Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 08.04.2016, Side 83

Fréttatíminn - 08.04.2016, Side 83
 |19FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016 Kynningar | Viðhald húsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is Unnið í samstarfi við Íspan Gler er notað í sívaxandi mæli í ýmsum tilgangi. Hjá Íspan er úrvalið af gleri nán-ast óþrjótandi og þar má til dæmis nefna spegla, lakkað gler, sólvarnargler, tvöfalt gler, sandblásið gler, hljóðvarnargler, öryggisgler, litað gler og svona mætti lengi telja. „Það er hægt að nota gler í nánast hvað sem er í dag. Við bjóðum upp á gler í glugga en það er aðeins brot af því sem hægt er að nota glerið í. Það er til dæmis gler í handrið og skjól- veggi sem margir eru að huga að þessa dagana,“ segir Ólafur Ragnar Hilmarsson, gæðastjóri hjá Íspan. Gler í sturtuna og eldhúsið Það færist sífellt í aukana að fólk noti gler inni á heimilum sínum. „Já þetta er mjög vaxandi, að fólk hafi gler milli innréttinga til dæmis í eld- húsinu hjá sér í staðinn fyrir flísar og fúgu og það kemur mjög huggulega út. Það er hægt að vera með gamalt eldhús og fríska upp á það með því að setja gler á milli skápa, meira að segja er hægt að setja gler yfir gamlar flísar og spara sér vinnu við að fjarlægja þær það getur flokkast sem gott viðhaldsverkefni,“ segir Ólafur Ragnar. Það eru líka dæmi um að fólk setji gler inni í sturtu- klefa, á vegginn, í staðinn fyrir flísar, svo möguleikarnir eru endalausir. Gler í hvað sem er Íspan hefur starfað sleitulaust frá árinu 1969 og státar af glæsilegu úrvali af gleri af öllum gerðum Hágæða gler frá 1969 Þann 14. ágúst 1969 hóf Íspan starfsemi sína í 250 fermetra húsnæði í Skeifunni. Markmið fyrirtækisins var frá fyrsta degi að framleiða há- gæða einangrunargler og leitaðist í hvívetna við að búa verksmiðjuna fullkomnustu tækjum sem völ var á. Fyrirtækið dafnaði vel í Skeifunni og svo vel tóku iðnaðarmenn og húsbyggjendur framleiðslu Íspan að á vormánuðum árið 1971 var hafist handa við byggingu nýs verksmiðju- húss að Smiðjuvegi 7, þar sem við vorum frumbyggjar þess tíma, og þar erum við til húsa enn í dag. Á 110 dögum reis þar 2000 fermetra hús- næði sem hefur allt frá þeim tíma hýst framleiðslu og söludeild Íspan, en gegnum árin hefur verið byggt við og ýmsar aðrar breytingar gerðar á húsnæðinu til að aðlaga það breyttum tímum og aukinni starfsemi. Fagmenn til ísetninga og uppsetninga Íspan leggur mikinn metnað í þjónustu við viðskiptavini sína. Meðal þjónustuþátta eru t.d. mælingar, tilboðsgerð, heimsendingar, leiga á sogskálum og öðrum búnaði til glerjunar. Seljum glerísetningarefni, þéttilista, skrúfur, kítti o.fl. Auk þess bjóðum við ýmsar festingar og aukahluti til uppsetninga á gleri og speglum. Íspan útvegar fagmenn til ísetninga og uppsetninga á öllu gleri og speglum og sérfræðiráðgjöf varðandi allt sem snýr að gleri og glerjun. Úrval glers og spegla er yfir- gripsmikið, einnig hert gler og öryggisgler. Íspan hefur verið starfandi sleitulaust frá árinu 1969 og byggt upp góðan orðstír á þeim tíma. Ólafur Ragnar segir að gler sé hægt að nota fyrir nánast hvað sem er í dag. Myndir | Rut Stúdentagarðarnir við Sæmundargötu hafa til að mynda vakið mjög mikla at- hygli fyrir svalirnar sem skarta einmitt gleri frá Íspan, en það er í öllum regnbogans litum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.