Fréttatíminn - 01.04.2016, Page 26
Sagan af því þegar Bresku
Jómfrúaeyjar opnuðu gátt-
irnar fyrir aflandsfélög er
ævintýraleg. Þrír fræknir
lögmenn lögðu áherslu á að
lokka til eyjaklasans peninga
frá þriðja heims ríkjum.
Hjátrú frá Hong Kong, eitur-
lyfjapeningar og innræting í
barnaskólum kemur líka við
sögu.
Helgi Hrafn Guðmundsson
ritstjorn@frettatiminn.is
Það er sól og blíða, eins og venju-
lega, í Road Town á eyjunni
Tórtólu, höfuðstað Bresku Jóm-
frúaeyja. Unglingar sitja í kennslu-
stund hjá kennaranum Colleen
Scatliffe-Edwards. Viðstaddur er
franskur blaðamaður sem skráir
eftirfarandi samtal:
„Skelfilegur fellibylur hefur
skollið á Jómfrúaeyjar. Og fellibylur
þessi kallast I.C.I.J.!“ Kennarinn ber
þessa skammstöfun fram hátt og
snjallt. Hún stendur fyrir Alþjóða-
samtök rannsóknarblaðamanna
(International Consortium of Inve-
stigative Journalists). Þau hafa rann-
sakað flókinn fjármálafrumskóg
aflandseyja í Karíbahafinu um ára-
bil, eins og komið hefur fram í fjöl-
miðlum á Íslandi að undanförnu.
Kennarinn heldur áfram: „I.C.I.J.
hafa valdið okkur miklum skaða.
Við verðum að verja okkur. Annars
tapast störf og tekjur.“
„Já, frú kennari!“ hrópar bekkur-
inn í kór.
„Viljum við illa fengið fé hér eða
spillingu?“
„Ónei! Jómfrúaeyjar bjóða upp á
leynd og vernda eignir fjárfesta sem
stofnað hafa fyrirtæki hér,“ segir
bekkurinn í einni romsu.
„Hver rukkar skatta?“ spyr kenn-
arinn. „Eru það ekki stjórnvöld?“
„Jú!“
„Finnst fólki gaman að borga
skatta?“
„Nei!“
„Þá hlýtur það að hafa rétt á að
borga sína skatta þar sem þeir eru
lægstir.“
„Já!“
Colleen lýkur máli sínu svona:
„Valfrelsi er grundvallarréttindi
hvers og eins borgara. Því mega
allir velja Jómfrúaeyjar.“
Fjármál eru tiltölulega ný af
nálinni á námskránni hjá krökkum
á Bresku Jómfrúaeyjum. Íbúar
eru um 28 þúsund og eru flestir
Skólabörnum á Tortólu
kennt að elska skattaskjól
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Rekstrarvörur
– fyrir þig og þinn vinnustað
Fyrir ferminguna og önnur
hátíðleg tækifæri
– servíettur, dúkar, yfirdúkar og
kerti í miklu úrvali
24/7
RV.is
Sjáðu allt
úrvalið á
RV.is
hingað til verið unnin af velmennt-
uðum breskum og bandarískum
lögfræðingum og endurskoðend-
um.
Tækifæri til starfsframa eru þó
væntanlega mörg því eyjaklasinn er
helsta miðstöð fyrir aflandsfélög í
heiminum ef marka má nýja skýrslu
sem vefsíðan Financial Secrecy
Index hefur gefið út. Yfir milljón
félög hafa verið stofnuð á Bresku
Jómfrúaeyjum síðan ný löggjöf var
samþykkt árið 1984 og um 500
þúsund þeirra voru enn starfandi
2015. Fréttatíminn gluggaði í þessa
skýrslu en þar segir frá skrautlegum
aðdraganda þess að landið gerðist
skattaskjól.
Skytturnar þrjár
Bresku Jómfrúaeyjar eru svokall-
að breskt yfirráðasvæði handan
hafsins (British Overseas Terrority).
Landið hefur heimastjórn og telst
hluti Bretlands en æðstu yfirvöld
í London hafa þó lítið skipt sér af
eyjaklasanum á síðustu áratugum.
Ævintýrið hófst árið 1976 þegar
bandaríski lögfræðingurinn Paul
Butler komst í kynni við tvo breska
kollega sína á Jómfrúaeyjum, Ne-
ville Westwood og Michael Riegels.
Í þá daga stunduðu bandarískir við-
skiptajöfrar skattabrellur í gegnum
Hollensku Antillaeyjar. Þegar lokað
Hinir fimm fræknu. IBC lögin frá 1984 opnuðu flóðgátt fyrir aflandsfélög.
Hér sást mennirnir sem skrifuðu lögin, sem síðan flugu í gegnum þingið á
eyjunum. Stjórnvöld heiðruðu minningu lagasetningarinnar svona.
Mynd | http://www.bvi.gov.vg
afkomendur afrískra þræla sem
breska heimsveldið flutti þangað
fyrir nokkrum öldum. Stjórnvöld
vilja þjálfa unga fólkið í fjármálum
svo að það geti unnið við hinn sífellt
vaxandi skattaparadísariðnað í
landinu. Flest störf í geiranum hafa
„Það er skylda kennara að
vernda framtíð fjármála-
kerfisins í landinu.“ Hér sjást
menntaskólakennarar á Tortólu
í kennslustund hjá starfs-
mönnum í fjármálageiranum.
Þeir miðla síðan fróðleiknum
til barnanna.
Mynd | http://www.bvi.gov.vg
Flest þeirra fyrirtækja sem flust hafa til Bresku
Jómfrúaeyja eru hvorki með skrifstofu né
starfsfólk þar, í mesta lagi pósthólf.
Mynd | Shutterstock
26 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016