Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 08.04.2016, Side 49

Fréttatíminn - 08.04.2016, Side 49
SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Hrottalegt morð er framið á hlaupastíg. Fórnarlambið er ung kona, í vasa hennar finnst hálsmen með mynd af Astekaguði, morðvopnið er haglabyssa. Skömmu síðar er framið annað morð: sama umhverfi, sams konar skartgripur. Hvernig velur morðinginn fórnarlömb sín? Tengjast morðin leynilegum trúarsöfnuði? Hver verður næsta fórnarlamb? Bækur Kati Hiekkapelto um lögreglukonuna Önnu Fekete fara nú sigurför um heiminn enda vel skrifaðar, hörkuspennandi og taka á því vandamáli sem nú herjar hvað mest á Evrópu, flóttamannavandanum og stöðu innflytjenda. Bókin var tilnefnd til Petrona verðlaunanna í Bretlandi 2015 fyrir bestu norrænu glæpasögu ársins. Sigurður Karlsson þýddi bókina. Löður daganna er ástarsaga þar sem dansað er kankvíslega á mörkum draums og veruleika, hversdags og óskhyggju, en sagan er um leið óður til lífsins, ástarinnar og tónlistarinnar, einkum djasstónlistarinnar. Sagan kom fyrst út árið 1947 er nú talin með merkustu skáldsögum Frakka á 20. öld. Sagan hefur alla tíð notið gríðarlegra vinsælda, tvisvar verið kvikmynduð, gerð eftir henni ópera, teiknimynd og margoft verið sett á svið. Hún hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál, þar á meðal þrisvar á ensku. Boris Vian (1920–1959) var franskur verkfræðingur, uppfinningamaður, rithöfundur, lagasmiður og djassmaður. Friðrik Rafnsson íslenskaði og skrifar eftirmála. Þór Saari sat á Alþingi 2009–2013 og kynntist vel þinginu og starfsháttum þess. Í þessari bók gerir hann grein fyrir þessari reynslu sinni og greinir þann fjölþætta vanda sem lögjafarsamkoma Íslendinga á við að stríða. Í bókinni er að finna harða gagnrýni á starfshætti þingsins og sýnt er hvernig þessir starfshættir stuðla m.a. að þeirri skömm sem stór hluti þjóðarinnar hefur á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. „Fjögurra ára þingmennska Þórs Saari breytist hér í vettvangsrannsókn – með henni tekst honum að sýna margar helstu ástæður þess að Alþingi virðist ýmist máttlaust eða marklaust.“ Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði við HÍ „Með þessari bók um hegðunarvandamál Alþingis og persónulega reynslu sína af þingstörfum hefur Þór Saari unnið þarft verk ... Þessa stuttu en snörpu bók þurfa sem flestir að lesa.“ Þráinn Bertelsson, kvikmyndagerðarmaður Glæpir, ástir og Alþingisvandamálið 5 Eymundsson 6. apríl 2016 7 Eymundsson 6. apríl 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.