Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 42
Við suðurvegg verk-fræðistofunnar Verkís, þar sem sólin varpar geislum sínum liðlangan daginn hefur gæs komið sér upp hreiðri og verpt eggjum. Hreiðrið er staðsett í beði við starfsmannainngang Verkís og er mikill umgangur þaðan og út á bílastæðið. Varp gæsarinnar gekk ekki áfallalaust fyrir sig en það stóð yfir í fimm daga og verpti hún alls fimm eggjum. Á því tímabili hélt gæsin verndarhendi yfir hreiðri sínu og gerðist óvenju árásargjörn þegar henni stóð ógn af vegfarendum. Þegar Már Hallgrímsson, starfs- maður Verkís var á heimleið í lok dags og átti leið hjá gæsinni, réðst hún til atlögu. „Ég var á leiðinni út í bíl og sá nokkrar gæsir þarna út- undan mér. Ég sýndi þeim enga sér- staka athygli né reyndi að nálgast þær,“ segir Már sem bjóst ekki við árásinni. „Ein þeirra ræðst síðan að mér svo að ég hrökklast afturábak. Mér brá svo að ég datt á rassinn og setti vinstri hendina undir mig eins og maður gerir ósjálfrátt. Ég stóð rakleiðis upp aftur og kom mér út í bíl, þótti það nú ekki mikið tjón að detta aðeins á rassinn. Daginn eft- ir varð ég hins vegar svo bólginn á hendinni að ég kíkti á slysó og það kom í ljós að ég var lítilsháttar brot- inn.“ Már og gæsin hafa grafið stríðs- öxina og lifa góðu samlífi hjá Verkís, hún er orðin hluti af vinnustaðnum. „Ég heiti Már og er því einnig fugl, maður getur ekki verið fúll út í sína. Hún er dauðspök núna eftir að hún lagðist á eggin og hefur varla hreyft sig. Við erum góðir vinir og ég losna úr gifsinu á sama tíma og ungarnir koma.“ Már er ekki sá eini sem lenti í gæsinni en annar starfsmaður Ver- kís, fuglafræðingurinn Arnór Sig- fússon, varð einnig fyrir árás og náði atvikinu á myndband. „Borg- argæsir eða Tjarnargæsir eins og þær kallast eru sérstaklega gæfar og óhræddar við að verpa í borg- um. Ég fylgist með fuglalífinu hér í kring og hafði séð hana á vappi um bílastæðið og á grasblettinum fyr- ir utan,“ segir Arnór sem ákvað að heilsa upp á gæsina þegar hún byrj- aði að verpa í beðið. „Gæsir eru vanar að verja eggin sín en sjaldan ráðast þær að stór- um mönnum. Ég gekk til henn- ar og vildi mynda hana eins og ég geri með aðra fugla hér í kring. Þær hvæsa stundum, elta menn og gera sig líklegar til þess að vernda hreiðr- ið sitt. Þessi flaug hins vegar á mig og sló símann úr höndunum á mér eins og sést í myndbandinu.“ Frá því gæsin lauk varpinu hefur hún verið sú rólegasta samkvæmt Arnóri. Ungarnir eru væntanlegir í lok mánaðar og hefur umferðarkeil- um verið raðað í kringum hreiðr- ið til þess að girða svæðið af. „Hún þarf sinn frið til að liggja á eggjun- um í 28 daga.“ Aðspurður hvort það megi búast við slíku varnareðli móðurinnar þegar ungarnir klekj- ast, segir Arnór erfitt að spá fyrir um það. „Hún mun líklegast hvæsa og gera allt til þess að vernda þá. Líklegast þykir mér þó að hún forði sér og komi ungunum sínum ann- að.“  Sjá myndband á frettatiminn.is Mynd | Hari Árásargjörn gæs handleggsbraut mann Gæs réðst á tvo starfsmenn Verkís á meðan hún kom sér upp hreiðri við starfsmannainngang fyrirtækisins. Annar handleggsbrotnaði og hinn missti símann sinn á meðan á upptöku stóð svo atvikið náðist á myndband. Svæðið hefur verið girt af til þess að veita gæsinni frið. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Starfsmenn Verkís hafa girt hreiðrið af með umferðarkeilum til að veita gæsinni frið. Ungarnir eru væntanlegir í lok mánaðar. Myndir | Arnór Sigfússon Móðureðlið er sterkt hjá gæsinni en hún réðst á tvo starfsmenn Verkís á meðan hún kom upp hreiðri. Halldóra Kristjánsdóttir Larsen fór að sauma sín eigin taubindi, fjölnota dömubindi, þegar hún hafði ekki efni á að kaupa þau. Í dag framleiðir hún og selur taubindi til íslenskra kvenna og heldur námskeið í tau- bindasaum. „Ég fór að kynna mér taubinda- saum þegar ég hætti að hafa efni á að kaupa þau frá öðrum. Sem einstæð móðir með lítið á milli handanna snéri ég mér að sauma- skapnum. Ég er sæmilega fær, þó ég segi sjálf frá, og prófaði mig áfram með efnum sem ég komst í og reyndi að framleiða þau ódýrt,“ segir Halldóra Krist- jánsdóttir Larsen sem í dag selur fjölnota dömubindi til kvenna um land allt. Halldóra leið- ir námskeið í taubindasaumi um helgina. Þau hafa notið vaxandi vinsælda á Íslandi sem umhverfisvænn og þægileg- ur kostur. Á námskeiðinu verður farið í grunninn á taubindasaumi, hvaða efni er best að nota og hvar þau fást. „Ég finn fyrir vaxandi áhuga á þessum valkosti. Á Face- book er taubindahópur þar sem ég sýndi konunum afraksturinn. Þeim þótti þetta ferlega flott svo saumaskapurinn vatt upp á sig. Ég tók að framleiða mín eigin bindi og selja til kvenna. Þannig stofnaði ég spjallþráð „taubindasaumaspjall“ þar sem konur geta deilt sniðum og ráðum.“ Skráning á námskeiðið fer fram á matrikastudio.com og má nálgast taubindi Halldóru á Facebook síðunni Touch of clouds. Hvenær: 13. og 15. maí klukkan 18–22 Hvar: Matrika Studio í Stangarhyl 7 Íslenskar konur sækja í taubindi Að meðaltali fer kona á 456 blæðingar á lífsleiðinni í 38 ár. Það gera 2280 daga á blæðingum eða 6,25 ár. Ef miðað er við 2.000 krónur á mánuði í túrtappa og dömubindi gera það 912.000 krónur yfir ævina. Halldóra Kristjánsdóttir Larsen leiðir námskeið í taubindasaumi um helgina. Vinnustofan Smíðar skó frá grunni í heimahúsi Guðrún Margrét er með vinnustofu sína heima hjá sér á Vesturvallagötu, þar sem hún vinn- ur ýmist að skósmíði, myndlist eða saumar töskur. Þessa dagana er hún að sauma skó fyrir tvítugan son sinn: „Þetta eru randsaumaðir skór, sem þýðir að ég bý til sauminn og geri allt frá grunni.“ Guðrún gerir allt sjálf þegar kemur að skósmíðinni: Býr til listana, mælir fótinn sem setur holurnar í sólann. Guðrún lærði skósmíði á Spáni og í London, en saumavélin sem hún notar á vinnustofunni var einmitt í eigu Pítú, hennar gamla skósmíðameistara á Spáni. Guðrún segir starfsheiti skósmiðsins misskilið í dag, enda séu þeir sem kalli sig skósmiði á Íslandi í fæstum tilvikum skósmiðir heldur skóviðgerðarmenn. Nokkrir skósmiðir eru starf- andi á Íslandi og vinna nær allir við að smíða sjúkraskó. Vegna þess hve lítil greinin er hér á landi er aðgengi Guðrúnar að verkfærum til skógerðarinnar takmarkað. Hún sankar því að sér verkfærum á Ebay, í gegnum vini og á ferðum sínum til Barcelona eða London. Góður skógerðarmeistari segir Guðrún væri um 52 klukkustundir að sauma eitt vandað skópar, en sjálf segist hún ekki viss hve lengi hún hafi þegar unnið í skóparinu fyrir son sinn, enda geri hún það meðfram öðrum verkefnum. 42 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.