Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 08.04.2016, Page 68

Fréttatíminn - 08.04.2016, Page 68
Hugsaðu vel um pallinn Nú er kominn tími til þess að huga að pallinum og skoða hvernig hann kemur undan vetri. Að ýmsu er að hyggja til þess að halda honum vel við. ■ Byrjið á því að sópa vel og taka allt af pallinum. ■ Skoðið allar skrúfur og nagla vel, skiptið um þá sem eru ryðgaðir eða fúnir. ■ Hreinsið pallinn vel, hægt er að nota viðarhreinsi og skrúbba vel með bursta með stífum hárum. ■ Látið pallinn þorna alveg ef þið ætlið að lakka hann eða bera á hann viðarvörn. ■ Pússið yfirborðið með sand- pappír og sópið vel áður en þið hefjist handa við að bera á pall- inn. ■ Passið ykkur að vera með hanska og klút fyrir vitum þegar þið eruð að nota lakk eða önnur sterk efni. ■ Ekki gleyma að skoða veður- spána áður en þið hefjist handa. Það er vont að það byrji að rigna á blautt lakk eða viðarvörn. ■ Þegar þú hefur gert pallinn hreinan og fínan má fara að huga að því hvernig þú ætlar að nýta hann í sumar. Grillið á væntanlega sinn stað sem og garðhúsgögnin. Það er um að gera að nota hugmyndaflugið til þess að gera pallinn að ein- stökum griðastað. ■ Hafið nóg af lifandi blómum og leyfið jafnvel börnunum að planta í eigin blómapott og leyfið þeim að sjá um þau sjálf. ■ Útbúið kryddjurtakassa. ■ Notið vörubretti til þess að búa til sófa eða jafnvel lítið eld- stæði. Pinterest er uppfullt af frábærum hugmyndum hvernig má nota vörubretti. ■ Hengirúm eru alltaf skemmtileg og það má einnig nota Pinterest til þess að finna góða útfærslu á þeim. 4 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016 Viðhald húsa Átt þú gamalt hús sem þarf að gera við - hvar á að byrja? Ókeypis ráðgjöf í Árbæjarsafni miðvikudaga kl. 15 - 17 og á sama tíma í síma 411 6333. HÚSVERNDARSTOFA Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.