Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 08.04.2016, Síða 38

Fréttatíminn - 08.04.2016, Síða 38
Mynd | Hari „Ég var að brenna út í Þýskalandi þegar ég ákvað að það væri kominn tími á breytingar,“ segir Anne Steinbrenner, lands- lagsarkitekt frá Þýskalandi, sem flutti til Íslands fyrir átta árum. „Upphaflega hugmyndin var ekki að flytja hingað heldur langaði mig í góða hvíld langt frá Þýskalandi og helst í sveit,“ segir Anne sem fékk vinnu á bóndabæ í nágrenni Víkur í Mýrdal. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Það var rosalega gott að vera í sveitinni þar sem ég vann við einfalda hluti og gat látið hugann reika. Eftir hvíldina leið mér svo vel hérna að ég fór að svipast um eftir vinnu við mitt hæfi.“ Anne fékk vinnu sem lands- lagsarkitekt vorið 2008 en arki- tektastofan fór á hausinn þegar kreppan skall á um haustið. „Ég kynntist manninum mínum í kreppunni og daginn eftir að við byrjuðum að búa missti ég vinnuna. Ég hugsaði sem svo að nú væri ferillinn ónýtur svo það væri góður tími til að stofna fjöl- skyldu,“ segir Anne sem í dag á tvær dætur. „Og sem betur fer byrjaði uppsveiflan í ferðabrans- anum stuttu síðar svo ég fékk nýja vinnu fljótlega.“ „Það sem mér líkar hérna er hversu frjálslegt og afslappað samfélagið er. Ef þú vilt taka þátt í atvinnulífinu í Þýskalandi og ganga vel þá getur þú ekki valið að gera neitt annað. Það er ekki hægt að ná langt í atvinnulífi og eiga fjölskyldu því kröfurnar eru miklu meiri. Ég var að vinna við umhverfisskipulag í Kiel og þar var rosalega mikið álag því stanslaust var krafist yfirvinnu án þess að ég fengi borgað fyrir það.“ „Minn draumur hefur alltaf ver- ið að prófa marga hluti. Mér finnst leiðinlegt að vinna bara og líka leiðinlegt að vera bara heima en hér hef ég getað gert hvort tveggja. Mér finnst ég hafa fundið jafn- vægið hérna. Í Þýskalandi þurfti ég að flytja mikið vegna vinnunnar en hér finnst mér svo frábært hvað allt er lítið í sniðum. Þar var svo lítill stöðugleiki í lífinu sem mér finnst ég hafa náð hér.“ „Ég sakna vorsins í Þýskalandi og að synda í vötnum. Ég sakna auðvitað líka vinanna og þeirra sem ég deili minningum með. Að hlæja yfir einhverju sem gerðist fyrir löngu síðan getur þú bara gert með gömlum vinum og ég sakna þess. Sumar minningar gleymast hraðar því maður talar ekki lengur um þær og það getur verið erfitt.“ Þegar fuglarnir tala grísku Eitt sinn var kona sem taldi sig vissa um að fuglarnir í garðinum hennar töluðu grísku við hana og að látin móðir hennar talaði til hennar. Þetta var árið 1941. Það var að nálgast vor á Bretlandseyjum. Konan gekk um í garðinum við hús sitt og eiginmannsins, Monk’s í austurhluta Sussex. Það virtist sem „opnast“ hefði um of á „milliheima- gáttir“ í höfði hennar og það aukna flæði milli lítt tengdra „heima“ hafði sterk áhrif á vitund hennar og breytni þennan dag í lok marsmánaðar. Konan gekk í kápu sinni með vasana fulla af grjóti í átt að ánni Ouse sem rann skammt frá húsi „munksins“. Hún hafði skilið eftir skilaboð til eiginmanns- ins á eldhúsborðinu sem ráðskonan kom auga á er hún hófst handa við að undirbúa máltíð handa þeim hjónum. Konan var í félagskap/hóp sem nefndi sig Bloomsbury-hópinn. Í þeim hópi voru, auk konunnar, manneskjur á borð við John Maynard Keynes, E.M. Foster, Lytton Strachey, Roger Fry, Clive Bell og fleira andans fólk. Hópurinn hafði mikil áhrif á þróun hugsunar í heimspeki, listum, stjórnmálum og lífsviðhorf- um á upphafsárum síðustu aldar. Nánustu ættingjar og vinir konunnar, sem nú gekk að ánni í þungu kápunni albúin að hverfa, hafa lýst henni sem skynsamri manneskju. „Milliheimaflæðið“ virðist hafa sveiflað henni títt frá hinni þröngu en nauðsynlegu skynsem- isnálgun yfir í stjórnleysi. Þar á milli bjó hins vegar jarðvegur gríðarlegrar sköpunar sem konan hafði fram að þessum degi, 28. mars 1941, geta umfaðmað og beint í farveg sköpunar til áhrifa á heiminn. Er eiginmaður konunnar, Leonard, gengur hægt niður stigann í húsi þeirra heyrir hann rödd ráðs- konunnar berast til sín. Hún er í uppnámi. Bréf merkt honum liggur ásamt öðru bréfi á borðinu. Virginia Woolf, eiginkona hans, er þá þegar komin undir yfirborð ánnar Ouse. „Milliheimaflökt“ hugar hennar hljóðnað. Ljósið upprisið úr líflausum líkama hennar. Það er umhugsunarefni hvernig við upplifum veruleikann. Það að geta haldið „gáttinni“ opinni og geta stýrt flæðinu er vandmeðfarið. Það er þó skoðun þeirra sem ég hef rætt við og upplifað hafa „flökt“ að hægt sé að gera tilraun til að stýra slíku með ákveðnum hætti. Huga að svefni, hreyfingu, mataræði og heilsusamleg- um lífsháttum. Forðast öll hugvíkkandi efni. Vinna að sjálfsþekkingu og hugleiða. Þetta eru engin geimvísindi. Þeir sem hafa næma huga og telja skynsvið sín rúm hafa það oft á orði að mikilvægast sé þó að lágmarka utanaðkomandi áreiti, velja sér við-bragð og hvíla vel í kjarna sínum, punktinum. Við erum öll „opin“. Við, þau „venjulegu“, gætum skynjað snefil af „milliheimum“ rétt fyrir svefn og í svefnrofum að morgni. Þá gætu fuglarnir talað grísku. Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson Innflytjandinn Anne Steinbrenner Anne Steinbrenner, landslagsarkitekt frá Þýskalandi, flutti til Íslands fyrir átta árum og kann vel að meta frjálslegt og afslappað samfélagið. Fann jafnvægið á Íslandi www.austurindia.is Hverfisgata 56 Opið: sun.-fim. 17:30 - 22:00 og fös.-lau. 17:30 - 23:00 Um þessar mundir halda Indverjar hina litríku HOLI-hátíð. Austur-Indíafjelagið færir þér angan af gleðinni og litadýrðinni frá Indlandi fram í apríl með ríkulegum fimm rétta HOLI hátíðarmatseðli á frábæru verði: 5.990 kr. mán.-mið. og 6.990 kr. fim.-sun. Komdu og njóttu þess besta í indverskri matargerð. Tryggðu þér sæti núna í s. 552 1630. 100% DÚNSÆNG FYRIR FERMINGARBARNIÐ FERMINGARLEIKUR LÍN DESIGN MIÐAR Á JUSTIN BIEBER SKRÁÐU FERMINGARBARNIÐ Lambagras Verð nú 9.990 kr Verð áður 14.990 kr Blómahaf Verð nú 7.990 kr Verð áður 15.490 kr LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS 15 GERÐIR AF RÚMFÖTUM Á TILBOÐI SJÁÐU ÚRVALIÐ Á LINDESIGN.IS 100% DÚNN / 790G DÚNN 140x200 Verð nú 23.994 kr Verð áður 39.990 kr 29.695kr. 49620201 GÖTUHJÓL 26” 6 gíra með körfu skoðaðu úrvalið á www.byko.is 38 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.