Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 16
Í Fréttatímanum í dag er fjallað um hversu fáir fá stóran hlut af arðinum af sjávarauðlindun-um. Fréttatíminn hefur áður
vakið athygli á ógnargróða sjávar-
útvegsfyrirtækja. Og blaðið mun án
efa fjalla frekar um það á næstu vik-
um og mánuðum. Misskipting arðs
af auðlindinni er eitt helsta mein
íslensks samfélags og verður án efa
helsta mál komandi þingkosninga.
Sögulega hefur það verið helsta
verkefni efnahagsstjórnar á Íslandi
að ákveða hvað gera skuli við auð-
lindarentuna. Lengst af fólst stjórn-
unin í að hækka gengi krónunnar
svo hluti rentunnar rynni til al-
mennings í formi ódýrari innflutn-
ings. Ef hækkunin var of mikil eða
langvarandi var gengið fellt til að
beina rentunni aftur til útgerðar-
manna.
Með því að láta þetta jafnvægi
stýra genginu var haldið aftur af
eðlilegri uppbyggingu annarra at-
vinnugreina. Aðrar útflutnings- og
samkeppnisgreinar stóðust ekki
háa gengið þegar nauðsynlegt var
að tappa af hagnaði útgerðarinnar.
Meðan ekki voru til önnur tæki til
að jafna rentunni út eyddi auð-
lindin því öllum vaxtarbroddum
í öðrum greinum. Hún reyndist
bölvun en ekki blessun.
Meðan veiðar voru frjálsar
leiddi hin mikla auðlindarenta til
offjárfestingar í útgerð. Þrátt fyrir
of mörg skip og of marga báta var
eftir sem áður skynsamlegra fyrir
Íslending að fjárfesta í útgerð en að
fjárfesta í öðrum greinum. Hagnað-
arvonin var svo miklum mun meiri.
Þetta leiddi annars vegar
til ofveiði og hins vegar til of-
fjárfestingar. Stór hluti auð-
lindarentunnar glataðist vegna
hennar. Rentan brann upp í óhag-
kvæmni þess að alltof mörg skip
sóttu of fáa fiska.
Kvótakerfinu var ætlað að vernda
auðlindina fyrir ofveiði og draga
um leið úr óþurftarfjárfestingu.
Og kvótinn hafði fljótt þessi áhrif.
Fiskistofnarnir byggðust hægt
upp en það dró fljótt úr offjár-
festingunni.
Kvótinn var skynsamleg ráðstöf-
un í sjálfu sér. Gallinn var að stjórn-
völd leystu ekki vandann þegar
auðlindarentan glataðist ekki held-
ur hlóðst upp hjá útgerðinni.
Hvort sem það var raunverulegt
markmið stjórnvalda eða ekki; varð
niðurstaðan sú að útgerðarmenn
máttu eiga rentuna. Stjórnvöld
gripu ekki til neinna aðgerða til
að deila rentunni út í samfélagið,
öðrum en að halda genginu ívið of
háu. Það lækkaði innkaupsverð en
gerði aðrar greinar óhagkvæmar og
skakkar.
Á tíunda áratug síðustu aldar og
fram að Hruni dró úr offjárfestingu
og útgerðarmenn auðguðust hratt.
Þar sem fiskvinnsla býr í raun við
sama umhverfi og aðrar útflutn-
ings- og samkeppnisgreinar, sem
ekki njóta auðlindarentu, leitaði
féð ekki inn í fiskvinnslu á Íslandi.
Það er einfaldlega óskynsamlegt að
fjárfesta í einhverju öðru en útgerð
á Íslandi þegar gengis- og efnahags-
umhverfi er fyrst og síðast lagað að
útgerð.
Af þessum sökum fjárfestu út-
gerðarmenn mest erlendis á þess-
um árum; í sjávarútvegsfyrirtækj-
um í Þýskalandi, Chile, Kanada,
Aríku og víðar. Þessi fyrirtæki voru
keypt fyrir auðlindarentuna. Þegar
fjármálageirinn blés út virtist sem
loks kæmu fjárfestingatækifæri á
Íslandi sem stæðust samanburð við
útgerðina og kvótaeigendur tóku
virkan þátt í bankabólunni.
Eftir Hrun voru sett á gjaldeyr-
ishöft og þá gat kvótafólk ekki fjár-
fest erlendis lengur þrátt fyrir að
gengis fellingin við Hrunið marg-
faldaði auðlindarentuna. Veiðigjöld
voru hækkuð lítillega, en sú hækk-
un var smámunir í samanburði við
aukna auðlindarentu.
Eftir að hafa lagað neikvætt eigið
fé í sumum fyrirtækjanna árin eftir
Hrun tóku útgerðarmenn til við að
fjárfesta í öðrum atvinnugreinum
á Íslandi. Þar sem lífeyrissjóðirnir
voru einnig lokaðir inni í höftum
keyptu þeir upp öll skráð hlutabréf.
Útgerðarmennirnir einbeittu sér að
þeim óskráðu.
Og sú er staðan á Íslandi í dag.
Fjárfestingaþörf lífeyrissjóða
hreinsar upp hluti í öllum stærstu
fyrirtækjum landsins. Og ógnar-
gróði af auðlindarentu útgerðar-
innar kaupir upp stærstu óskráðu
fyrirtækin.
Það mun ekkert sem kemur í veg
fyrir að lífeyrissjóðirnir kaupi upp
svo til öll skráð fyrirtæki, að öllu
óbreyttu. Og að óbreyttu kemur
ekkert í veg fyrir að útgerðarmenn
kaupi upp restina af Íslandi. Þegar
ein atvinnugrein skilar fjórföldum
hagnaði á við allar hinar, vegna
ókeypis aðgengis að auðlindinni,
er óhjákvæmilegt að eigendur
fyrirtækja í þessari grein eignist
öll hin fyrirtækin. Nema við fáum
stjórnvöld sem grípa inn í og deila
auðlindarentunni jafnt út um sam-
félagið.
Þetta mál snýst ekki um hvort
sumir megi vera ríkir þótt aðrir séu
það ekki. Það snýst um hvort Ísland
eigi í framtíðinni að verða verstöð í
eigu fárra eða virkt, opið, frjálst og
lýðræðislegt samfélag aðlagað að
þörfum fjöldans.
Gunnar Smári
HVERJIR
EIGNAST ÍSLAND
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is
Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.
Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri:
Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir
16 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
LONDON f rá
7.999 kr.*
DUBLIN f rá
7.999 kr.*
STOKKHÓLMUR f rá
7.999 kr.*
AMSTERDAM f rá
9.999 kr.*
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
BRISTOL f rá
7.999 kr.*
HVERT
VILTU
FARA?
maí - okt .
sept . - des .
maí - des .
jún í - des .
jún í - sept .