Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 08.04.2016, Side 30

Fréttatíminn - 08.04.2016, Side 30
VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Einn sá vinsælasti...á BESTA verðinu. 2.995.000 ADRIA AVIVA 390 PS - Eigin þyngd aðeins 800 kg. Passar aftan í nánast hvaða bíl sem er. Fullkomin vagn fyrir 2 - 4 á besta verðinu: GRILLTÍMINN ER KOMIN! Af því tilefni fylgir vinsælasta O-GRILLIÐ með öllum nýjum og notuðum vögnum. Tilboðið gildir bara um helgina. fengið sinn skerf af mótlæti í lífinu og flestir landsmenn þekkja fyrir að gefa óvart svolítið af sjálf- um sér um leið og hann fjallar um mannleg málefni í fjölmiðlum. Ekki síst þegar hann varpaði kastljósinu að umfangsmikilli neyslu rítalíns á götum borgarinnar, eftir að dóttir hans, Sigrún Mjöll, lést af völdum fíkniefna árið 2010. Jóhannes fór í gegnum sorgina eftir dótturmis- sinn með því að sökkva sér í vinnu. „Ég hugsa til Sissu á hverjum ein- asta degi. Hún var alltaf svo stolt af mér. Hin börnin mín halda mér gangandi og eru mér endalausir gleðigjafar,“ segir Jóhannes. Hann fékk mikið lof fyrir umfjöll- unina en skömmu síðar varð hann niðurskurði RÚV að bráð og missti vinnuna. Hann hefur oft verið án atvinnu og var sennilega eini blaða- maðurinn sem vann við að greina Panama-skjölin, án þess að vera á launum hjá fjölmiðli á meðan. „Ég var algjörlega einangraður í þessu Panama-verkefni til að byrja með og sagði örfáum frá því sem ég var að gera. Bara fólki í mínum innsta hring sem ég treysti. Konan mín var minn klettur í gegnum þetta en ég gat ekki gert kollegum mínum að segja þeim frá þessu. Við áttum engan pening á meðan ég var í þessu svo ég tók að mér að ritstýra tímariti Samhjálpar. Það reddaði jólunum fyrir okkur.“ Jóhannes segist hafa kynnst Aðal- steini Kjartanssyni blaðamanni á blaðamannaráðstefnu í Lilleham- mer í Noregi fyrir nokkru og litist vel á hann. Hann hafi því fengið hann til liðs við sig við úrvinnslu gagnanna og Aðalsteinn hafi hellt sér í málið af fullum þunga. „Hann er rosalega flottur gagnablaða- maður með tölvureynslu og kann ýmislegt fyrir sér.“ Þeir Jóhannes og Aðalsteinn hafa stofnað fyrir- tækið Reykjavík Media sem hlotið hefur rúmlega ellefu milljónir króna í fjárframlög frá almenningi í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund eftir að Kastljósþátt- urinn var sýndur. „Ég leitaði til þeirra sem ég treysti best, þeirra Kristins Hrafns- sonar, sem er mér einskonar lærifaðir í blaðamennsku og hefur kennt mér svo margt. Inga R. og Helga Seljan sem ég hef unnið með svo oft áður og þekki svo vel. Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra í Kastljósi. Þetta er svo gríðarlega öflugt lið með mikla reynslu að baki og þau lögðu svo mikið til málanna. Án þeirra hefði þessi umfjöllun aldrei orðið það sem hún varð.“ Jóhannes segir það líka hafa ver- ið ómetanlegt að geta speglað frétt- irnar, sem komu upp úr krafsinu, í þeim alþjóðlegu blaðamönnum sem tóku þátt í að greina skjölin. „Til dæmis varðandi stjórnmála- mennina. Erlendu kollegarnir voru gallharðir á því að mál Sigmundar Davíðs snerist ekki um lagatækni- leg atriði heldur siðferði valda- mesta fólks landsins. Hér heima hefur umræðan hinsvegar aðeins snúist um lögfræði, það er eins og siðferðið skipti ekki máli.“ Í sænska sjónvarpsþættinum er atriði sem tekið var upp á Íslandi í janúar þar sem sést til Jóhannesar og Sven fyrir utan stjórnarráðið, þar sem þeir virða fyrir sér ráð- herrana sem ganga á ríkisstjórnar- fund. „Þegar glæsivagnarnir birtast veistu að það er ríkisstjórnar- fundur þarna inni,“ segir Jóhannes. „Þegar ég sé þá núna, þá hugsa ég hversu falskir þeir eru.“ Eins og sagt hefur verið frá er frekari tíðinda að vænta úr Pa- nama-skjölunum sem enn á eftir að opinbera. Upplýst hefur verið um að nöfn 600 Íslendinga komi fyrir í þeim og frétta af þessu sé að vænta í maí. „Menn eru stanslaust að hringja í mig og biðja mig um nafnalist- ann. Það er ekkert svoleiðis til. Ég hef leitarheimild í gagnagrunni þar sem fundist hafa íslensk nöfn en ég hef ekkert leyfi til að gefa út lista. Aðeins ICJI hefur slíkt leyfi. Í maí munu samtökin opna fyrir sjónrænan gagnagrunn þar sem hægt verður að leita eftir nöfnum tengdum aflandsfélögum. Ég veit að þó nokkrir einstaklingar hafa þegar leitað sér lögfræðiaðstoðar vegna fyrirhugaðra umfjallana og það er titringur vegna þess sem á eftir að koma.“ Jóhannes segir að það sé hafið yfir allan vafa að það sé almanna- hagur að fólk fái upplýsingar um hverjir reyni að fela peninga sína í skattaskjólum. „Ef siðferðið er ekki lagi hjá þeim allra valdamestu, sem leggja lín- urnar fyrir allt samfélagið, þá erum við á vondum stað,“ segir Jóhannes að lokum áður en hann fer heim að leggja sig og heldur til Svíþjóðar á ráðstefnu í blaðamennsku. „Nú vildi ég helst vera staddur á báti í Ön- undarfirði, fjarri öllum símum og fréttum. Þetta hefur verið svakalegur rússíbani,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson. Erlendu kollegarnir voru gallharðir á því að mál Sigmundar Davíðs snerist ekki um lagatæknileg atriði heldur siðferði valdamesta fólks landsins. Hér heima hefur umræðan hins- vegar aðeins snúist um lögfræði, það er eins og siðferðið skipti ekki máli.“ 30 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.