Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 21
 |21FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016 – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR ÍS LE N SK A/ SI A. IS /M SA 7 33 03 0 3/ 15 ur norskur í samræðum við bandaríska ferðamenn. Hvað Svía varðar er þessu öðruvísi farið. Ísland og Nor- egur eiga sér langa sameigin- lega sögu, ekki síst sem danskar nýlendur (Ísland á sér líka sögu sem norsk nýlenda). Í Noregi kallast þessar fjórar aldir undir danskri stjórn „fjögurhundruð- áranóttin“ og þegar hún loks tók enda hófst sænska nóttin. Árið 1814 voru yfirráð yfir Noregi flutt frá Danmörku til Svíþjóðar. Þessi sögulega reynsla er allt öðruvísi heldur en reynsla Dana og Svía. Að þessu leyti má skipta Norð- urlöndunum í tvo hópa, annars vegar nýlendurnar Ísland, Noreg og Finnland og hins vegar stór- veldin gömlu Svíþjóð og Dan- mörku. Hrækjandi Íslendingar Þess vegna hafa Norðmenn þróað með sér það sem má kalla „vinsamlega fyrirlitningu“ á Svíum. Norðmenn segja gjarn- an Svíabrandara, sem ganga í sem stystu máli sagt út á hversu vitlausir Svíar eru. Dæmigerð- ur Svíabrandari er eftirfarandi: „Hefurðu heyrt um Svíann sem lagðist á gólfið til að sjá hvað verðin voru orðin lág?“ Það eru engir álíka brandarar til um Ís- lendinga. Á árunum eftir hrun hefur fjöldi Íslendinga í Noregi næstum því fjórfaldast. Samt eru engir fordómar gegn Íslendingum sem erlendum starfskrafti, á með- an fólk talar í niðrandi tón um „partí-Svía,“ sænsk ungmenni sem koma til Noregs til að vinna og skemmta sér. Vissulega eru til nokkrar staðalmyndir um Íslendinga, til dæmis að þeir séu harðir af sér eða að þeir hræki í glasið þegar þeir drekka, en þetta eru ímynd- ir sem aftur sýna fram á að Íslendingar séu hinir „uppruna- legu Norðmenn,“ samkvæmt okkar eigin þjóðarsjálfsmynd. „Við erum af sama blóði,“ eins og norskur stjórnmálamaður sagði á þinginu þegar umræður voru um hvort veita skyldi Ís- lendingum krísulán árið 2008. „Skápa-Íslendingar“ í hverri stofu Fyrir utan söguna eiga Ís- lendingar og Norðmenn hafið sameiginlegt. Hvort sem það er í kringum siglingar, sjávarútveg eða olíuvinnslu hefur hafið alltaf verið þýðingarmikið fyrir Norð- menn. Norskir bæir eru byggð- ir í kringum hafnir. Vinsælustu skáldsögurnar fjalla gjarnan um sjómenn. Söfnin eru byggð upp í kringum skip, svosem Pólfara- skipið Fram eða forn víkinga- skip. Svíarnir, hins vegar, þjást af því að hafa ekkert stórt úthaf að líta til, heldur bara smá sjó í kring. Hér er vissulega munur á milli strandsvæða Noregs og þeirra sem búa inni í landi, þar sem hinir síðarnefndu minna meira á Svíþjóð, en mikilvægasta saga Noregs snýr til vesturs, til Íslands og Norður-Ameríku, ekki austurs eins og hjá Svíum. Þann fyrsta júní kemur ís- lenska landsliðið í heimsókn á Ullevaal Stadion til að spila vináttuleik gegn Noregi. Tekið mun verða á móti þeim eins og heimkomnum sonum, með mik- illi virðingu og aðdáun gagn- vart þessari þjóð með rétt yfir 300.000 íbúa sem tókst að kom- ast á EM. Margir af leikmönnun- um, svo sem Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson, og nú Eiður Guðjohnsen munu vera kunnir frá „Tippeligaen.“ Norðmenn munu að sjálfsögðu halda með Noregi í grannaein- vígi þessu. En þegar leiknum lýk- ur munu Íslendingar verða í að- alhlutverki, líka í Noregi. Fimm milljónir „skápa-Íslendinga“ munu sitja í norskum stofum og hvetja þá áfram. Í Noregi hefur sú hugmynd lengi verið á kreiki að Ísland sé á einhvern hátt Noreg- ur eins og landið hefði orðið ef Danirnir hefðu aldrei náð yfirráðum... á meðan Norðmenn hafa glatað þeirri hefð að gefa börnum föðurnöfn hafa Íslendingar haldið í hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.