Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 4
Mynd | Getty Images Fylgdu lækninum sínum Álfurinn 2016 - fyrir unga fólkið Húsaleigubætur hafa ekki hækkað allt kjörtímabilið en frumvarp velferðarráðherra um leigubætur er enn til meðferðar í velferðarnefnd. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Frumvarp um almennar íbúðir hefur verið afgreitt úr velferðarnefnd í góðri sátt nefndarmanna. Markmiðið var að tryggja framboð á leiguhúsnæði fyrir lágtekjufólk á verði í samræmi við greiðslugetu, en það var liður í að- gerðum til að greiða fyrir kjarasamn- ingum. Nú er búið að bæta heimild í frumvarpið sem leyfir að fólk með hærri tekjur síðustu þrjú árin, getur fengið að vera í íbúðunum gegn hærri leigu. Þá er verið að leggja inn við- bótarframlög vegna húsnæðis fyrir þá sem eru með allra lægstu tekjurnar. Eftir er að afgreiða frumvarp um húsnæðisbætur til leigjenda. „Húsaleigubætur hafa ekki hækkað allt kjörtímabilið, áttatíu milljarðar króna fóru í niðurfærslu lána til hús- eiganda en leigufélögin voru látin sitja hjá,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadótt- ir. „Ráðherra lofaði síðan hækkun húsaleigubóta til mótvægis við mat- arskattinn, það var ekki staðið við það og nú er liðið nær eitt og hálft ár. Hvernig sem þetta frumvarp fer, þá verður að hækka bæturnar, það getur ekki beðið lengur.“ Hún segir velferðar nefnd í viðræð- um við ráðuneytið um hvort hægt sé að hækka framlögin sem fylgja frum- varpinu. Húsaleigubætunar hafi átt að ná til fleiri tekjuhópa en þeirra lægstlaunuðu. Ljóst sé að þá þurfi að hækka framlagið. Að óbreyttu stefni í að þeir tekjulægstu sitji eftir en þeirra staða á leigu- markaði sé verst. „Frumvarpið nýtur stuðnings verkalýðshreyf- ingarinnar en markmið þess var að koma til móts við fólk með með- altekjur og jafna milli húsnæðisbóta og leigu- bóta svo fólk væri jafn- sett í leiguhúsnæði og í séreignakerfinu,” segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. „Það var partur af samkomulagi fyrir kjarasamninga. Ef það á að víkja verulega frá markmiðinu mun- um við skoða það alvarlega. Ég ætla að gefa mér það að ríkis- stjórnin ætli ekki að ganga á bak orða sinna,“ segir hann. Heilbrigðismál Landlækni var ókunnugt um aðgerðir á íslenskum konum Tvöfalt heilbrigðiskerfi brýtur í bága við lög Hópur íslenskra kvenna sem er í áhættu- hópi fyrir brjóstakrabbamein hefur látið fjarlægja brjóstin og byggja upp ný og greitt fyrir það úr eigin vasa Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Ef konur í áhættuhópi geta greitt fyrir fyrirbyggjandi brjóstnám á einkaklíník til að losna við bið á Lands- spítalanum, þá er það tvöfalt heilbrigðiskerfi sem brýt- ur í bága við lög,” segir Birgir Jakobsson landlæknir en honum var ókunnugt um að íslenskar konur færu í brjóstnámsaðgerðir á Klíníkinni við Ármúla. Sigur- björg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur tekur í sama streng og landlæknir: Það er verið að brjóta fyrstu grein sjúkratryggingalaga, sem kveður á um að tryggja bestu, fáanlegu læknismeðferð óháð efnahag. „Það hljóta að vakna spurningar um hvort allir hafi sama aðgang að þjónustunni út frá fjárhagsleg- um forsendum,“ segir María Heimisdóttir læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH. Hún segir að Landspítalinn hafi veitt þessa þjónustu lengi og staðið sig vel í alþjóðlegum samanburði. „Aðalatriðið er að það náist sátt um hvar best er að veita þessa þjónustu og að það sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir María. Hún segir að þetta séu ekki skurðaðgerðir sem hægt sé að hoppa í með engum fyrirvara. „Við lítum ekki svo á að konur sem ætla í svona aðgerð séu sjálfkrafa á einhverjum biðlista. Það fer virkur undirbúningstími í hönd, bæði út af erfðar- áðgjöf og svo þarf að vega og meta kosti og galla að- gerðarinnar.“ Sigurbjörg Sigurgeirs- dóttir segir að stjórnvöld hafi minna svigrúm til að skipuleggja og forgangs- raða þjónustunni meðan stór hluti lækna sé í einka- rekstri og bundinn einkaréttarlegum samningum við sjúkratryggingar. Þá sé enn fremur grafið undan tiltrú almennings á opinbera kerfinu. Læknar séu voldug- asta stéttin innan heilbrigðiskerfisins og meðan ekki sé hægt að skipuleggja með hliðsjón af almannahags- munum sé hætta á frekara fjársvelti sem ýti enn frekar undir einkavæðingu. Sigurbjörg segir að eftir því sem notendagjöldin í heilbrigðisþjónustunni hækki, sjái tryggingafélögin sér leik á borði og bjóði alls kyns sjúk- dómatryggingar. Þar með sé hluti þess sem er greitt til heilbrigðisþjónustunnar farinn út úr kerfinu. Einkafyr- irtækin velji síðan úr auðveldustu sjúklingahópana og bjóði upp á meðferð. Erfiðustu tilfellin sitji eftir inni á opinberu sjúkrahúsunum. Klíníkin hefur tilkynnt dagbundna starfsemi til land- læknis, þar sem fólk fer heim að lokinni aðgerð, en hef- ur ekki tilkynnt rekstur legudeildar eða sjúkrahúss, þar sem fólk liggur inni yfir nótt. Enginn frá Klíníkinni vildi tjá sig um málið. Klíníkin hefur ekki náð samkomulagi við Sjúkratryggingar um slíkar aðgerðir og því er þær ekki niðurgreidd- ar Samkvæmt BRCA samtökum kvenna sem eru í áhættuhópi vegna brjóstakrabbameins fylgdi hópur kvenna Kristjáni Skúla Ásgeirs- syni brjóstaskurðlækni þegar hann flutti sig yfir á Klíníkina og vildi frekar fara í aðgerð hjá honum þótt þær þyrftu að greiða fyrir hana sjálfar. „Ég var á biðlista, eignaðist barn í milli- tíðinni og hitti síðan Kristján Skúla, sem er núna á Klíníkinni,” segir Inga Lillý Brynjólfsdóttir formaður Brakka-sam- takanna, samtaka, BRCA arfbera. „Hann er eini lækn- irinn sem hefur sér- hæft sig í fyrirbyggjandi brjóstnámi og ég ákvað að fylgja honum. Það voru langir biðlistar á Landspítalanum og ég veit um tvö dæmi þess að konur sem voru að bíða greindust með krabbamein. Ég efast ekki um að allir séu að vinna frábært starf en það skiptir máli að velja sér lækni. Þetta er persónulegt svæði og það skiptir máli að líða vel með lækninn sinn og tengjast honum. Eins og þetta er í dag, er þetta kannski tvöfalt heilbrigð- iskerfi, en mér finnst að niðurgreiðslan eigi að fylgja okkur en ekki lækninum eða sjúkrahús- inu, það er synd að það eigi að ráðast af efnahag hvert konur geti leitað.“ María Heimisdóttir læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH. Inga Lillý segir Kristján Skúla eina lækninn sem hafi sérhæft sig í fyrir- byggjandi brjóstnámi. Birgir Jakobsson segir að ef íslenskar konur séu að greiða fyrir aðgerðir á einkaklíník sem séu framkvæmdar á Landspítala, sé það brot á lögum. Alþingi Frumvarp um almennar íbúðir afgreitt úr þingnefnd Of lítið fé fylgir húsnæðisfrumvörpunum Að óbreyttu stefnir í að þeir tekjulægstu sitji eftir, segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Einn listamaður með diplómatapassa Einn listamaður hefur fengið diplómatapassa en það er Vladimir Askenazhy Stjórnsýsla 490 með diplómatísk vegabréf Í dag eru í gildi 490 dipló- matísk vegabréf en meðal þeirra sem eiga rétt á slíku eru forseti Íslands og maki, forseti þingsins, núverandi ráðherrar og fyrrverandi forsætis- og utanríkisráð- herrar auk hæstaréttar- dómara og annarra æðstu embættismanna ríkisins, sendiherra og starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Utanríkisráðherra getur einnig út- hlutað listamönnum sem skara fram úr á alþjóðavettvangi slíku vega- bréfi, en einungis einn íslenskur listamaður, Vladimir Askenazhy, hefur slíkt vegabréf. Vegabréfinu er ætlað að greiða götu handhafa þess í útlöndum en veitir afar takmörkuð réttindi á Íslandi. Það er mismunandi eftir löndum hve mikillar friðhelgi hand- hafar þess njóta en samkvæmt Vín- arsamkomulaginu er hverju landi i sjálfsvald sett hvaða reglur það setur. Dorrit Moussaieff er með diplómatískt vegabréf sem eigin- kona forseta Íslands. Það var útgef- ið árið 2006, eftir að Dorrit fékk ríkisborgararétt talsverðu eftir að hún giftist forsetanum, en það er einungis gefið út fyrir íslenska rík- isborgara. Í nýjasta blaði Stundarinnar er látið að því liggja að forsetafrú- in hafi haft diplómatainnsigli, en samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu stenst það ekki skoðun. Slík innsigli séu afar sjald- an notuð í dag og það gildi um þau strangar reglur. | þká 4 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.