Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 08.04.2016, Side 28

Fréttatíminn - 08.04.2016, Side 28
Í tíu mánuði var Jóhannes Kr. Kristjánsson með stillt á niðurteljara að sunnudeg- inum 3. apríl, þegar hann vissi að framtíð forsætis- ráðherra myndi ráðast. Að burðast einn með þetta leyndarmál reyndist mikil þolraun fyrir tilfinn- ingaveruna. Hann átti bágt með að trúa sínum eigin augum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Við Jóhannes hittumst klukkan ell- efu um kvöld, tveimur sólarhring- um eftir að afrakstur þrotlausrar vinnu var gerður opinber í Kastljósi RÚV á sunnudag. Aðeins klukku- tímum eftir að Sigmundur Davíð hrökklaðist úr starfi. Tímasetn- ingin er lýsandi fyrir vinnudaga Jóhannesar um þessar mundir. Hann býður mér á skrifstofu sína í austurborginni og tekur á móti mér með opinn faðminn, þreytu- legur og skeggjaður með sígarettu í munnvikum. Á ómerktri vinnustofunni er dregið fyrir alla glugga, matarum- búðir og kókflöskur eru á borðum og staflar af gögnum um allt. Hann vill ekki að fólk viti hvar hann vinnur. „Hér höfum við haldið til dag og nótt undanfarnar vikur,“ segir Jóhannes og hellir upp á kaffi. Dagurinn er ekki allur enn. Teymið sem hefur unnið með honum á lokametrunum hefur barið saman handrit úr flóknum skjölum og reynt að setja upplýsingarnar sem fundust í eitthvert samhengi. Þeir Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi Ragnar Ingason, Þóra Arnórsdóttir og Sævar Jóhannes- son hjá RÚV hafa öll lagst á eitt við verkið. Í spennufalli Á meðan Jóhannes les fréttir af til- kynningu upplýsingafulltrúa Sig- mundar Davíðs til erlendra frétta- miðla, gægist ég til að skoða töfluna á veggnum, þar sem hann hefur púslað brotunum saman. „Þetta er gjörsamlega óskiljan- leg yfirlýsing,“ segir Jóhannes og hristir höfuðið. „Er maðurinn hættur eða ekki?“ Síminn hans hringir stanslaust. Óumdeildur maður vikunnar er úrvinda eftir spennufallið og áreitið sem hefur verið linnulaust síðan á sunnudaginn. Eftir Kastljós- þáttinn hefur Jóhannes verið meira og minna í símanum og svarað fyrirspurnum frá erlendum blaða- mönnum. „Nú vildi ég helst vera staddur á báti í Önundarfirði, fjarri öllum símum og fréttum. Þetta hefur verið svakalegur rússíbani.“ Trúði ekki sínum eigin eyrum Upphafið að þessu öllu var í fyrra- sumar þegar Jóhannes hafði unnið með ICJI samtökunum í á annað ár.„Ég var beðinn um að koma á símafund með þeim en vissi ekki hvert tilefnið var. Ég var eitthvað seinn fyrir svo ég sat í bíl þegar fundurinn átti sér stað. Í stuttu máli var mér sagt að samtökin væru að vinna að stærsta leka sögunnar frá stærstu lögfræðistofu Panama í heimi aflandsviðskipta. Þar kæmi nafn forsætisráðherra Íslands við sögu. Ég var spurður hvort ég vildi taka þátt í að skoða þetta. Á þessari stundu fraus allt í kringum mig. Ég bara trúði þessu ekki. Í þessu samtali heyrði ég fyrst af félaginu Wintris og nafn eigin- konu forsætisráðherra. Ég hafði ekki hugmynd um hver hún var. Í kjölfarið var ég beðinn um að koma til Washington til að kanna málið nánar. Ég játti því strax.“ Þá tók við ferli þar sem Jóhann- esi var kynnt hvernig unnið yrði úr skjölunum. Fjölmargir blaðamenn voru beðnir um að taka þátt í verk- efninu og í upphafi var Jóhannes al- gjörlega einn síns liðs. Atvinnulaus og án nokkurs baklands í fjölmiðli. „Það komu alveg tímabil á meðan ég vann að þessu þar sem ég leiddi hugann að því hvort þetta Maður vikunnar Jóhannes Kr. Kristjánsson var eini blaðamaðurinn sem vann launalaust við Panama-skjölin Ég trúði þessu ekki sjálfur myndi hafa einhverjar afleiðingar fyrir mig persónulega eða fjölskyldu mína. Hver myndi ekki hugsa það, vinnandi að umfjöllun af þessu tagi um valda- mesta fólkið í landinu? Þess vegna gat ég engum sagt hvað ég var að gera. Vinir og ættingjar höfðu áhyggjur af því að ég væri ekki gera neitt og spurðu konuna mína hvort ég ætlaði ekkert að fara að vinna.“ Undrandi á viðbrögðunum Jóhannes segist strax hafa áttað sig á því að um stóra frétt væri að ræða. „En ég gat ekki ímyndað mér að viðbrögðin yrðu svona sterk. Upplýsingarnar eru allar í miðlægum gagnagrunni og þó ég hafi leitarheimild þá er hægt að grafa sig endalaust ofan í gögnin. Skjölin komu í nokkrum hollum og smátt og smátt teiknaðist upp mynd af tengslum íslenskra áhrifamanna við skattaskjól. Jafnvel þó Ísland sé mjög fyrirferðamik- ið í skjölunum er snúið að skilja flétt- urnar milli aflandsfélaga og banka og hvernig tengslin eru falin.“ Á miðvikudag birtist umfjöllun í þættinum Uppdrag granskning í sænska sjónvarpinu, um aðdrag- andann og eftirmál af viðtali þeirra Jóhannesar og Sven Bergman við Sigmund Davíð. Þátturinn var sýndur á RÚV í gær, fimmtudag. Sven er hluti af rannsóknarteymi þáttarins og lýsir sinni upplifun af viðtalinu í þessum Fréttatíma. Viðtalinu sem þeir vissu að myndi ráða framtíð forsætisráðherrans og mögulega ríkisstjórnarinnar allrar. „Það komu alveg tímabil á meðan ég vann að þessu þar sem ég leiddi hugann að því hvort þetta myndi hafa einhverjar afleiðingar fyrir mig persónulega eða fjölskyldu mína.“ Myndir | Hari Ég taldi ekki ráðlagt að íslenskur blaðamaður „konfrontaði“ ráðherrann með upplýsingunum sem við höfðum undir höndum. Það væri ekki nægileg vigt í því.“ 28 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.