Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 14
LovefoodHatewaste
Frábært og frítt matarsóunarapp
sem nýtist við innkaup og elda-
mennsku, auk þess sem það finnur
leiðir til að nýta afgangana sem
best. Appið hefur einnig að geyma
helling af grænum og vænum upp-
skriftum auk allskyns góðra ráða
gegn sóun.
Eldað úr öllu
Á heimasíðu Leiðbeiningastöðvar
heimilanna, sem Kvenfélagasam-
band Íslands rekur, finnast ýmsar
uppskriftir og leiðbeiningar um
hvernig á að „elda úr öllu“. Þú
slærð inn hvað þú átt í ísskápnum
og upp koma mögulegar leiðir til
eldamennsku.
Svín til endurvinnslu
Ein áhrifaríkasta leiðin til að end-
urvinna matarafganga er að nýta
þá í svínin.
Í árþúsundir hefur mannkynið
fóðrað svín á afgöngum en í dag
er svínum gefið fóður, sem kostar
vatn, land og eiturefni að fram-
leiða, og afgöngum er hent í ruslið
þar sem þeir rotna og menga loft-
ið. Sameinuðu þjóðirnar áætla að
með því að fóðra svín á mataraf-
göngum væri hægt að nýta land,
að stærstum hluta í Suður-Amer-
íku, sem annars fer í framleiðslu á
korni og sojabaunum til svínaeldis
í Evrópu, til að fæða 3 milljarða
manna. Breska átakið The Pig
Idea, með fólk eins og Tristram
Stuart, Yotam Ottolenghi og Tho-
masinu Miers á bak við sig,
hvetur stofnanir, bændur
og veitingastaði til að mat-
arafgangar verði endurnýtt-
ir sem svínafóður en í dag
bannar Evrópusambandið
það með lögum.
40% útlitsgallað
Vestrænir neytendur hafa
alist upp við að ávextir og
grænmeti séu eins í laginu,
með fullkomið sköpulag
og helst glansandi. Raun-
veruleikinn er að sjálfsögðu
allur annar. Lönd Evrópu-
sambandsins henda samanlagt 89
milljónum tonna af mat árlega,
eða um 179 kílóum á hvert manns-
barn og tæplega 40% af þessu
matarrusli er grænmeti og ávextir
sem ekki stóðust útlitspróf neyt-
endanna.
Í febrúar síðastliðnum urðu
Frakkar fyrsta land í heimi til að
banna matarsóun stórmarkaða
með lögum.
Lífrænn úrgangur mengar!
Eitt epli á túni brotnar niður og
gefur frá sér CO2 en þegar líf-
rænum úrgangi er safnað saman
á einn lokaðan stað myndast ekki
CO2 heldur metangas sem er 21
sinni öflugri gróðurhúsaloftteg-
und en CO2. Ein leið til að sporna
við þessu er að molta lífrænan
úrgang.
Vertu vakandi í búðinni
Félagasamtökin Vakandi hafa
barist ötullega gegn matarsóun á
Íslandi með vitundarvakningu.
Samtökin vinna nú að heimilda-
mynd um matar-og tískusóun í
samstarfi við Vesturport, Reykja-
víkurborg og Landvernd.
Á vefsíðu samtakanna má finna
ýmsar hagnýtar upplýsingar til að
sporna gegn sóun. Fyrsta skrefið
gegn sóun heimilanna er að vera
vakandi við innkaupin:
Gerðu mataráætlun fyrir vik-
una og innkaupalista.
Taktu mynd af ísskápnum áður en
þú ferð út í búð
Farðu aldrei í búð á fastandi
maga.
Veldu minni stærð af inn-
kaupakörfu eða -vagni.
Körfur hafa stækkað
síðustu ár svo neytand-
inn kaupi meira.
Veldu tilboðsvörur á síð-
asta söludegi.
Forðastu magnafslátt
því hvorki líkami þinn né
veskið hafa gott af því að
kaupa mikið til að spara
lítið.
Sóun hefur áhrif á kaupmáttinn
Hjón með börn
Tekjur og útgjöld á mánuði
að meðaltali
Atvinnutekjur:
930 þúsund krónur
Aðrar tekjur:
150 þúsund krónur
Skattar:
-255 þúsund krónur
Húsnæðiskostnaður:
-140 þúsund krónur
Ráðstöfunartekjur:
685 þúsund krónur
Matarinnkaup:
-135 þúsund krónur
Matarsóun:
40 þúsund krónur
Þar af hent á heimilinu:
14 þúsund krónur
Einstætt foreldri
Tekjur og útgjöld á mánuði
að meðaltali
Atvinnutekjur:
290 þúsund krónur
Aðrar tekjur:
120 þúsund krónur
Skattar:
-45 þúsund krónur
Húsnæðiskostnaður:
-83 þúsund krónur
Ráðstöfunartekjur:
282 þúsund krónur
Matarinnkaup:
-84 þúsund krónur
Matarsóun:
25 þúsund krónur
Þar af hent á heimilinu:
8.500 krónur
Barnlaust par
Tekjur og útgjöld á mánuði
að meðaltali
Atvinnutekjur:
595 þúsund krónur
Aðrar tekjur:
360 þúsund krónur
Skattar:
-225 þúsund krónur
Húsnæðiskostnaður:
-115 þúsund krónur
Ráðstöfunartekjur:
615 þúsund krónur
Matarinnkaup:
-99 þúsund krónur
Matarsóun:
30 þúsund krónur
Þar af hent á heimilinu:
10 þúsund krónur
Einstæðingur
Tekjur og útgjöld á mánuði
að meðaltali
Atvinnutekjur:
200 þúsund krónur
Aðrar tekjur:
95 þúsund krónur
Skattar:
-58 þúsund krónur
Húsnæðiskostnaður:
-70 þúsund krónur
Ráðstöfunartekjur:
167 þúsund krónur
Matarinnkaup:
-55 þúsund krónur
Matarsóun:
16.500 krónur
Þar af hent á heimilinu:
5.600 krónur
Sigurður Jóhannesson,
umhverfis- og auðlindaverk-
fræðingur, frumsýnir í apríl
heimildamynd sína „Maður-
inn sem minnkaði vistsporið
sitt“. Í myndinni fylgjumst
við með Sigurði sjálfum í sjö
mánuði þar sem hann reynir
að lifa sjálfbæru lífi í ósjálf-
bæru samfélagi.
„Þegar ég var í mastersnáminu vor-
um við látin mæla vistspor okkar og
mitt reyndist vera ansi stórt, þrátt fyr-
ir að ég teldi mig vera frekar neyslu-
grannan. Ég ákvað því að gera þessa
tilraun og kvikmynda ferlið,“ segir
Sigurður Jóhannesson. Hann segir
erfiðast við tilraunina hafa verið að
hætta að borða kjöt, fisk og egg en að
minnka matarsóun hafi gengið
vel. „Ég var einn í heimili að
mestu á meðan tilraunin fór
fram og matarsóun mín var
nánast núll allan tímann.
Sóun af öllu tagi fer í taug-
arnar á mér og verð ég
að þakka móður minni
og hennar ætt það. Þar
var fólk sem kunni að
nýta hlutina. Það er hinsvegar mun
erfiðara að eiga við þetta þegar heim-
ilisfólki fjölgar. Ég er þeirrar skoðun-
ar að það sem flest okkar gætum gert
væri að borða minna – sumsé aldrei
að borða nema við séum svöng. Við
búum við svo mikla velmegun að við
getum verið að borða allt sem okkur
langar í hvenær sem við viljum. Slíkar
allsnægtir kalla á aga.“
Sigurður segir ferlið hafa sparað
sér mikla peninga, korn og grænmeti
sé ódýrari matur en kjöt og fiskur
auk þess sem hann hafi ekki keypt
sér neitt nýtt. Hann segir afstöðu
sína til neyslu hafa breyst mikið. „Ég
er miklu meðvitaðri um allt sem ég
kaupi og í dag þoli ég ekki að kaupa
nýja hluti. En ef ég þarf að kaupa eitt-
hvað, eins og til dæmis þvottavél sem
er eiginlega nauðsynlegt tæki, þá
vel ég gott merki sem endist. Það
er umhverfisvænna. Ég held að
lagasetningar séu nauðsynlegar
til að breyta neysluhegðun fólks
en þetta eru vandamál sem við
höfum öll tekið þátt í að
skapa og ef við, sem neyt-
endur, gerum ekkert, þá
mun ekkert breytast.“
Allsnægtir kalla á aga
Hér eru sýnd dæmi af meðaltalsheimilum, sem kannski eru ekki til nema í svona reikningsdæmum. En samkvæmt skattframtölum og könn-
unum Hagstofu Íslands eru þetta meðaltekjur og meðalútgjöld þessara fjölskyldugerða til matar, drykkjar og veitingahúsa. Eins og sést vegur
meðaltals-matarsóun þungt. Ef fólki tekst að hamla gegn sóun matar getur það bætt kaupmátt sinn nokkuð. Aðgerðir gegn matarsóun geta
því ekki aðeins bætt umhverfið, dregið úr hungri í heiminum og brauðfætt komandi kynslóðir heldur bætt lífsafkomu okkar, hvers fyrir sig.
Og náttúrlega mest þeirra sem mestu sóa, þau geta stóraukið ráðstöfunarfé sitt. | gse
14 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016
70%
Talið er að um 70 prósent
alls matar sé borðaður. Af
225 milljarða matarinn-
kaupum greiðum við um
67,5 milljarða króna fyrir
sóun en 157,5 milljarða
króna fyrir matinn sem við
borðum.
30%
Sóun á öllum stigum matar-
framleiðslu, -flutninga, -sölu
og –neyslu jafngildir um 67,5
milljörðum króna árlega.
Áætla má að um
8.100 milljónir
króna tapist vegna
sóunar á býlum
og bújörðum.
Um 16.200
milljónir króna
tapast árlega
vegna sóunar í
matvælaiðnaði.
Á hverju ári tapast
um 2.700 milljónir
króna vegna sóunar við
flutninga á matvælum.
Telja má að sóun
á veitingahúsum
jafngildi um 7.425
milljónum króna
árlega.
Um 10.125
milljónir króna
tapast vegna
sóunar matvæla
í stórmörkuðum.
Tíundi hluti alls matar
endar í sorptunnum á
heimilum landsmanna.
Verðmæti þess er um
22.950 milljónir króna.
Matarsóun frá býli til borðs Borðum fyrir 157,5 milljarða króna – hendum mat fyrir 67,5 milljarða
3,6% 1,2% 4,5%7,2% 3,3% 10,2%
Miðað við áætlaðar tölur má reikna með að sóun í keðjunni frá býli til borðs sé í líkingu við þetta. Samanlagt tapast um 67.5 milljarðar króna sem jafngildir um 3 prósent af landsframleiðslu.