Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 25
1930
fæðist 23. desember í
Reykjavík.
1950
lýkur flugstjóraprófi í
Englandi. Starfar næstu árin
fyrir bresk flugfélög víða um
heim.
1953
giftist Irmgard Toft ballett-
dansara. Þau skilja 1958.
1969-1970
tekur þátt í hjálparflugi til
Bíafra. Stofnar Fragtflug.
1972
stofnar sitt fyrsta aflandsfélag
á Panama, Aviation Finance
and Services.
1977
stofnar fyrirtækið Techaid,
einnig skráð á Panama.
Útvegar Sómalíu 580 tonn
af vopnum vegna stríðsins
við Eþíópíu að ósk Banda-
ríkjanna. Hefur umsjón
með leynilegum kaupum
Bandaríkjamanna á vopnum
frá Búlgaríu.
1979
hefur milligöngu um kaup
CIA á rússneskum skriðdrek-
um frá Rúmeníu. Útvegar CIA
vopn sem enda hjá skærulið-
um í Afganistan.
1987
selur Saddam Hússein í Írak
tólf sovéska skriðdreka í gegn-
um austurþýsku leyniþjón-
ustuna Stasi fyrir 26 milljónir
dollara.
Ferill Lofts
Jóhannessonar
(sem vitað
er til)
anir sem austurlenska hryðju-
verkamenn. Meðal þeirra sem
nefndir eru til sögunnar í grein Spi-
egel er Loftur Jóhannesson og fyrir-
tæki hans, Techaid.
Í Spiegel segir að Loftur hafi not-
ið mikil trausts hjá Stasi og meðal
annars fengið að geyma vopn og
stríðstól í sinni eigu í vopnageymsl-
um austurþýska hersins. Þá hafi
hann jafnframt haft náin tengsl við
CIA, og þannig meðal annars haft
milligöngu um sölu á tólf „herfarar-
tækjum“ frá austurþýska vopnafyr-
irtækinu IMES — sem var hluti af
ríkissamsteypunni KoKo — til CIA
árið 1987.
Eftir uppljóstranirnar í Spiegel
rannsakaði þýsk þingnefnd málið
og kom þá í ljós meira um þessi við-
skipti. Breska blaðið Sunday Times
fjallaði um skýrslu þingnefndarinn-
ar í desember 1994.
Í frétt blaðsins segir meðal annars
að bresk fyrirtæki að nafni Techaid
hafi átt í viðskiptum við Stasi fyrir
milljónir sterlingspunda með eld-
flaugabyssur, Kalashnikov-riffla og
fleira. Loftur Jóhannesson hafi haft
umsjón með flutningi á tólf sovésk-
um T-72-skriðdrekum frá IMES til
íraska einræðisherrans Saddams
Hússeins — viðskipti sem voru 26
milljón dollara virði.
Ljóst er að Loftur hefur hagnast
mikið á viðskiptum sínum í gegn-
um tíðina og var árið 2001 einn
52 íslenskra milljarðamæringa í
samnefndri bók Pálma Jónasson-
ar. Samkvæmt þjóðskrá er Loftur
nú skráður til heimilis á Barbados
í Karíbahafi. Hann bjó lengi í Mar-
yland í Bandaríkjunum, í stórhýsi
sem hann mun hafa keypt af einum
erfingja DuPont-veldisins. Þá hafi
hann dvalið á vínekrubúgarð í Suð-
ur-Frakklandi sem síðari eiginkona
hans, hin franska Sophie Genevieve
Dumas, erfði.
Birgir Gilbertsson
járnkarl
gleraugu
með styrkleika
NÝTT FRÁ OAKLEY
PRIZM RX Lenses
OAKLEY TRUE DIGITAL II
|25FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016