Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 08.04.2016, Page 10

Fréttatíminn - 08.04.2016, Page 10
Íslensku bankarnir voru án sögu og hefða og starfsfólkið var án reynslu. Enginn þeirra sem stýrðu íslensku bönkunum hafði nokkra reynslu af alþjóðlegri bankastarf- semi. Starfsfólkið hafði fæst lært bankaviðskipti í skóla og kom gjarn- an inn í bankana af bíla- eða fast- eignasölum eða einhverjum gerólík- um bransa. Íslensku bankarnir hafa því án efa verið lakari í að velja sam- starfsaðila. Þeir völdu Mossack Fon- seca af því sú stofa var ódýrust allra. Kannski sáu reyndari bankamenn í Evrópu að skynsamlegra væri að kaupa þjónustuna aðeins dýrara en tryggja þá gögnin betur. Það er því ekki hægt að draga þá ályktun af Panama-skjölunum að ef öll aflandsviðaskipti í heiminum væru tekin saman og deilt á milli landa að samanburðurinn yrði eins sláandi og bent var á hér að ofan. Eftir sem áður er augljóst af Pa- nama-skjölunum að íslenskt við- skipta- og stjórnmálalíf er spilltara en annars staðar í Vestur-Evrópu. Vanþróað stjórnmálasiðferði Skýrasta merki þess er staða ráð- herranna þriggja, viðbrögð þeirra og flokksmanna þeirra við uppljóstrun- um Panama-skjalanna. Það sem af er þessi öld hafa stjór- nvöld á Vesturlöndum háð baráttu gegn skattaundanskotum og skattasn- iðgöngu fyrirtækja og einstaklinga í gegnum aflandsfélög. Undanskot eru svik undan skatti en sniðganga er aðferð til að draga úr eða forðast skattgreiðslur með því að skrá félög í skattaskjól. Þessi undanskot og snið- ganga grófu undan þeim samfélögum sem byggst hafa upp á Vesturlöndum frá stríði. Stærri og smærri fyrirtæki og efnameiri einstaklingar borguðu minna til samfélagsins en áður og þar með átti það erfiðara með að upp- Í skjölunum eru nöfn um eitt þúsund Frakka. Sam- kvæmt því er 120 sinnum líklegra að íslenskur bisnessmaður eigi eða hafi átt svona félag en franskur bisnessmaður. Panama-skjölin Íslandssagan í ljósi nýrra uppljóstrana Aldagömul pólitísk og viðskiptaleg spilling 10 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016 NÝTT INNIHALDSEFNI: L-tryptófan Sítrónumelissa Lindarblóm Hafrar B-vítamín Magnesíum Melatónín er myndað úr tryptófani LUNAMINO SÖLUSTAÐIR: Flest apótek og heilsubúðir Áttu erfitt með svefn? Portúgal 18Ítalía 18 Malta 15Lúxemborg 15Liechtenst. 5 Holland 16 Frakkland 16 Grikkland 16 Írland 15Þýskaland 16 Ísland 10Finnland 15 Noregur 18 Belgía 18 Danmörk 17Kýpur 13Austurríki 21 Spánn 16 Sviss 7Svíþjóð 25 Bretland 22 Annað hvort er eitthvað að okkur eða öllum hinum Af 332 ráðherrum í Vestur-Evrópu eiga aðeins 4 félög á aflands eyjum. Af þessum 4 eigum við Íslendingar 3. Þetta bendir til að við sem þjóð horfum öðruvísi bæði á skattaskjól og siðferði stjórnmálamanna. Aflandsfélögin féllu eins og flís við rassinn á íslensku viðskiptalífi þar sem falsaðar faktúrur og undanskot frá gjaldeyrislögum voru jafn gömul íslensku krónunni. Panama-skjölin afhjúpa íslenskt viðskiptalíf sem það spilltasta í Vestur-Evrópu og íslenska stjórnmálastétt sem þá spilltustu vestan megin járntjalds og norðan Mið- jarðarhafs. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Það eru 332 ráðherrar í ríkjum Vest- ur-Evrópu. Þar af eiga fjórir félög í skattaskjólum sem koma við sögu í Panama-skjölnum svokölluðu. Af þessum fjórum eru þrír þessara ráð- herrar í ríkisstjórn Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugssonar. Þessir þrír eru báðir formennirnir stjórnarflokkana og annar varaformaðurinn. Almennt eru líkurnar á að ráðherra í vestrænni ríkisstjórn, utan Íslands, eigi aflandsfélag 1 á móti 322. Líkurn- ar á ráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs eigi eða hafi átt aflandsfélag eru 1 á móti 3. Evrópumet í aflandsfélögum Í gögnum lögmannsstofu Mossack Fonseca á Panama er að finna 800 fé- lög sem rætur eiga á Íslandi. Um 600 Íslendingar tengjast þessum félögum. Til samanburðar eru 200 Norð- menn í þessum skjölum. Það má orða þannig að það sé 48 sinnum líklega að Íslendingur eigi í aflandsfélagi sem Mossack Fonseca stofnaði en Norð- maður. Í Panama-skjölunum koma við sögu 400 félög í eigu Svía. Sam- kvæmt því er 60 sinnum líklegra að Íslendingur eigi aflandsfélag en Svíi. Í skjölunum eru nöfn um eitt þúsund Frakka. Samkvæmt því er 120 sinnum líklegra að íslenskur bisnessmaður eigi eða hafi átt svona félag en fransk- ur bisnessmaður. Hvernig stendur á þessum mun? Stunda Íslendingar öðrum þjóðum frekar viðskipti í gegnum aflandsfé- lög? Eru Íslendingar kannski spillt- ari en aðrar þjóðir? Hafa Íslendingar meira að fela, hærri skatta að flýja eða brýnni þörf fyrir að halda fjármunum sínum utan eigin hagkerfis? Vanþróaðir bankar En auðvitað gefur þetta úrtak ekki rétta mynd af umfangi aflandsvið- skipta eftir löndum. Upplýsingarnar koma af netþjóni einnar lögmanns- stofu í Panama. Svo vill reyndar til að þessi stofa var mjög umsvifamikil í aflandsviðskiptum. Í tengslum við þennan leka hefur verið áætlað að í gegnum hana hafi farið nærri því helmingur allra slíkra viðskipta sem á annað borð fóru í gegnum Panama. Og Panamamenn hafa löngum verið stórtækir í þessum viðskiptum. Vöxtur skattaskjóla á bresku Jóm- frúaeyjum er þannig beintengdur ástandi innanríkismála á Panama. Þegar landsmenn hrökktu spillingar- stjórn Manuel Noriega herforingja frá völdum undir lok níunda áratugarins byggðist upp á bresku Jómfrúaeyjum samskonar kerfi og þá var þrengt að í Panama. Þetta var kerfi til að halda eignum leyndum og skjóta fé undan eða framhjá skattskilum. En þótt Mossack Fonseca hafi verið mikilvirkt fyrirtæki í miðjum þessa iðnaðar þá skekkir það eftir sem áður myndina að Landsbankinn í Lúxem- borg skipti svo til einvörðungu við hana. Stór hluti af aflandsviðskiptum Kaupþings fór einnig í gegnum þessa lögmannsstofu, sem talin er vera sú fjórða stærsta í heiminum og sú lang stærsta í Panama. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráð- herra Íslands. Fyrsti stjórn- málamaðurinn sem segir af sér vegna Panama-skjalanna. Hann tilkynnti þingflokki Framsóknar afsögn sína 44 klukkustundum eftir að sýningu á Kastljósþættinum lauk. Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra. Þrátt fyrir að hafa haldið aflandsfélagi sínu leyndu við hagsmuna- skráningu þingmanna neitar Bjarni að víkja. Hann segir aflandsviðskipti eðlilega við- skiptahætti. Ólöf Nordal innanríkisráð- herra stofnaði aflandsfélag utan um kaupréttarsaminga eiginmanns síns en segir að það félag hafi aldrei verið notað. Ólöf var í veikindafríi vegna krabbameinsmeð- ferðar en dróst aftur inn í stjórnmálin vegna málsins. Konrad Mizzi, orkumála- ráðherra Möltu. Konrad er af mikill auð- og valdaætt, sem hefur sterk ítök í við- skiptum, stjórnmálum og stjórnsýslu Möltu. Frændur hans og forfeður hafa verið ráðherrar og einn frænda hans er ræðismaður Íslands á eyjunni. Mizzi-arnir eru Engeyingar þeirra Maltverja. Mizzi stendur svo tæpt að töluverðar líkur er á að hann missi starfið á meðan þetta blað fer í gegnum prentvélina. Aflands-ráðherrar Evrópu

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.