Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 10
Í strætó
Það er reyndar svo að þegar
eigendakeðja hefur verið rakin í
gegnum ýmis félög, að þá standa
eftir um 90 einstaklingar. Með öðr-
um orðum sá hópur sem tekur til
sín megnið af 46 milljarða króna
árlegri auðlindarentu kemst fyrir í
einum strætisvagni. Þetta fólk, sem
raunar má efast um að fari sinna
daglegu erinda með strætó hefur
samtals fengið í sinn hlut vel yfir
230 milljarða króna af 322 milljarða
króna auðlindarentu landsmanna.
Það skiptist raunar ekki svo jafnt
milli fólks.
En hverjir eru þessir einstak-
lingar og hvaða fyrirtæki er um að
ræða?
Stærstu fyrirtækin
HB Grandi er það fyrirtæki sem
mestan kvóta fær í sinn hlut, yfir 10
prósent. Þar á eftir kemur Samherji
með um 6 prósent.
Fyrirtækið Þorbjörn í Grinda-
vík fær um 5 prósentum af kvót-
anum úthlutað, svo FISK seafood
á Sauðárkróki og Brim í Reykjavík.
Vísir í Grindavík og Vinnslustöð-
in í Eyjum fá um 4 prósent hvort.
Svipað fá Rammi í Fjallabyggð og
Skinney-Þinganes á Höfn í Horna-
firði. Síldarvinnslan á Seyðisfirði
og Gunnvör fyrir vestan fá ríflega 3
prósent. Nesfiskur, Gjögur, Ísfélagið
í Vestmannaeyjum, Ögurvík og Út-
gerðarfélag Akureyringa í kringum
2 prósent. Bergur-Huginn, Jakob
Valgeir, Loðnuvinnslan, Eskja, Guð-
mundur Runólfsson og Stakkavík
milli 1 og 2 prósent af heildarkvót-
anum kemur í þeirra hlut.
Hafa ber í huga að innbyrðis
eignatengsl eru milli sumra þessara
fyrirtækja. Þannig á Samherji 100
prósent í Útgerðarfélagi Akureyr-
inga, auk þess að eiga stóran hlut
í Síldarvinnslunni ásamt Gjögri.
Síldarvinnslan á svo aftur Berg-
-Hugin. Enn hefur Samherji bein
ítök í útgerðunum Pólaris sem fær
0,7 prósentum af heildarkvótan-
um úthlutað, og auk þess Gullberg
í gegnum Síldarvinnsluna. Þá hefur
Ísfélagið í Vestmannaeyjum eignast
útgerðina Dala-Rafn og Brim tengist
jafnframt öðrum fyrirtækjum, auk
þess að eiga stóran hlut í Vinnslu-
stöðinni í Vestmannaeyjum. Sam-
þjöppun er því mun meiri en fjöldi
fyrirtækja gefur til kynna og færri
einstaklingar á bak við stærri hluta
af heildinni en virðist á yfirborðinu.
Fáir græða mest á Granda
Enda þótt HB Grandi sé almenn-
ingshlutafélag með hátt í 2000 hlut-
hafa, eru örfáir einstaklingar sem
eiga þar áberandi stóra hluti og hafa
ítök og völd í samræmi við það.
Systkinin Kristján Loftsson,
kenndur við Hval, og Birna Lofts-
dóttir eiga áberandi stóra hluti í
gegnum félagið Vogun, sem er að
lang mestu leyti í eigu Hvals hf. Þar
er jafnframt Sigríður Vilhjálms-
dóttir. Öll eru þau stórir hluthafar í
Fiskveiðihlutafélaginu Venusi, sem
á bróðurpartinn í Hval hf. Eigna-
tengsl eru einnig við Hampiðjuna
sem á beinan hlut í HB Granda.
Erfingjar Ragnhildar Skeoch sem
átti ríflega 10 prósenta hlut í Hval
hf., eru nú eigendur að verðmætum
Það er reyndar svo að
þegar eigendakeðja
hefur verið rakin í
gegnum ýmis félög, að
þá standa eftir um
90 einstaklingar.
Innan við hundrað manns
hirða 33 þúsund milljóna
króna auðlindarentu á
hverju ári
Ingimar Karl Helgason
ritstjorn@frettatiminn.is
Ætla má að auðlindarenta í sjávar-
útvegi leggi sig á 46 milljarða króna
árlega, miðað við árin 2008-2014.
Um þrír fjórðu alls fiskveiðikvóta
við Ísland falla í skaut rúmlega tutt-
ugu fyrirtækja. Innan við eitthund-
rað einstaklingar hirða bróðurpart-
inn af auðlindarentunni í gegnum
eignarhald sitt á þessum fyrirtækj-
um sem telja má á fingrum og tám.
Þessir einstaklingar hirða 33 millj-
arða af auðlindarentunni í sjávar-
útvegi á hverju ári. Frá hruni og þar
til í hittiðfyrra lagði auðlindarentan
sig á um 322 milljarða króna, sam-
kvæmt útreikningum Indriða H.
Þorlákssonar.
22 fyrirtæki fá úthlutað einu pró-
senti eða meira af fiskveiðikvóta
við Ísland. Samanlagt fá þau í eig-
in nafni yfir 70 prósent af kvótan-
um. Þegar könnuð eru eignatengsl
þessara fyrirtækja við önnur sjáv-
arútvegsfyrirtæki má ætla að hlut-
fall heildarkvótans sem þeim er út-
hlutað aukist upp í 73% eða jafnvel
meira.
Hér er miðað við stöðuna árið
2015. Þegar ársreikningar (2014)
þessara fyrirtækja eru kannaðir
með tilliti til eignarhalds sést glögg-
lega að enda þótt hluthafar í sum-
um þeirra séu margir – skipti jafnvel
hundruðum – þá eru þeir fáir sem
eiga bróðurpartinn í fyrirtækjun-
um, hafa áberandi yfirráð og/eða
fá megnið af arðinum í eigin vasa.
Græða á tá og fingri
Guðbjörg
Matthíasdóttir
Ísfélag Vestmannaeyja
Ætla má að ekki minna en
fimm milljarðar króna af
auðlindaarði hafi runnið til
Guðbjargar frá hruni.
Þorsteinn Már
Baldvinsson
Samherji
Tíu milljarðar króna af reiknuð-
um auðlindaarði hafa runnið til
Þorsteins Más frá hruni.
Kristján V.
Vilhelmsson
Samherji
Um tíu þúsund milljóna króna
auðlindaarður safnast á hendur
Kristjáns V. Vilhelmssonar. Hann
er einn þeirra sem Panamaskjöl-
in sýna að var með félag í
skattaskjólinu Tortóla.
Guðmundur
Kristjánsson
Brim
Þeir eru ófáir milljarðarnir
sem fara til Guðmundar
Kristjánssonar í Brimi, af
auðlindaarði þjóðarinnar,
ef miðað er við útreikninga
Indriða H. Þorlákssonar.
Eiríkur
Tómasson
Þorbjörn hf.
Systkinin á bak við Þorbjörn hf.
í Grindavík fá þúsundir milljóna
króna af auðlindaarði þjóðar-
innar í sinn hlut.
Kristján Loftsson
HB Grandi
Einn af helstu eigendum HB
Granda sem ætla má að hafi
fengið 32 milljarða í sinn hlut
af auðlindaarði þjóðarinnar
frá Hruni. Kristján, ásamt
fáum öðrum, hefur mikil ítök í
fyrirtækinu.
10 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016