Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 08.04.2016, Side 14

Fréttatíminn - 08.04.2016, Side 14
Og sögu íslenskra stjórnvalda einnig. Og sorgarsögu íslensku krón- unnar. Íslenska krónan er afleit mynt og veldur margvíslegum skaða. Að meðaltali má ætla að hún rýrni að meðaltali um 7 prósent á ári gagn- vart öðrum myntum. Við slíkar aðstæður er nánast ómögulegt að geyma og ávaxta auð. Af þeim sök- um hafa Íslendingar sóst eftir að geyma peninga sína erlendis í meira en heilda öld. Síldarspekúlantar og saltfiskútflytjendur fluttu eins lítið af fé til Íslands og mögulegt var en geymdu hluta söluverðsins í erlend- um bönkum. Til að sporna við þessu voru sett lög um gjaldeyrisskil, sem skylduðu útflytjendur til að skipta öllu söluverðinu í íslenskar krónur. Þótt þessi lög hafi verið í gildi lung- ann úr síðustu öld héldu þau illa. Útflytjendur beittu öllum brögðum til að skilja fé eftir erlendis. Og fóru í sjálfu sér ekki leynt með það. Bankainnistæður íslenskra út- flytjenda tengjast menningarsög- unni. Muggur, sonur Péturs Thor- steinsen á Bíldudal, lifði þannig bóhemlífi í saltfiskbeltinu í Suður- Evrópu og fékk annars konar sýn á lífið og tilveruna en aðrir Íslend- ingar. Þeir sjóðir sem útflutnings- fyrirtækin söfnuðu í útlöndum voru í sumum tilfellum gríðarmikl- ir. Þannig mun Richard Thors, elsti sonur Thors Jensen, hafa lifað vel- megtarlífi á Spáni af slíkum sjóðum frá því að Kveldúlfur fór á hausinn stuttu eftir seinna stríð og fram að andláti sínu 1970. Kæra Seðlabankans til saksókn- ara vegna óeðlilegra gjaldeyrisvið- skipta Samherja byggir líka á grun um félagið hafi stundað útflutning með því að selja eigin erlendu fé- lagi fisk á lægra verði en hann var endanlega seldur á til að halda hluta söluverðsins utan gjaldeyris- skila samkvæmt þá nýendursettum gjaldeyrishöftum. Því miður komu efnisatriði þess máls ekki öll fram því málið var fellt niður þar sem fjármálaráðherra hafði ekki stað- fest refsiábyrgð laganna sem kæran byggði á. Þá var Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Stríðsgróðanum skotið undan Jafn lengi og það var almennt vitað og viðurkennt að útflytjendur sjávaraf- urða héldu hluta söluverðsins utan krónu og frá íslenskum skattyfirvöld- um var það vitað og að hálfu viður- kennt að heildsalar gerðu það sama með öfugum formerkjum. Atómstöð Halldórs Laxness er skrifuð beint inn í samtímann eftir stríð og þar leika falskar faktúrur stórt hlutverk. Heildsalar keyptu vörur á hundrað kall en létu seljand- ann gefa út reikninga fyrir 120 krón- ur. Þeir greiddu því 120 krónur út, 100 kall fór til seljandans en 20 krón- ur á reikning heildsalans í útlöndum. Þetta var svo viðtekin venja í við- skiptum að ekki er hægt að skrifa verslunarsögu án þess að fjalla um þessi svik. Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor vinnur að ritun þeirrar sögu. „Margt misjafnt þreifst í innflutn- ingsversluninni á stríðsárunum, m.a. smygl og svartamarkaður með gjaldeyri og vörur í skjóli hafta og vöruskorts,“ segir Guðmundur. „Eitt stærsta hneykslið voru heildsala- málin svokölluðu þar sem mörg fyr- irtæki voru fundin sek um ólöglega álagningu og vanskil á gjaldeyri. Við- skiptaóregla stríðsáranna dró slóða á eftir sér. Hagfræðinganefndin svo- kallaða sem skipuð var af Alþingi 1946 fór ófögrum orðum um innflutn- ingsverslunina og endurspeglaði álit hennar útbreidd viðhorf um að fjár- flótti, skattsvik og verðlagsbrot væru alsiða meðal heildsala. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að dreifing inn- fluttrar vöru væri óeðlilega dýr, milli- liðir of margir og of mikið fjármagn bundið í versluninni. Nefndin benti á þrjú ráð til úrbóta: að hlutdeild neyt- endahreyfingarinnar (samvinnu- félaga) í innflutningi yrði efld, að fyr- irtækjum í innflutningi yrði stórlega fækkað og að hið opinbera „tæki sjálft innflutninginn allan eða verulegan hluta hans í sínar hendur.“ Auk þess lagði hagfræðinganefndin til að fram færi „allsherjar eignakönnun“ til að leiða í ljós raunverulega eign skatt- greiðenda og umfang skattsvika.“ Hagfræðinganefndin var skipuð fulltrúum frá öllum flokkum. Hún skilaði niðurstöðum sínum til sam- steypustjórnar Alþýðuflokks, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar. Hún Eitt stærsta hneykslið voru heildsalamálin svokölluðu þar sem mörg fyrirtæki voru fundin sek um ólöglega álagningu og vanskil á gjaldeyri. Viðskipta- óregla stríðsáranna dró slóða á eftir sér. Guðmundur Jónsson sagnfræðingur Hin íslenska útflutningsleið Til að komast hjá gjaldeyrisskilum og sköttum var viðtekin viðskiptamáti íslenskra fiskútflytjenda að selja fiskinn á lægra verði út en hann var á endanum seldur á mörkuðum. Mismunurinn safnaðist upp á reikningum fiskútflytjandans í útlöndum. Hin íslenska innflutningsleið Til að komast hjá gjaldeyrisskilum og sköttum var viðtekin viðskiptamáti íslenskra heildsala að kaupa vörur á hærra verði markaðsverði og setja mismuninn á bankareikninga í útlöndum. 100 100 20 20 120 120 Sjöundi dagur í paradís Guðmundur Thorsteinsson, Muggur (1891–1924). 14 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016 ÁRSFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2016 Hilton Reykjavík Nordica Fimmtudaginn 14. apríl kl. 14 • Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Ávarp • Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landsvirkjunar Ávarp • Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Auðlind fylgir ábyrgð • Edda Hermannsdóttir stjórnar umræðum að fundi loknum Auðlind fylgir ábyrgð Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 14. apríl kl. 14-16. Þar kynnum við fjárhag og framtíðaráætlanir fyrirtækisins og hvetjum til opinnar umræðu um þau tækifæri og áskoranir sem framundan eru. Bein útsending verður frá fundinum á landsvirkjun.is. Allir velkomnir Skráning á www.landsvirkjun.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.