Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 08.04.2016, Síða 58

Fréttatíminn - 08.04.2016, Síða 58
Leikstýran Lilly Wachowski tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hún kom út úr skápnum sem transkona þegar hún tók við GLA- AD-verðlaunum fyrir þætti sína Sense8 á laugardag. Wachowski-systurnar Lilly og Lana, sem þekktar eru fyrir bíó- myndir á borð við Matrix-trílóg- íuna og Cloud Atlas, hafa nú báðar komið út sem transkonur. Lana tilkynnti að hún væri trans árið 2012, en Lilly kom ekki opin- berlega fram af eigin vilja, heldur hafði slúðurblaðið Daily Mail kom- ist á snoðir um að hún lifði sem kona og hótaði að birta fregnirnar í blaðinu fyrr á þessu ári. Lilly sá sér því þann kost vænstan að opinbera það sjálf, þó þær systur séu þekktar fyrir að vera þvert um geð að koma fram í fjölmiðlum. Lilly notaði tækifærið í þakkarræðu sinni til að skjóta á Daily Mail og þakkaði þeim kald- hæðnislega fyrir „einstakt um- burðarlyndi og kurteisi“ í sinn garð. „Nú skoðar fólk verk okkar systur minnar með það í huga að við séum trans, sem mér finnst frábært,“ sagði Lilly meðal annars í ræðu sinni við verðlaunaafhend- inguna, „því það minnir okkur á að list er síbreytileg. Þó sjálfsmynd og breytingar séu ómissandi þætt- ir í verkum okkar systra, er horn- steinn þeirra miklu frekar ást.“ 58 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016 Það minnir okkur á að list er síbreytileg. Þó sjálfsmynd og breytingar séu ómissandi þættir í verkum okkar systra. Við kíktum við þar upp á djókið en þar var ekkert um að vera nema einn paparazzi- ljósmyndari að taka mynd af húsinu. „Djamm er ekki bara djamm, djamm snýst líka um fólk og tilfinningar og að drekka og gleyma.“ Hér liggur samhengið í augum uppi. Notast skal fyrir, á meðan eða eftir djamm. Þá allra helst á sunnudegi þegar maður er lítill í sér. „Það eru ekki allir dagar laugardagar.“ Sannari orð hafa aldrei verið sögð og furða að þessi frasi hafi ekki fæðst fyrr. Hann má kveða alla daga nema á laugardögum, en sérstaklega á mánudögum. „Ég er Helgi fokking Björnsson.“ Smá skrítið að segja þetta ef þú ert ekki Helgi Björns, en leyfist einu sinni á lífsleiðinni. „Það er bara pláss fyrir eina fræga konu á Íslandi.“ Þennan frasa má segja oft og mörgum sinnum, í öllum aðstæðum, þar til hann hættir að vera sannur. „Ert þú bara að cock- slappa börn hérna?“ Farið varlega með þennan. „Það voru nokkur börn á leikskólanum sem rottuðu sig saman, þetta var bara mann- orðsmorð.“ Gott að notast við þennan þegar aðili er ósáttur með hlutskipti sitt í lífinu, þá er best að kenna börnum um það. Frasar fæðast í Ligeglad Gamanþættirnir Ligeglad hafa slegið í gegn. Það má segja að ný Næturvakt sé að líta dagsins ljós. Hin ólíku lönd Panama og Ísland hafa þessa vik- una verið oftar nefnd í sömu andrá en nokkurn- tíma áður. Leki Panama-skjalanna svokölluðu er stærsti gagnaleki sögunnar og átti stóran þátt í því að stjórnsýsla Íslands lék á reiðiskjálfi. Hann var þó ekki ástæða þess að þeir félagar Kolbeinn Hamíðsson, Hannes Rannversson og Sturla Njarðarson ákváðu að leggja leið sína til Panama fyrir viku síðan sem hluta af ferðalagi sínu um Mið- og Suður-Ameríku. Félagarnir segjast þó ekkert hafa orðið varir við að skattaskjól íslenskra ráðamanna veki hneykslan innfæddra í Panama, enda kannist fæstir Panamabúar yfirleitt við eyjuna Ísland í Atlantshafi. „Flestir sem við hittum hér eru líka brim- brettagaurar sem eru lítið að spá í heims- málin, svo það er kannski ekki alveg að marka þá,“ segir Kolbeinn. Félagarnir gista í fjármálahverfi í Panama og eru höfuðstöðvar Mossack Fenseca stutt frá gististað þeirra. „Við kíktum við þar upp á djókið en þar var ekkert um að vera nema einn paparazzi-ljós- myndari að taka mynd af húsinu.“ Hannes lét þó gott tækifæri ekki fram hjá sér fara og tók sjálfu við lógó lögfræðiskrifstof- unnar sem svo mikil áhrif hefur haft á Ísland og heiminn allan síðustu viku. | sgþ Enn meiri tengsl Íslendinga við Panama Tóku sjálfu við höfuðstöðvar Mossack Fenseca Hannes Rannversson tók sjálfu fyrir framan höfuðstöðvar Mossack Fenseca. „Horfið á Matrix með það í huga að við séum trans“ Leikstjórasysturnar Lilly og Lana Wachowski hafa nú báðar komið opinberlega fram sem transkonur Önnur leikstýra Matrix-þríleiksins kom fram í fyrsta sinn opinberlega sem kona á GLAAD-verðlaununum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.