Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 08.04.2016, Síða 66

Fréttatíminn - 08.04.2016, Síða 66
1Fá hlutlausan sér-fræðing til að meta ástand eignarinnar og viðgerðaþörf. 2Við minni verk er hægt að óska eftir tilboðum frá verktök- um byggðum á magn- tölum og verklýsingu. Við stærri verk fer yfir- leitt fram útboð. 3Meta þarf tilboðin í samhengi við út- boðsgögnin, heildar- verð, einingaverð, upp- setningu tilboðsins og verktíma. 4Þegar ákveðið hefur verið hvaða tilboði skal taka, er gengið til samninga við viðkomandi verktaka. Seint verður nægjan- lega brýnt fyrir fólki mikilvægi þess að gera skriflegan samning við verktaka hvort sem er um lítil eða stór verk að ræða. 5Eftirlit með framkvæmd þarf að vera í vel skil- greint og föstum farvegi og oft er ráð- inn til þess óháður aðili. 6 Lokauppgjör fer fram eftir að verki telst lokið. Mikilvægt er að taka út framkvæmdina og frágang á verkinu áður en lokagreiðsla fer fram. Húseigendafélagið hefur gætt hagsmuna húseigenda í rúma níu áratugi Húseigendafélagið var stofnað árið 1923 og er almennt hagsmunafélag fasteignaeigenda á Íslandi, hvort sem fasteignin er íbúð, einbýlishús, atvinnuhúsnæði, land eða jörð, leiguhúsnæði eða til eigin nota. Félagar eru bæði einstaklingar, fyrirtæki og félög, þ.m.t. húsfélög í fjöleignarhúsum. Upphaflega var félagið fyrst og fremst hagsmuna- vörður leigusala og stöndugra fast- eignaeigenda í Reykjavík en í tím- ans rás hefur það orðið almennt landsfélag, meira í ætt við neyt- endasamtök og obbi félagsmanna er íbúðareigendur í fjöleignarhúsum. Félagsmenn eru um 10.000 og þar af eru nálægt 800 húsfélög. Félags- mönnum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin, einkum og sér í lagi húsfélögunum. Starfsemi Húseigendafélagsins er þríþætt, almenn hagsmunagæsla fyrir fasteignaeigendur, almenn fræðslustarfsemi og upplýsinga- miðlun, sem og ráðgjöf og þjónusta við félagsmenn. Húsfundaþjónusta félagsins fel- ur í sér aðstoð og ráðgjöf við undir- búning funda, þ.e. dagskrá, tillögur, fundarboð og fundarstjórn og ritun fundargerða. Þá býður félagið einn- ig upp á húsaleiguþjónustu. Húseigendafélagið rekur sér- hæfða lögfræðiþjónustu fyrir félags- menn sína á þeim réttarsviðum, sem varða fasteignir og eigendur þeirra. Lögfræðiþjónustan hef- ur verið þungamiðjan í starfsemi félagsins síðustu áratugi. 6 heilræði til húsfélaga í framkvæmdaham Hagsmunagæsla fyrir húseigendur Bryndís Guðjónsdóttir þjónustufulltrúi og Harpa Helgadóttir, skrifstofustjóri hjá Húseigendafélaginu. Húseigendafélagið Húseigendafélagið er til húsa að Síðumúla 29 í Reykjavík. Sími: 588-9567. Netfang: postur@huseigendafelagid.is. Á skrifstofunni eru veittar nánari upplýsingar um félagið, starfsemi þess og þjónustu. Þar fást margvísleg gögn og upplýsingar, s.s. lög og reglu- gerðir, eyðublöð fyrir húsaleigusamninga og fræðsluefni af ýmsu tagi. www.huseigendafelagid.is Heimasíða félagsins er ný og endurbætt og hefur að geyma margvíslegar upplýsingar um Húseigendafélagið, starfsemi þess og viðfangsefni. Þar er m.a. yfirlit yfir fjölda greina sem lögfræðingar félagsins hafa ritað og félagsmenn geta fengi endurgjalds- laust. Þjónusta við félagsmenn Þjónusta félagsins er einskorðuð við félags- menn enda standa þeir undir starfsemi þess með félagsgjöldum sínum. Félagið stendur á eigin fótum fjárhagslega og þiggur enga styrki. Félagsgjöldum er mjög í hóf stillt. Árgjald einstaklings er 5.500 krónur en 3.500 krónur fyrir hvern eignarhluta þegar um húsfélög er að ræða. Skráningargjald, 4.900 krónur, er greitt er við inngöngu og felst í því viðtalstími við lögfræðing. Mynd | Hari Kannaðu ástand glugganna Þegar sumarið nálgast er tilvalið að huga að þeim verkum sem bíða fyrir sumarið. Á vorin er gott að gera ástandsskoðun á timbri og málningu á gluggum. Til að meta hvort tími sé kominn til að mála er best að bregða málningarsköfu (eða svipuðu áhaldi) á málninguna næst glerinu. Ef máln- ingin lætur ekki undan þá er ástand gluggans í góðu lagi. Ef hún bólgnar upp er hins vegar þörf á viðhaldi. 2 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016 Viðhald húsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8700 www.funi.is – www.blikkas.is FR U M - w w w .f ru m .is Þú nærð árangri með Plannja þakrennum ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Úrval lita á lager www.ishusid.is ∑ S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur Stundum þarf maður bara smá frið hljóðlátu vifturnar í húsið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.