞRIÐJUNGI ALLS MATAR SEM FRAMLEIDDUR ER Í HEIMINUM ER HENT Í RUSLIÐ. ÞESSI SÓUN Á SÉR STAÐ VIÐ RÆKTUN, FRAMLEIÐSLU, DREIFINGU, FLUTNING OG SÖLU MATVÆLA AUK ÞESS SEM NEYTENDUR HENDA SJÁLFIR STÓRUM HLUTA INNKAUPANNA Í RUSLIÐ. Á SAMA TÍMA FER EINN AF HVERJUM NÍU JARÐARBÚUM SVANGUR AÐ SOFA, 870 MILLJÓNIR MANNA, EÐA TÆP 12% MANNKYNS, ERU VANNÆRÐ OG 20 ÞÚSUND BÖRN DEYJA DAGLEGA ÚR NÆRINGARSKORTI. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Hundar, frystikistur og hænur gegn matarsóun 70% af matnum er borðaður 30% af matnum er sóað eða hent 10 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.