Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 08.04.2016, Page 62

Fréttatíminn - 08.04.2016, Page 62
62 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016 Pörin og sambýlingarnir Aron, Hildur, Styrmir og Vera eru nemar á ólíkum sviðum, allt frá jarðeðlisfræði til leiklistar. Þau vakna því öll snemma á morgnana í skólann. Þennan morguninn gáfu þau sér þó tíma til að fara í bakarí og fá sér morgunverð saman, en segja það algjört einsdæmi. Venjulega séu unaðsstundir sambýlinganna alls ekki á morgnana, heldur á kvöldin þegar fjórmenningarnir kíkja út í ísbúð og horfa á vídeó saman heima. „Það er svo mikil snilld að búa með skemmtilegu fólki því maður er aldrei einn,“ segir Aron og hin taka undir það: „Þetta er eins og lítil nútímafjölskylda.“ Morgunstundin „Þetta er eins og lítil fjölskylda“ Mynd | Rut Hvað þýða þessi orð? Benni, Þorri, Þóra og Hanna Guðrún settust niður og veltu fyrir sér ýmsum orðum Afruglari: Hmm, að vera alveg rugl- aður? Vídeóleiga: Leigja mynd í sjón- varpinu. Loftnet: Til að horfa á sjónvarpið, stundum upp á þaki, eða svona yfirleitt. Selfie: Ég veit ekki hvað það þýðir. Fössari: Föstudagur! Hipster: Að vera heimsmeistari. Bankahrun: Ég held það þýði að steinar séu að hrynja. Þorri Ingólfsson 6 ára Afruglari: Það er dós. Vídeóleiga: Það er í sjónvarpinu, til að horfa á mynd. Loftnet: Það er svona dót í loftinu. Fössari: Það er byssa. Selfie: Að taka mynd af sér. Hipster: Það er svona tónlist. Bankahrun: Ég held það séu peningar. Þóra Marín Sigmundsdóttir 4 ára Afruglari: Að vera rugludallur. Vídeóleiga: Svona vídeó eins og bróðir minn leigir í tölvunni. Loftnet: Ég veit ekki. Selfie: Ég veit ekki alveg en það er svolítið eins og selur. Fössari: Það er held ég föstudagur. Hipster: Ég veit ekki alveg. Bankahrun: Banki? Hanna Guðrún Ingólfsdóttir 4 ára Afruglari: Ég hef aldrei heyrt þetta áður. Kannski að maður sé alltaf ruglaður en gleymir því aldrei að maður sé ruglaður? Vídeóleiga: Þá fer maður svona inn á sjónvarpið og þar getur maður leigt allskonar myndir. Ég hef oft gert það. Loftnet: Það er gervihnöttur út í geim sem sendir á stöð lengst í burtu og það er stór hnöttur sem dreifir þessu yfir öll „system“ og í sjónvarpið. Selfie: Þegar maður tekur mynd af sjálfum sér. Fössari: Ég hef aldrei heyrt þetta, hef ekki hugmynd. Hipster: Hypjaðu þig burt? Bankahrun: Það er þegar peningar hrynja inn í bankann. Benjamín Gunnar Valdimarsson 7 ára Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Ég er frekar rólegur gaur en núna er ég brjálaður,“ segir Hemúllinn þegar hann stígur af sviði á mótmælafundi mánu-dagsins 4. apríl. Arnar Snæberg Jónsson er verk- efnastjóri hjá Reykjavíkurborg og þriggja barna fjölskyldufaðir en á sér hliðarsjálf, tónlistarmanninn Hem- úlinn sem þekktur er fyrir slagara á borð við „Þvílík firra, þvílík fórn! Þett'er vanhæf ríkisstjórn!“ og „Sig- mundur Davíð hvar er peningurinn minn?“, sem flutt að sjálfsögðu var flutt á mótmælunum, þó í útgáfu sem hét: „Sigmundur Davíð hvar er peningurinn ÞINN?“. Orkan og reiðin streymdi frá Hemúlnum, en Arnar segist sjálfur ólíkur Hemúlnum að flestu leyti. „Mér dettur til dæmis aldrei í hug að láta fólk heyra það eða neitt, en Hemúllinn sér um það.“ Hemúll- inn sé þó óhræddur við það, enda hatar hann fávita, að sögn Arnars: „Hvort sem það eru fávitar í pólitík, þeir sem leggja í fatlaðrastæði eða rasistar.“ Arnar heldur á trépriki og á enda þess er tálguð hönd sem vel að merkja heldur miðjufingrinum uppi. Höndina fundu börnin hans uppi undir súð á heimili þeirra í Hafnar- firði. Prikið á vel við hér á Austur- velli og skekur Hemúllinn tréputt- ann í átt að Alþingi milli þess sem hann hrópar „Vanhæf ríkisstjórn!“ með fjöldanum. Hemúllinn á langan feril að baki, en hann leit fyrst dagsins ljós árið 2001. „Hemúllinn varð til þegar ég barðist við þunglyndiseinkenni,“ segir hinn 38 ára gamli Arnar. Hemúllinn gerir alla sína tónlist í Guitar Pro, forrit sem hann stal á netinu og er að hans sögn alls ekki ætlað til tónlistarsköpunar. „Ég kann bara ekki á nein tónlistarforrit, þess vegna er svolítið fyndið að ég búi til raftónlist.“ Tónlistin hefur þó breyst mikið á 15 ára ferli. „Til að byrja með voru lögin poppaðri tónlist og textar, en með aldrinum varð ég reiðari og textarnir breyttust í samræmi við það.“ Arnar segir áætlan Hemúlsins einfaldlega að vera alltaf á móti og segir Hemúlnum slétt sama um hvort fólk fíli sig eða ekki. „Ef Sjálf- stæðisflokkurinn vill ekki ráða þig ertu ekki að gera neitt rangt. Það er mikilvægara að vera trúr sjálfum sér en að fá gigg.“ Nú er Hemúllinn í fyrsta sinn á leið í stúdíó, þvert á upprunalega stefnu sína um að gefa aldrei út eitt einasta lag. „Ég klúðraði eigin stefnu og lofaði á Facebook að ef ég fengi 1000 læk gæfi ég út efni. Sem er vandamál því Hemúllinn svínvirkar á sviði en drepst alveg í stúdíói.“ Næst mun Hemúllinn koma fram á Norðanpaunks-hátíðinni í sumar auk annarra gigga, sjái hann sig ekki knúinn til að ausa úr skálum reiði sinnar á frekari mótmælafundum í millitíðinni. „Hemúllinn er ómengaður og tær pirringur og ég held að það sé það sem fólki fíli við þetta. Stundum er betra að öskra um hlutina í stað þess að röfla um þá, og það er það sem fólk langar í raun til að gera.“ „Sigmundur Davíð, hvar er peningurinn þinn?“ Pönktónlistarmaðurinn Hemúllinn er hliðarsjálf fjölskylduföður í Breiðholtinu Hemúllinn fann þetta eftirtektarverða prik uppi á lofti hjá sér, og nýtti það vel á mótmælafundi mánudagsins. Arnar er verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg í Mjóddinni þegar hann sinnir ekki hliðarsjálfi sínu, hinum reiða Hemúl. Mynd | Rut

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.