Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 22
Loftur Jóhannesson er einn þeirra Íslendinga sem finna má í Panamaskjölunum, en samkvæmt þeim rak hann fjölda aflandsfélaga í gegnum panamísku lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Loftur er bendlaður við vafasöm viðskipti. Næsta víst er að hann stundaði vopnasmygl um áratuga skeið og átti viðskipti jafnt við leyniþjón­ ustur eins og CIA, Stasi og einræðisherra í Afríku og austantjaldslöndum. Vera Illugadóttir skrifar Loftur Jóhannesson fæddist á Þor- láksmessu 1930, sonur Jóhannes- ar Loftssonar verslunarmanns og Bjarnveigar Bjarnadóttur, sem stýrði Ásgrímssafni um árabil, og ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur. Loftur og yngri bróðir hans, Bjarni Mark- ús, hrifust ungir af háloftunum og lærðu báðir til flugmanns. Lof tur lauk atv innuf lug- mannsprófi hér á landið 1949, að- eins nítján ára gamall, en flutti svo til Bretlands og lauk blindflugs- og flug- stjóraprófi þar ári síðar. Næstu árin starfaði hann fyrir ýmis flugfélög í Bretlandi og víðar um heim. Hann flaug til fjölda framandi áfangastaða á borð við Singapúr, Möltu, Bahrein, Pakistan, Suður-Ródesíu og dvaldi meðal annars um skeið í Beirút í Lí- banon þar sem hann flaug pílagrím- um til Mekka. Stórhögnuðust á hjálparstarfi Undir lok sjöunda áratugarins lýstu Igbo-menn í austanverðri Nígeríu yfir sjálfstæðu ríki, Bíafra, og borg- arastyrjöld braust út. Nígerísk stjórn- völd lokuðu öllum flutningsleið- um til Bíafra svo að fljótlega blasti hungursneyð við íbúum klofnings- ríkisins. Rauði krossinn og fleiri hjálpar- samtök sömdu þá við flugfélög um að fljúga með vistir og hjálpargögn til nauðstaddra í Bíafra. Þó nokkrir íslenskir flugmenn fóru slíkar ferðir og á árunum 1969-1970 tók Loftur þátt í hjálparfluginu til Bíafra með svissneska flugfélaginu Balair. Loftur staldraði þó ekki lengi við hjá Balair. Ásamt fleiri Íslending- um sem einnig höfðu unnið í Bíafra undirbauð hann samninga félagsins við Rauða krossinn. Þeir keyptu tvær gamlar DC-6-vélar frá Japan og stofnuðu sitt eigið félag, Fragtflug. Pressan fjallaði um Loft 21. maí 1992. Þar er meðal annars fullyrt að Íslendingarnir hafi hver um sig hagnast um tugi milljóna á Bíafrafluginu, enda flug yfir þetta stríðshrjáða svæði afar áhættusamt og flugmennirnir fengu því háar greiðslur fyrir. „[F]lugvélar sambandshersins reyna í sífellu að kasta sprengj- um á flugvöllinn,“ sagði Loftur um reynslu sína í Bíafa við Vísi 2. apríl 1969, í einu af fáum viðtölum sem hann hefur veitt íslenskum fjölmiðl- um. „Flugvöllurinn er aðeins hluti af gömlum þjóðvegi, — að vísu ágætum þjóðvegi, en hann er sannast sagna mjög lélegur flugvöllur.“ Eftir að Bíafrastríðinu lauk hélt Fragtflug áfram starfsemi bæði hér á landi og erlendis. 1972 klufu svo félagar Lofts sig frá fyrirtækinu og stofnuðu eigið félag, Íscargó. Loft- ur hélt eftir annarri DC-6-vélinni, en sú fórst í maí 1974 á leið frá Nice til Nürnberg með þriggja manna áhöfn. Leynilegur viðskiptavinur Uppdrag granskning, fréttaskýr- ingaþáttur sænska ríkissjón- varpsins, hefur fjallað mik- ið um Panamaskjölin og áhrif þeirra. Nordea var sá sænski banki sem mest viðskipti hafði við panamísku lög- fræðistofuna Mossack Fonseca, og þann 4. maí síðastliðinn tók Upp- drag granskning fyrir tölvupóstsam- skipti starfsmanns Nordea í Lúxem- borg og Mossack Fonseca frá 2013 vegna félaga ákveðins við- skiptavinar. Starfsmaður Nordea legg- ur þar mikla áherslu á að halda nafni viðskiptavinar- ins leyndu, jafnvel þó að reglur Mossack Fonseca á þessum tíma hafi kveðið á um ann- að. Loks er þó upplýst að viðskipta- vinurinn leynilegi sé íslenskur og hafi fluttst yfir til Nordea úr Lands- bankanum eftir hrun íslensku bank- anna: maður að nafni Loftur Jó- hannesson. Loftur var með að minnsta kosti fjögur fyrirtæki skráð í gegnum Mossack Fonseca, að því er fram kemur í þættinum. Þar á meðal eru Aviation Finance and Services, sem var stofnað 1972, og félag að nafni Techaid. Uppdrag granskning segist hafa leitað eftir viðbrögðum frá Lofti Jó- hannessyni vegna málsins án ár- angurs. Ónafngreindur talsmaður Lofts lét hafa eftir sér í þættinum að ekkert vafasamt væri við viðskipti hans; Loftur væri „alþjóðlegur kaupsýslumaður, aðallega í flugtengdri starfsemi“. „Íslendingurinn“ Þó margt sé á huldu um viðskipti og umsvif Lofts í gegnum árin bendir ótal- margt til þess að hann hafi vissulega óhreint mjöl í pokahorn- inu, og að einhvern tímann á átt- unda áratuginum hafi hann byrjað að stunda viðskipti með vopn og stríðstól. Bandaríski blaðamaðurinn Ken Silverstein gaf árið 2000 út bókina Private Warriors um vopnasala sem störfuðu náið með bandarískum yf- irvöldum í kalda stríðinu. Loftur, kallaður „The Icelander“, kemur ít- rekað fyrir í bókinni og Silverstein ræðir við marga af félögum hans í vafasömum viðskiptum frá þessum árum. Meðal þeirra er Bandaríkjamaður- inn John Miley, fyrrverandi hermað- ur sem fór að vinna fyrir Loft árið 1978 eftir að hafa unnið um skeið í bandaríska sendiráðinu í Lundún- um. Í þá daga var Loftur búsettur í Roebuck House, steinsnar frá Buck- ingham-höll. Þaðan rak hann fyr- irtækið Techaid, sem var stofnað 1977 og skráð á Panama. Annar íbúi í Roebuck House á þessum tíma var sádíski auðjöfurinn og vopnasalinn Adnan Khashoggi, sem lengi var einn af ríkustu mönnum heims. Silverstein skrifar að eitt af arð- bærustu viðskiptum Techaid hafi verið 1979, þegar Loftur og Miley útveguðu bandarísku leyniþjónust- unni, CIA, riffla og fleiri vopn sem svo fóru í hendur mujahedin-skæru- liða í Afganistan sem börðust gegn stjórnvöldum kommúnista. Vopnin fengu þeir frá kínverska ríkisvopna- framleiðandanum NORINCO í gegn- um sambönd sem Miley hafði mynd- að áður en hann gekk til liðs við Techaid, við starfsmenn kínverska sendiráðsins í Lundúnum. Milljónasamtal á hótelherbergi Silverstein hefur eftir Miley að bandarísk stjórnvöld hafi verið „bestu viðskiptavinir“ Techaid á þessum tíma. Í umfjöllun Pressunn- ar um Loft frá 1992 er meðal annars vísað í ónefndan viðmælanda sem rifjar upp að hafa verið einhverju sinni með Lofti á hótelherbergi. Hann heyrði þá Loft ræða í sím- ann við einhvern í bandaríska ut- anríkisráðuneytinu og kvarta Drykkjusjúkur aðalsmaður með eldflaug í farangrinum Í viðtali við Vísi um Bíafraflugið 1969, segir Loftur einnig frá því að hann reki fyrirtæki í Lundúnum, eins konar flugvélaleigumiðstöð. Félagi hans í þeim viðskiptum sé Sir William Lindsay-Hogg, þriðji barónett af Rotherfield Hall. Sá hefur verið nefndur í tengslum við leynilega aðstoð breska hersins við skæruliða í Afganistan eftir innrás Sovétmanna, og dúkkar einnig upp í bók Kens Silverstein, Private Warriors, í upptalningu á ýmsum karakterum sem viðriðnir voru starfsemi Techaid, félags Lofts. Silverstein lýsir Lindsay-Hogg sem „drykkjusömum barónett sem hafði sólundað stórum arfi“ og nefnir atvik þegar hann fékk það verk- efni að koma sovéskri eldflaug, sem Techaid hafði komist yfir frá skæru- liðum í Afganistan, í hendur bandarískra hersins. Ekki lukkaðist það þó betur en svo að barónettinn var stöðvaður á Heathrow-flugvelli með eldflaugina í farangrinum, breskum og bandarískum stjórnvöldum báð- um til nokkurs pirrings. Tollalækkun Salomon skór á enn betra verði en áður! Verð áður 49.995 kr. nú 39.995 kr. Salomon Quest Origin GTX Stærðir 36-48 lÍs en ku ALPARNIR s SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg. 11.995 kr. 9.596 kr. MONTANA, 3000mm vatnsheld 2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr. 30% SNJÓBRETTAPAKKAR Góðar fermingargjafir FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727 alparnir.is Íslenskur flugmaður varð alræmdur vopnasmyglari Loftur tók þátt í hjálpar­ fluginu til Bíafra með svissneska flugfé­ laginu Balair. Loftur Jóhannes­ son stundaði vopnasmygl um áratuga skeið og átti viðskipti jafnt við leyni­ þjónustur eins og CIA, Stasi og einræðisherra í Afríku og austantjalds­ löndum. 22 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.