Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 08.04.2016, Síða 81

Fréttatíminn - 08.04.2016, Síða 81
 |17FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016 Kynningar | Viðhald húsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is Unnið í samstarfi við Áltak Þessari vöru fylgir nær ekkert umhverfisrask og hægt er að fjarlægja jarðvegsskrúfurnar án nokkurrar fyrirhafnar. Þetta sparar tíma og kostnað í tengslum við uppgröft og steypu- vinnu,“ segir Hildur Sigurðardóttir verkfræðingur um þessa nýjung sem einfaldar verulega ferlið sem fylgir því að hefja framkvæmdir. Skrúfurn- ar koma í öllum stærðum og gerðum en það fer eftir hvers konar jarðveg er verið að vinna með og hvers lags framkvæmdir. Dýrleif Arna Guð- mundsdóttir, sem einnig starfar sem verkfræðingur hjá Áltaki, segir jarð- vegsskrúfurnar afar hentugar fyrir sólpalla, til að mynda. „Við getum tekið sem dæmi sólpalla þar sem algengasta aðferðin er að grafa holur og steypa hólka. Þetta tekur tíma og steypan þarf að harðna. Með þessum skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og kostnaðarminna.“ Skrúfurnar í skottið og í sveitina Sumarbústaðaeigendur margir hverjir þekkja vel brasið með að aka með steypu og hólka þegar byggja á pall. Jarðvegsskúfurnar útiloka þessa snúninga sem fyrir sumum hafa letjandi áhrif á framkvæmda- gleðina. „Með þessu þarf ekki alltaf að vera að keyra á milli. Þú tekur bara skrúfurnar og vélina með, getur jafnvel bara skellt því í skottið. Svo er bara brunað í sveitina, skrúfurnar boraðar niður og byrjað að smíða pall,“ segir Hildur. Festa niður trampólín Jarðvegsskrúfurnar eru til ýmissa hluta nytsamlegar, ekki bara sem undirstöður fyrir stærri framkvæmd- ir. „Við erum með minni skrúfur til þess að festa trampólín niður þannig að í óveðri eru þau ekki fjúkandi um allan bæinn og valda tjóni. Það þarf ekki nema tvær til þrjár skrúfur og kostar skrúfan 2.500 krónur,“ segir Dýrleif og bætir Hildur við að þetta sé frábær lausn fyrir þau sem ekki hafa kost á því að geyma trampólínin inni þegar veður geisa. Tólf á innan við klukkustund Það er afar einfalt að koma skrúf- unum fyrir og fólk getur komið í Áltak og sótt bæði skrúfurnar og skrúfvélina og fengið grunnkennslu í notkun vélarinnar. Síðan er mælt fyrir skrúfunum og það eina sem þarf að gera er að bora skrúfurnar niður og undirstöðurnar eru tilbúnar. „Við settum upp sýningarpall hér hjá okkur sem í þurfti 12 skrúfur. Á innan við klukkustund voru allar 12 skrúfurnar komnar niður og hægt var að byrja á pallinum,“ segir Dýrleif. Áltak og Rekverk Ef um stærri framkvæmdir er að ræða, eða ef fólk vill nýta sér þæg- indin, bendir Áltak á Rekverk sem veitir afar fagmannlega þjónustu við að koma skrúfunum fyrir. „Þeir eru okkur innan handar og eru að þjónusta bæði stór og smá verk. Þar er mikil fagmennska til staðar og við mælum með þeim þegar um stærri framkvæmdir er að ræða.“ Hægt að byrja á pallinum strax Jarðvegsskrúfur frá Áltaki henta vel fyrir t.d. skilti, sólpalla, fánastangir, smáhýsi, skýli, göngustíga og jafnvel trampólín Dýrleif, t.v. og Hildur eru verkfræðingar hjá Áltaki sem sérhæfir sig meðal annars í jarðvegsskrúfunum. Áltak bendir á Rekverk sem veitir afar fagmann- lega þjónustu við að koma skrúfunum fyrir. Jarðvegsskrúfurnar auðvelda hvers kyns framkvæmdir til muna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.