Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 70
„Ég er mjög hrifin af því að gerast sófakartafla eftir annasaman dag en ef ég horfi of mikið á sjónvarp fæ ég svona pirring í lappirnar og geðið. Uppáhaldsþátturinn minn um þess- ar mundir er Game of Thrones, mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með í línulegri dagskrá núna eftir að Stöð 2 tók upp á því að sýna þættina á sama tíma og þeir eru frumsýndir vestanhafs. Ég bíð bara spennt eftir því að mín kona Khaleesi rísi upp og drekarnir nái völdum. Svo er mín guilty pleasure Grey‘s Anatomy. Ég hef fylgst með samviskusamlega síðustu tólf ár og það er magnað hvað Shonda Rhimes er góð í að halda aðdáendum við efnið. Smá pc-áróður í bland við bandarískt spaug er alveg minn tebolli. Fyrst ég nefni bandarískt spaug þá kemst ég ekki hjá því að nefna Modern Family sem eru að mínu mati að komast aftur á flug eftir fremur slappa sjö- undu seríu. Og Eurovision! Eru ekki örugglega allir að fara að fylgjast með Evrópubúum keppa í söng? Ég er algjör Eurovision-aðdáandi, elska stemninguna sem myndast í kringum keppnina og hætti aldrei að vona að við Íslendingar berum sigur úr býtum.“ Sófakartaflan Nanna Elísa Jakobsdóttir, fréttakona hjá 365. Hættir aldrei að vona að Íslendingar sigri Eurovision Game of Thrones uppáhaldið Gott að gerast sófakartafla eftir annasaman dag Mynd | Rut Úrslit ráðast í Championship- -deildinni Stöð 2 Sport Brighton - Sheffi- eld Wednesday klukkan 18.40 Fyrri leikur þessara liða í undanúr- slitum um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Sigurvegarinn fer í úrslitaleikinn gegn annað hvort Derby eða Hull. Louie okkar allra Netflix Louie Gamanþættirnir Louie með grínistanum Louis CK er upplyftingin sem allir þurfa í vikulok. Louie er miðaldra faðir sem er einstaklega vandræðalegur í samskiptum við annað fólk, þá sérstaklega kvenfólk. Uppeldi dætra hans gengur upp og ofan og það sama má segja um ástalífið. Ef einhver getur gert hversdagslegar aðstæður svo hlægilegar og óþægilegar að þú næstum ferð að skæla þá er það Louie CK. Stuttir, hniðmiðaðir og fáránlega fyndnir þættir. Upphitun fyrir næstu Bond-mynd Smárabíó og Borgarbíó á Akureyri Bastille Day Leikarinn Idris Elba fer með aðalhlutverkið í spennumyndinni Bastilludeginum. Í myndinni segir af ungum lista- manni og fyrrum starfsmanni CIA sem berjast gegn hryðjuverkum í Frakklandi. Talið er að Idris Elba eigi góða möguleika á að leika James Bond í næstu mynd um njósnarann vinsæla svo þessi hasarmynd er ágætis upphitun fyrir þá veislu. Og hentar ágætlega sem afþreying á föstudagskvöldi. Tilfinningarússíbani Netflix Short Term 12 Kvikmynd sem ekki fór mikið fyrir þegar hún kom út árið 2013 en hlaut einróma lof gagnrýnenda. Hún fjallar um par sem vinnur á áfangaheimili fyrir unglinga, sorgir þeirra og sigra. Kvikmyndin er hrá, raunveruleg og stórkostlega vel leikin. Algjör tilfinningarússíbani fyrir þann sem horfir. Með annað aðalhlutverkið fer Óskarsverð- launahafinn Brie Larsson. Hlaðvarpsþáttur Hugleiks Alvarpið á Nútíminn.is Mundiru? Daglegur hlaðvarps- þáttur með hinum vinsæla Hugleiki Dagssyni þar sem stjórnandinn spyr kostulegt fólk kostulegra spurninga. Fjöldi þátta er aðgengi- legur þarna og meðal gesta hafa verið Hildur Knútsdóttir og Berglind Pétursdóttir og þær Þórdís Nadia Semichat og Bylgja Babýlons. …sjónvarp25 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.