Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 27
var fyrir glufur í skattalögum þar
ákváðu lögfræðingarnir þrír að
bjóða upp á svipaða þjónustu. Mörg
bandarísk fyrirtæki skráðu félög
á Bresku Jómfrúaeyjum á árunum
eftir.
Árið 1981 leist Bandaríkja-
stjórn hinsvegar ekki á blikuna og
lokaði fyrir það að fyrirtæki gætu
hömlulaust stungið undan til Jóm-
frúaeyja. En lögfræðingarnir voru
ekki af baki dottnir. Í stað þess að
styggja hin voldugu Bandaríki væri
sniðugra að opna fyrir aflandsvið-
skipti þar sem ríkir einstaklingar
víða um heim gætu komið fyrir
peningum sínum. Þeir höfðu sér-
staklega í huga fólk frá viðkvæmum
og spilltum þróunarríkjum sem
gætu ekki komið í veg fyrir slíkar
peningafærslur.
Frumvarpið sem flaug í gegn
Niðurstaðan var plagg sem fyrr-
nefndir lögfræðingar skrifuðu
ásamt Richard Peters og Lewis
Hunte, dómsmálaráðherra eyjanna:
International Business Companies
Act. Það var samþykkt sem lög sam-
dægurs einróma 15. ágúst 1984 og
án umræðu hjá heimastjórninni á
eyjunni. „Ég sé ekki ástæðu til að
ræða þetta neitt frekar,“ sagði land-
stjóri Jómfrúaeyja.
Í stuttu máli gerðu lögin
mönnum kleift að stofna félög
fyrir alþjóðleg viðskipti sem var
bannað að taka þátt í viðskiptum
á sjálfum eyjaklasanum. Um leið
fríuðu Jómfrúaeyjar sig frá allri
ábyrgð á þessum félögum. Sem
er kannski þögul viðurkenning á
því að aflands viðskipti séu slæm.
Mjög fáar reglur voru settar fyrir
þessi félög. Hamrað var á svo á því
að landið væri í ríkjasambandi við
Bretland og því væru peningarnir
öruggir.
Eins og segir í skýrslu Financial
Secrecy Index, var sambland þess
að fullvissa fjárfesta um stöðug-
leika og öryggi á sama tíma og hafa
ekkert eftirlit með hegðun þeirra,
klassískt viðhorf hjá skattaskjóli.
„Við rænum þig ekki – en þykjumst
ekki sjá það þegar þú rænir ein-
hvern annan!“
8.8.1988
Á næstu árum fóru fjárfestar frá
ýmsum heimshornum að stofna
fyrirtæki á Bresku Jómfrúaeyjum.
Skipakóngurinn Sir Li Kai-Shing
frá Hong Kong, einn ríkasti maður
Asíu, ákvað að nota félag á eyjaklas-
anum sem eignarhaldsfélag fyrir
veldi sitt og nýtti sér þannig hin
hagstæðu nýju lög. Klókur braskari
frá Hong Kong, Ted Powell, tók eftir
því. Hann var einn stærsti heildsali
aflandsfélaga í heiminum. Talan
átta er helsta lukkutalan í kín-
verskri menningu, en hún hljómar
líkt og orðið fyrir ríkidæmi. Powell
nýtti sér þetta og ákvað að stofna
hundruð félaga á Bresku Jóm-
frúaeyjum á „heppnasta degi aldar-
innar“, 8.8. 1988.
Babb kom í bátinn því þessi flotta
dagsetning lenti á frídegi á eyj-
unum. Powell gafst þó ekki upp og
fór ásamt virtum lögmanni á fyrir-
tækjaskrána á Tortólu „þar sem
þeir grátbáðu, neyddu eða plötuðu“
(heimildum ber ekki saman) hana
til að opna fyrir skráningu félaga í
andartak þennan merka dag. Það
gekk eftir og Powell ávaxtaði sitt
pund.
Dóppeningar og stórlaxar
Mið-Ameríkuríkið Panama hefur
lengi verið skattaskjól. Eftir að
Bandaríkjamenn réðust inn í Pa-
nama árið 1990, meðal annars til að
koma í veg fyrir eiturlyfjasmygl og
peningaþvætti, flykktust eigendur
aflandsfélaga þar í landi til Bresku
Jómfrúaeyja og margir þeirra földu
þar ágóða af sölu kókaíns.
Upplausn Sovétríkjanna og
spillt einkavæðing á fyrirtækjum
í rústum þeirra, fjölgaði einn-
ig aflandsfélögum á Jómfrúaeyj-
um. Og með árunum hefur enn
aukist að stórlaxar frá fátækum
löndum, auðugum af hrávörum,
leggi sína peninga á sama stað.
Árið 2013 kom fram í Vanity Fair
að 32 íbúðir af 82 í einni dýrustu
íbúðablokk heims, One Hyde Park
í London, væru í eigu félaga á Jóm-
frúaeyjum.
Í dag eru Bresku Jómfrúaeyjar,
eitt minnsta ríki í heimi, annar
stærsti erlendi fjárfestirinn í Kína.
Það er auðvitað brella því kín-
verskir fjárfestar dæla fjármagninu
í gegnum eyjarnar til að næla sér í
skattafslætti sem erlendir fjárfestar
njóta í Kína.
Gegnsýrt ríki af aflandspeningum
Eftir fjármálakreppuna 2008 hafa
alþjóðastofnanir, á borð við ESB og
OECD, reynt að fá Jómfrúaeyjar til
að afhenda upplýsingar um aflands-
félög og koma böndum á fjármagns-
hreyfingar til þeirra. Bankar hafa af
þessum sökum margir hætt að opna
reikninga fyrir félög á eyjunum.
Bresku Jómfrúaeyjum hefur tekist
ágætlega að verjast þeim árásum.
Stjórnvöld á eyjunum sjálfum
virðast ákveðin að viðhalda kerfinu.
Eins og kom fram í skólastofusam-
talinu í upphafi þessarar greinar
er kerfisbundin innræting stunduð
á börnum landsins til að þau skilji
mikilvægi aflandsfélaganna. Sam-
kvæmt nýlegum lögum um tölvu-
glæpi er hægt að dæma gagnaupp-
ljóstrara í allt að 20 ára fangelsi.
Skýrsla Financial Secrecy Index
telur að Bresku Jómfrúaeyjar séu
svo gegnsýrðar af aflandsfélaga-
bransanum að ólíklegt að þær sjálf-
ar hætti að veita ríkasta fólki heims
þjónustu í bráð.
Gefðu sparnað
í fermingargjöf
Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst í útibúum Landsbankans. Kynntu þér sparnaðar-
leiðir fyrir fermingarbarnið á klassi.is.
Gjafakort Landsbankans er góð leið til að gefa sparnað í fermingar-
gjöf. Ef fermingarbarnið leggur 30.000 krónur eða meira í sparnað
hjá Landsbankanum greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag. Þannig
getur gjafakortið lagt grunn að góðum fjárhag.
Erna Sóley Eyjólfsdóttir
Klassafélagi og karate–lærlingur
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Tortóla-blokkin One Hyde Park í London er ein
dýrasta fasteign í heiminum. Þar er stór hluti íbúða
skráður á eignarhaldsfélög frá Bresku Jómfrúaeyjum.
Mynd | Wikipedia
|27FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016