Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 51

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 51
Það er mikilvægt að hugsa vel um húðina, okkar stærsta líffæri sem verður fyrir miklu áreiti á degi hverjum. Mengun, förðunarvörur og óhreinindi hafa sitt að segja og er ýmislegt sem við ættum að gera daglega til þess að halda húðinni hreinni og heilbrigðri. 1. Þvoðu þér í framan tvisvar á dag, bæði kvölds og morgna. Á kvöldin þværð þú óhreinindin sem safnast á húðina yfir daginn og á morgnana þau óhreinindi sem húðin losar sig við yfir nóttina. 2. Forðastu að fara í of heita sturtu. Of heitar sturtur geta þurrkað og ert húðina. Notaðu alltaf milt og rakagefandi krem eftir sturtu. 3. Drekktu nóg af vatni, vatnsdrykkja er nauðsynleg til þess að viðhalda rakanum í húðinni. 4. Fáðu nægan svefn, svefn er mikilvægur fyrir endurnýjun húðarinnar. Reyndu einnig að skipta um koddaver vikulega af því mikil óhreinindi geta safnast þar fyrir sem eru slæm fyrir húðina. 5. Notaðu alltaf sólarvörn á andlitið, sama hvort sólin skín eða ekki. Geislar sólarinnar eru ein aðalástæðan fyrir ummerkjum öldrunar og litablettum í andliti af því við náum ekki svo auðveldlega að hylja það. 5 atriði sem stuðla að hreinni og heilbrigðri húð Hydra zen frá Lancôme Næturmaski sem vinnur gegn streitueinkennum, gefur mýkt, þægindi og ljóma. Maskinn er borinn á í þunnu lagi á hreint andlit og háls. Við mælum með að nota augnkrem á augnsvæðið. Mjög róandi og rakagefandi krem. Exfoliance clarté frá Lancôme Kornamaski sem losar um dauðar húðfrumur á mildan hátt og örvar endurnýjun frumna svo húðin verður tær, mjúk og hrein. Fyrir eðlilega og blandaða húð. Pure ritual frá Helena Rubinstein Care in peel er svartur peeling maski sem endurnýjar yfirborð húðarinnar og gefur raka. Örvar innri hreinsun og endurnýjun. Svört grjón, svart te, AHA- sýrur og hraunsandur sem endurnýja og mýkja húðina. Hydra collagenist maski frá Helena Rubinstein Rakamaski sem endurvekur raka húðar og dregur úr fínum línum. Húðin verður þétt og mjúk. Það er mjög gott að sofa með hann einu sinni til tvisvar í viku. Maskann má nota eftir þörfum. Powercell maski frá Helena Rubinstein Rakamaski sem veitir góða vörn gegn daglegu áreiti. Sléttir, styrkir og stinnir húðina. Maskann má nota tvisvar í viku fyrir öfluga yngingarmeðferð. Maskann má setja á í 10-15 mínútur og þvo svo af. Wondermud skin best frá Biotherm Steinefna- og þörungamaski. Náttúrulegur og hreinsandi leir sem kemur frá fjöllum Marokkó. Einstaklega létt og silkimjúk áferð með náttúrulegum ilmi. Maskinn hreinsar og dregur saman opnar húðholur. Jafnar, hreinsar og nærir húðina. Top secrets instant moisture glow frá YSL Ný stjörnuvara er hér á ferð. Þessi nýja all-in- one formúla bætir áferð húðarinnar og gerir förðunina enn fallegri. Húðin ljómar samstundis með geislandi satínáferð. Hægt er að nota hana eina og sér, undir eða yfir farða. Fyrir allar húðgerðir. Forever youth liberator maski frá YSL Öflugur maski sem örvar endurnýjun djúpt í húðinni. Tvöföld slípunarvirkni sem gefur fallega demantsáferð og ljóma. Maskinn er góður fyrir þreytta og viðkvæma húð. Aquasource everplump frá Biotherm Frískandi þétt gel með virkum náttúrulegum innihaldsefnum sem eykur okkar eigin framleiðslu á hyaluronic sýru, sem sér um rakabirgðir húðarinnar. Kremið gefur húðinni mikinn raka og það dregur úr fínum línum. Génifique dagkrem og augnkrem frá Lancôme Genifique æskuvakinn er margverðlaunuð snyrtivara. Genifique er fyrir allan aldur frá ca. 25 ára og örvar framleiðslu á próteini sem mest er af í ungri húð. Með aldrinum minnkar þessi framleiðsla en með því að örva hana aukast gæði húðarinnar svo um munar. Húðin geislar af æsku, það er eins og hún lyftist innan frá. Augnkremið dregur einnig úr þrota og fínar línur verða sjáanlega minni. Það er mjög gott að nota dagkremið og augnkremið saman eða í sitthvoru lagi. Hentar öllum húðgerðum. Góður maski gerir gæfumuninn …húðin 6 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.