Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 08.04.2016, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 08.04.2016, Qupperneq 20
upp með fólkinu en býr til elítu úr andstæðingunum. Það kemst hann upp með þótt hann sé ríkari en þeir til samans.“ Sigmundur Davíð hefur um margt tileiknað sér einræðistilburði sem forsætisráðherra, til að mynda hefur hann ruggað bátnum hvað eftir annað varðandi staðsetningu nýs Landspítala og sett bæði heil- brigðisráðherra og ríkisstjórnina alla í sérkennilegt ljós. Þá beitti hann sér gegn skipulagi á nýju Hafnartorgi og setti framkvæmdir þar í uppnám með skyndifriðun á gömlum hafnargarði, á miðju bygg- ingarsvæðinu. Til að bjarga heiðri ráðherrans og verkefninu var farin sú leið að ráða verkamenn til að taka niður Hafnargarðinn, stein fyrir stein, og merkja til að hægt verði að reisa hann að nýju. Til- tækið kostar um hálfan milljarð og margt bendir til að reikningurinn verði á endanum sendur skattgreið- endum. Jón Sigurðsson segir að margt einkennilegt virðist hafa farið að gerast í stjórnarráðinu, til að mynda stöðug afskipti af bygg- ingu nýs spítala og hugmyndir um stjórnarráð á dýrustu lóðinni í höfuðborginni og þá með túrista- sjoppur á neðri hæðinni. Stríðið við fjölmiðla Framsóknarflokkurinn hafði tapað nær helmingi fylgisins sem hann hreppti í kosningunum 2013 meðan Sjálfstæðisflokkurinn hafði staðið í stað, fyrir skattaskjólsmálið og afsögn Sigmundar. Þrátt fyrir að hvert hneykslismálið elti annað í samstarfsflokknum, stóð fylgið í stað. Hanna Birna og lekamálið, Bjarni og Vafningsmálið, Borgunar- málið, Sjóvármálið og tengslin við fjölskyldu fjármálaráðherrans, Ill- ugi og Orka Energy, engin ríkis- stjórn í sögunni hefur birst okkur í öðru eins spillingarljósi, eftir alla „siðbótina“ sem eftirmál hrunsins höfðu átt að færa okkur. Það mál sem setti þó persónu for- sætisráðherrans í einkar undarlegt ljós var fjárkúgunartilraun systr- anna Hlínar Einarsdóttur og Malín- ar Brand, þar sem skrifað var til eig- inkonu forsætisráðherrans og hótað að birta viðkvæmar upplýsingar um ráðherrann ef ekki yrði greidd til- tekin fjárhæð. Hlín Einarsdóttir var fyrrverandi sambýliskona Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamógúls, náins vinar forsætisráðherrans og óstaðfestar heimildir hermdu að upplýsingarnar tengdust því hvern- ig forsætisráðherra hefði komið að viðskiptum sem tengdust fjöl- miðlum Björns Inga og peningum forsætisráðherra. Stríð fjölmiðlamannsins fyrr- verandi við fjölmiðla hefur ein- kennt feril hans sem og stöðug klögumál vegna vinstri slagsíðu, eineltis og hlutdrægni, ofsókna á hendur Framsóknarflokknum og persónulegrar óvildar. Það er ekki nýtt að flokkurinn telji sig fórnar- lamb og málstað sinn fyrir borð borinn í fjölmiðlum en það náði þó nýjum hæðum þegar sjónvarps- maðurinn og Rúvarinn fyrrverandi, Sigmundur Davíð, náði þar æðstu metorðum. Absúrdleikhús á flokksþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði á flokks- þingi Framsóknarmanna í fyrravor að ráðist yrði í að afnema gjaldeyr- ishöft áður en þingið lyki störfum, sama vor, en einungis átján dagar voru þá eftir af yfirstandandi þingi. Lagður yrði á útgönguskattur eða stöðugleikaskattur sem skilaði hundruðum milljarða í þjóðarbúið. Hann var ómyrkur í máli þegar hann ræddi kröfuhafa bankanna og ráða mátti af orðum hans að þeir hefðu greitt átján milljarða í áróður fyrir hagsmunum sínum, stundað skipulagðar njósnir til að verja gríð- arlegar eignir sínar hér á landi. „Við vitum að fulltrúar kröfu- hafanna hafa tekið saman persónu- legar upplýsingar um stjórnmála- menn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um þessi mál eða teljast líklegir til að geta haft áhrif á gang mála,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni á flokksþinginu, „í sumum til- vikum hafi verið gerðar sálgreining- ar á fólki til að átta sig á því hvernig best sé að eiga við það.“ Sagði hann niðurstöðu einnar leyniskýrslu kröfuhafanna hafa verið rakta á forsíðu fréttabréfsins og þar hefði staðið: „The Progres- sive Party stands firms on Icelandic interests“ – eða á íslensku: „Fram- sóknarflokkurinn gefur ekki eftir íslenska hagsmuni.“ Þetta var hins vegar ekki niður- staða skýrslunnar, heldur ensk þýðing á tilvitnun í grein eftir Ás- mund Einar Daðason, einn harð- asta stuðningsmann formannsins, eins og bent var á í fréttum Stöðvar 2 sama kvöld. Ásmundur Einar, sem skartaði grænum jakkafötum á þinginu eins og sá harði framsókn- armaður sem hann er, klappaði ákaflega fyrir formanninum. Í ljósi þess að eiginkona ráðherrans var einn þessara kröfuhafa, eins og nú er komið fram, er ræðan enn eitt furðufyrirbærið í því absúrdleik- húsi sem ferill Sigmundar Davíðs er orðinn í ljósi síðustu atburða. „Honum er hefur tekist að stilla málinu upp eins og hann hafi snúið kröfuhafa niður í viðræðunum,“ segir Eiríkur Bergmann og bendir á að Sigmundur sé snillingur í snúa málum sér í hag. „Hann er gríðar- legur málafylgjumaður og lætur samninga við kröfuhafa hljóma nánast eins og kraftaverk,“ segir hann. „Sannleikurinn er hinsvegar sá að það fékkst mun minna úr þessum samningum við kröfu- hafa heldur en hefði fengist úr búunum venjulegri gjaldþrotameð- ferð, hvað þá ef fullir skattar hefðu verið greiddir. Stöðugleikafram- lögin eru um 300 milljarðar en ekki 850 milljarðar eins og rætt var um þegar mest var.“ Indefence-hópurinn hefur gert al- varlegar athugasemdir við samn- inga við kröfuhafa. þar hafi verið gerð gríðarleg mistök á kostnað almennings. Ólafur Elíasson í Inde- fence-hópnum segir að það hafi orð- ið alger trúnaðarbrestur milli hans og Sigmundar í fyrrahaust um sama leyti, og ljóst var ríkistjórnin myndi hleypa kröfuhöfum út úr höftum með miklum afslætti, allt að 600 milljörðum króna, á kostnað al- mennings. “Í dag þegar ljóst er að hann átti sjálfur mikla hagsmuni undir renna auðvitað á mann tvær grímur. Það var þó tilfinning mín og allra annarra sem að málinu komu að linkindin við kröfuhafa væri miklu frekar að hálfu Bjarna Bene- diktssonar fjármálaráðherra, þrátt fyrir augljósa skapgerðarbresti og vanhæfni forsætisráðherrans.” Athlægi í heimsfréttunum Panama-skjölin og þáttur Sigmund- ar Davíðs og eiginkonu hans eru kornið sem fyllti mælinn. Smám saman er að renna upp fyrir Ís- lendingum, líkt og heimsbyggðinni allri, að það gengur ekki upp að gera sáttmála um að reka samfélag, en horfa um leið fram hjá því að þeir sem hafa mest milli handanna greiði ekki sinn skerf. Þegar leið- togar þjóðarinnar fara þar fremstir í flokki, sem þiggja laun sín og for- réttindi af skattpíndum almenn- ingi, er önnur og verri staða uppi. Samt var það ekki fyrr en heimur- inn lyfti brúnum sem umræðan á Íslandi tók við sér. Alls koma þrír íslenskir ráðherrar við sögu í Panama-skjölunum þótt með ólíkum hætti sé. Bjarni Benediktsson, Ólöf Nor- dal og aflandsfélag eiginkonu Sig- mundar Davíðs og atburðarásin í kringum það ber með sér að reynt hafi verið að hylja slóðina og staða forsætisráðherrans í viðræðum við kröfuhafa bankanna, þar sem afla- ndsfélag eiginkonunnar var stór kröfuhafi, setur allt í fremur vand- ræðalegt ljós. Enda beinast augu heimsins hingað. Framan á fjölmiðlum heimsins brosir ásjóna Sigmundar Davíðs við okkur í félagi við spilltustu stjórn- málamenn heimsins. „Þetta er auð- vitað rosalegt og ömurlegt, hræði- legur dómgreindarskortur,“ segir Jón Sigurðsson. „Hann hlýtur að Sigmundur Davíð er að sumu leyti dæmi- gerður þjóðernispo- púlisti eins og þeir hafa birst í Evrópu í áratug eða svo. Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að umtalsefni í opnu bréfi til Sig- mundar Davíðs og segir þar: „Á fyrstu tveimur árum þínum í for- sætisráðherrastóli kvartaði stjórn- arandstaðan oft undan fjarveru þinni úr þingsal og því að þú væri gjarnan í fríi og það næðist ekki í þig. Sannist hér hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nú þjáist nefnilega ekki bara stjórnarandstaðan og stjórnin heldur þjóðin öll af skorti á fjarveru þinni.“ Populismi og einræðistilburðir Það blés ekki byrlega fyrir Fram- sóknarflokknum fyrir borgarstjórn- arkosningarnar 2014 og flokkurinn virtist ekki ætla að ná inn manni. Framboðið Framsókn og flugvallar- vinir, náði sér hinsvegar á strik með því óvænta útspili að leggjast gegn byggingu mosku í Reykja- vík og spila inn á ótta við innflytj- endur og múslima. Til voru þeir sem héldu að formaður flokksins myndi taka af skarið og grípa inn í. Ekki gæti verið að þessi rótgróni flokkur ætlaði að fara að tileinka sér málflutning og aðferðir hægri po- púlista? En þögnin úr forsætisráðu- neytinu var ærandi og flokkurinn stórjók fylgi sitt og náði manni inn í borgarstjórn, allt út á ótta og andúð á múslimum. „Sigmundur Davíð er að sumu leyti dæmigerður þjóðernispopúl- isti eins og þeir hafa birst í Evrópu í áratug eða svo,“ segir Eiríkur Berg- mann. „Það nær þó ekki alveg að lýsa honum sem stjórnmálamanni en fer langt með það. Hann vísar mikið til tilfinninga og stillir sér Sigmundur skaust mjög hratt upp á stjörnuhimin í Framsóknarflokknum enda þráðu flokksmenn breytingar eftir langvarandi fylgistap. Flokksformennirnir voru helminga- skiptareglan holdi klædd. Mynd | HariMynd | Hari 20 | fréttatíminn | Helgin 8. apríl–10. apríl 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.