Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 40
Mynd | Hari Stefán Ingvar Vigfússon er líklega einn dyggasti áhorfandi spunasýninga Improv Ísland, en hann hefur farið á tólf sýningar hópsins af fimmtán í vetur. „Mér fannst reyndar ekkert mjög gaman á minni fyrstu Improv-sýningu, en svo fór ég á námskeið í Haraldinum (innsk.blm. spunaforminu sem notað er í sýningunum) og þar var mælt með að fara á sýningarnar því maður lærir mikið af því. Ég fór því aftur og fannst ótrúlega skemmtilegt.“ Stefán fer nú á sýningu í hverri viku en hefur þó misst af þremur sýningum vegna skóla eða vinnu: „Þetta er ódýr dægra- stytting á miðvikudagskvöldi. Svo hefur hitt svo á að það er frídagur á fimmtudegi og þá eru miðvikudagssýningarnar gott fyrirpartý fyrir djammið,“ bendir Stefán á. Spurður um uppáhalds spunaformin sín í sýningunni nefnir hann Martröð leikar- ans, þegar leikari fer með senu úr leikriti og spunaleikari spinnur á móti, og Follow the fun, spunaform þar sem hópurinn fær orð að vinna með og einu reglurnar eru í raun að elta fjörið, hvar sem þar er í senunni. Þegar Fréttatíminn náði tali af Stefáni var hann svo að sjálfsögðu á leið á Improv Ísland sýningu um kvöldið – hvað annað? |sgþ Missir ekki af sýningu Improv Ísland er gott fyrirpartý Í heimi þar sem bragðarefirnir í Vesturbæjarís virðast stækka sífellt og Ikea-kjötbollunum á diskinum okkar fjölga getur verið erfitt að meta sjálfur hversu mikill matur er of mikill matur. En það er kannski ekki okkur að kenna - aðeins lítil börn hafa náttúru- lega getu til að hætta að borða þegar þau eru södd. Og sá öfundsverði eig- inleiki hverfur við þriggja eða fjögurra ára aldurinn. Þegar við höfum enga skynjun sjálf um hvað við þurfum mikinn mat treystum við á að matariðnaðurinn segi okkur það og þar erum við kom- in í klandur. Matariðnaðurinn vill miklu frekar selja okkur mikið af mat í einu fyrir meiri peninga en minni mat á sama verði – það segir sig sjálft. Vandamálið er að enginn neytandi vill fá minna en hann fær nú þegar og því er erfitt að snúa þróuninni til baka. En það er hægt að vera með- vitaður um þessa þróun. Til að sjá hversu hröð hún er er nóg að kíkja á matarstellin í næstu antíkbúð. Það sem virðast vera einhvers konar mat- ardiskar í dúkkustærð eru einfaldlega aðalréttadiskar eins og þeir voru fyrir öld síðan. | sgþ Tölum um matarskammta Hvað eigum við að borða? Heimildir í grafi: Food Standards Agency Hér eru skammtastærðirnar eins og þær ættu í raun að vera 180 g af kartöflum sem er eins og tölvumús 80 g af kjöti sem er eins og spilastokkur 30 g af osti sem er eins og eldspýtustokkur 25 g af snakki sem er eins og venjulegur tebolli 150 g af pasta eða hrisgrjónum sem er eins og tennisbolti Hver óttast föstudaginn 13? „Triskaidekaphobia“ = ótti við föstudaginn þrettánda Svo lamandi er ótti manna við daginn að margir sleppa því jafnvel að fara fram úr. Þó verða færri slys þennan dag, lík- lega vegna þess að margir fara sérstaklega varlega eða halda sig einfaldlega heima. Ástæða þess að dagurinn er alræmdur óhappadagur er óljós. Margir rekja hjátrúna til kristni, enda var Kristur krossfestur á föstudegi og 13 manns sátu til borðs í síðustu kvöld- máltíðinni. „Ég var með harð- sperrur í maganum ég hló svo mikið. Ég skil ekki á hvaða tímapunkti við hætt- um að leika okkur.“ Lögmaður á daginn spunadrottning á kvöldin Katrín Oddsdóttir lögmaður segir spunaleikhúsið kenna sér að lifa í núinu. Við erum aldrei of gömul til þess að gera okkur að fíflum, bulla og fara í þriggja tíma hláturskast. Lögmaðurinn Katrín Oddsdóttir er ein þeirra sem stígur á stokk hvern miðvikudag í Þjóðleikhúskjallaran- um ásamt spunahópnum Improv Ísland. Uppselt hefur verið á allar sýningar Improv í vetur og virðast Íslendingar sólgnir í skemmtunina, enda fá áhorfendur töluvert fyrir sinn snúð en sýningin kostar litlar 1.500 krónur. Katrín er hluti af söngleikjahópn- um sem spinnur söngleiki út frá orðum og sögum áhorfenda. Áður sótti hún nokkur spunanámskeið hjá Haraldinum. „Ég hafði heyrt vel til látið af námskeiðunum hjá henni Dóru Jóhanns. Ég ákvað því að skella mér og stíga langt út fyrir þægindarammann. Í dag er ég al- gjör spunafíkill.“ Katrín segir fyrsta tíma nám- skeiðsins einkennast af þriggja tíma hláturskasti og frelsi til þess að leika sér. „Ég var með harðsperr- ur í maganum ég hló svo mikið. Ég skil ekki á hvaða tímapunkti við hættum að leika okkur. Allt í einu er maður orðinn fullorðinn að taka á móti gluggapósti, sitjandi á skrifstofu. Í spunaleikhúsinu leyfi ég mér allavega einu sinni í viku að bulla, leika mér og vera frjáls.“ Að stíga á svið með óskrifað handrit er bæði stressandi og frelsandi samkvæmt Katrínu. Hún segir alltof stóran hluta lífs okkar fyrirfram ákveðinn. „Maður veit í raun hvað dagurinn ber í skauti sér þegar maður vaknar, nema kannski mætir einhver óvænt með kanilsnúða í vinnuna. Spunaleik- húsið er andstæðan við það, þú ferð inn og veist ekkert hvað ger- ist. Hvort þú þurfir að bregða þér í hlutverk krókódílaömmu eða gospelsöngvara. Þetta þvingar mann til þess að lifa í núinu sem er meinhollt fyrir fólk í þessu hraða nútímasamfélagi.“ Heimspeki spunans segir Katrín nýtast öllum í lífinu. Að segja frekar já en nei, treysta og gefa af sér. „Maður lærir fljótt að treysta mót- leikurum sínum. Við styðjum hvert annað, gerum okkur að fíflum og lærum að það er bara allt í lagi.“ | sgk 12/15 Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–14, sunnud. lokað Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Við leitum að listaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölub lað 7. árgangur www.frettatim inn.is ritstjorn@fretta timinn.is auglysingar@fre ttatiminn.is Hemúllinn Fjölskyldufaðir í Breiðholti − pönkari á Austurv elli Mannlíf 62 Mynd | Hari Jóhannes Kr. Kr istjánsson 28 Panama-skjölin Viðhald húsa FRÉTTATÍMIN N Helgin 8.–10. ap ríl 2016 www.frettatimi nn.is Við getum tekið sem dæmi sólpa lla þar sem algenga sta aðferðin er að g rafa holur og steypa hólka. Með þess um skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og kostnaðarminna . 17 Dýrleif Arna Guðm undsdóttir, verkfræðingur hjá Áltaki. • Steinsteypa • Mynsturstey pa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjake rfi • Múrkerfi • Einingar • Gólflausnir • Garðlausnir Fjárfesting sem steinliggur 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Hafðu samband í s íma og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu l ausnina. 4 400 400 4400 600 4 400 630 4 400 573 Hringhellu 2 221 Hafnarfjörðu rHrísmýri 8 800 SelfossSmiðjuvegi 870 Vík Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbæ r Sími 4 400 400 www.steypustod in.is Húsið var herseti ð af köngulóm Auður Ottesen o g eiginmaður he nnar keyptu sér hús á Selfossi eftir hrun. Þau þ urftu að vinna b ug á myglusvepp i og heilum her af köngulóm en eru ánægð í e ndurbættu húsi í dag. Auk hússins hefur ga rðurinn fengið a ndlitslyftingu og nú eru þau að taka bílskúrin n í gegn. 8 Mynd | Páll Jökull Pétursson Sérblað Maðurinn sem fe lldi forsætisráðherr a Sven Bergman Illnauðsynleg aðferð í viðtalinu Sænski blaðama ðurinn 8 Ris og fall Sigmundar Upp eins og rake tta, niður eins og pri k Spilltasta þjóðin 10 Bless 18 332 ráðherrar í V estur-Evrópu 4 í skattaskjóli þa r af 3 íslenskir KRINGLUNNI IST ORE.IS Sérverslun með A pple vörur MacBook Air 13" Þunn og létt með rafh löðu sem dugar daginn Frá 199.990 kr. MacBook Pro Re tina 13" Alvöru hraði í nettri o g léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa Frá 247.990 kr. Mac skólabækur nar fást í iStore Kring lunni 10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vin na miða á Justin Bieb er. www.sagamedic a.is SagaPro Minna mál me 40 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.