Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 32
Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR SUNNUDAGS LAMBALÆRI SUNNUDAGSSTEIKIN SVÍKUR EKKI! HÆGELDAÐ LAMBALÆRI MEÐ RÓSMARÍN OG HVÍTLAUK Sykurbrúnaðar kartöflur „Crispy“ kartöfluteningar með rósmarín og hvítlauk Heimalagað rauðkál Pönnusteiktir blandaðir sveppir Ofnbakaðar gulrætur Grænar baunir með myntu Maís Bjór- hollandaisesósa Sveppasósa 2.900 kr. á mann Aðeins framreitt fyrir allt borðið. með öllu tilheyrandi ALLA SUNNUDAGA FRÁ 12–14.30 Í heimaborg Marinu Lazareva, Krasnodar við Svartahaf, mætast matar- hefðir Rússlands, Suður- Evrópu og Mið-Austurlanda. Marina er matráður hjá Styrktarfélaginu Ási þar sem hún eldar allan mat frá grunni eftir uppskriftum formæðra sinna og hefur orðspor hennar sem galdra- konu í eldhúsinu farið víða. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Ég ólst upp í stórborginni Krasn- odar sem er hafnarborg við Svarta- hafið. Þegar ég var ung dreymdi mig um að komast eitthvað langt í burtu með einu þessara stóru skipa sem sigla um hafið og þar sem ég hafði líka gaman af því að elda langaði mig til að verða kokkur á skipi.“ „En svo höguðu örlögin því þannig að ég giftist ung og flutti til Þýskalands með manninum mín- um. Og svo fluttum við hingað,“ seg- ir Marina Lazareva brosandi. Mar- ina flutti til Íslands frá rússnesku borginni Sotchi árið 1999 þegar eig- inmaður hennar, sem er atvinnu- maður í handbolta, fékk samning á Íslandi. Marina vinnur sem mat- ráður hjá styrktarfélaginu Ási, sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta vinnugetu, en áður hafði hún unnið sem matráður í þremur leikskólum. Eldar allan mat frá grunni „Að elda í leikskóla hentaði mér ekki vel því það er svo mikil rútína. Manni eru settar svo fastar skorð- ur því það þarf að fylgja ákveðnum matseðli, maður hefur því engin tækifæri til að vera mjög skapandi í vinnunni. Það sem mér líkar svo vel hér á Ási er að ég ræð öllu sjálf. Ég þarf auðvitað að vinna eftir ákveðinni upphæð, sem er töluvert lægri en í leikskólum, en innan þess ramma sem ég hef get ég búið til matseðilinn sjálf og get verið skap- andi, segir Marina sem eldar fyrir um 40 manns í hverju hádegi auk þess að halda utan um öll matarinn- kaup. Hún er víst algjör galdrakona þegar kemur að því að töfra fram dýrindismat innan þess ramma sem henni er settur og það þarf ekki að eyða löngum tíma á vinnustofunni til að sjá að hún er dáð og dýrkuð af öllum, hún eldar víst besta mat í heimi. Hver er galdurinn? „Að elda matinn frá grunni,“ svarar Marina án þess að hugsa sig um. Hrár hvítlaukur, súrkál og kefír „Þaðan sem ég kem eru allir með sinn eigin grænmetisgarð, líka þeir sem búa í stórborgum. Þeir sem eiga ekki garð leigja garð rétt fyr- ir utan borgina. Amma mín var með stóran garð og vann við að rækta og selja grænmeti. Mamma erfði svo garðinn hennar og rækt- ar enn allt sitt grænmeti sjálf. Þetta er eitthvað sem ég ólst upp við og heimili mitt hér á Íslandi er fullt af grænmeti og jurtum í pottum því ég á ekki garð. Ég byrjaði ung að elda súpur úr grænmeti og komst snemma að því hvað það er gam- an að gleðja fólk með góðum mat,“ segir Marina en í heimaborg hennar við Svartahafið mætast matarhefðir Rússlands, Suður-Evrópu og Mið- -Austurlanda. Maturinn byggist að mestu leyti upp á grænmeti, baun- um og ferskum kryddjurtum á borð við kóríander, steinselju, hvítlauk, kúmín og dilli. Þar eru líka sýrðar mjólkurvörur og sýrt grænmeti ein helsta uppistaðan í matnum sem, að sögn Marinu, hefur haldið fólk- inu hraustu í gegnum kreppur og erfiða tíma. Í Kákasusfjöllunum er mikið um geita- og lambakjöt en við hafið er meira um kjúkinga-, gæsa- og kanínukjöt. „Þetta er bragðmik- ill matur og heilsusamlegur. Rússar eru alltaf með ferskan hvítlauk á matarborðinu og borða hann hráan með mat. Súrsaður matur og kefír- sveppurinn eru algjör undrameðul. Kefírinn heldur þörmunum góðum sem er nauðsynlegt fyrir geðheils- una því það er bein tenging á milli þarmanna og hugans. Í Rússlandi er kefír notaður við öllum kvillum og þú getur alltaf nálgast sveppinn hjá nágranna þínum.“ Góður matur gleður „Hér eru litlir peningar til að spila með en ég leysi það með því að hafa ódýrar en kraftmiklar súpur suma daga en dýrari rétti aðra daga. Til að spara baka ég líka allt brauðið sjálf og geri mikið af grænmetis- og baunaréttum. Það eru ýmsar leið- ir til að spara og vera með hollan mat á sama tíma,“ segir Marina sem eldaði bara íslenskan mat í upphafi en fór svo smám saman að prófa sig áfram með rússnesku áhrifin. „Ég fór að gefa fólki að smakka hitt og þetta og það voru allir mjög ánægð- ir með nýjungarnar. Það gleður fólk svo mikið að fá góðan mat og líka að láta koma sér á óvart,“ segir Marina brosandi. „Og þá finnst öllum gam- an að koma í vinnuna.“ Hvítlaukur, súrkál og kefír eru allra meina bót Frá Svartahafi til Reykjavíkur „Rússar eru alltaf með ferskan hvítlauk á matarborðinu og borða hann hráan með mat og kefírsveppurinn er algjört undrameðal. Hann heldur þörmunum góðum sem er nauðsynlegt fyrir geðheils- una því það er bein tenging á milli þarmanna og hugans. Í Rússlandi er kefír notaður við öllum kvillum og þú getur alltaf nálgast sveppinn hjá nágranna þínum.“ 32 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.