Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 28
ist hvernig þetta byrjaði, að ég held. Fyrsta fólkið kom mest af 4chan og karlmenn eru í miklum meirihluta þar,“ segir Sigmundur Þórir en hann bendir á að í upp- hafi hafi margir horft á þættina í nokkurs konar kaldhæðni. Hvað sem því líður þá fengu þættirnir byr undir báða vængi og sumir netverjar áttuðu sig á því að þeim fundust þættirnir í raun og veru góðir. „Lauren Faust ákvað að gera sjónvarpsþáttinn þannig að allir gætu horft á þetta, sem sagt systk- ini, foreldrar og aðrir gætu haft gaman af því horfa með börnum á þættina. Ofan á þetta er gott fólk sem skrifar handritið, persónurnar eru mjög vel gerðar og ekki „one dimensional“ eins og gerist oft með einfaldara barnaefni,“ segir Sigmundur Þórir. Hann telur að eina ástæða þess að það séu fyrst og fremst karlar sem séu yfirlýstir aðdáendur þátt- anna vera að margar konur forðist karlaklúbba. „Hin ástæðan er, held ég, sú sama og með nördahópa í heild, karlmenn eiga til að draga ekki dul á sín áhugamál. Þegar hópur er nú þegar troðfullur af karlmönnum, þá er lítið af konum sem þora vera þær fyrstu. Og eins og gerist stundum þá eru alltaf ein- hverjir sem skemma fyrir og eru með neikvætt viðmót gagnvart konum, sem hægir á aukningu á nýjum konum í hópinn,“ segir Sig- mundur sem bendir þó á að þetta hafi skánað mikið í seinni tíð. Til marks um það eru um fjórðungur meðlima í íslenska Facebook-hópn- um kvenkyns. „Ekkert helvítis clop!“ Í hinum lokaða hópi ís- lenskra brony á Facebook eru aðeins fjórar reglur sem ganga flestar út á að öll dýrin í skóginum eigi að vera vin- ir. Ein undantekning er á því og það er sú fjórða: „EKK- ERT HELVÍT- IS CLOP“. Til að ein- falda málið má segja að stunda hófaskell sé slangur brony-a yfir að fróa sér yfir myndum þar sem búið er að teikna persónur úr My Little Pony í erótískum stelling- um. Rétt er að taka fram að einung- is minnihluti brony-a stundar það og í flestum tilvikum er ást þeirra á My Little Pony platónsk. „Það er frekar lítill partur af bronies sem fílar það,“ skýrir Sigmundur. Tíu þúsund manna ráðstefna Líkt og fyrr segir er um alþjóðlegt fyrirbæri að ræða. Fjölmennar ráð- stefnur eru haldnar bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu og til dæmis mættu tíu þúsund manns á Brony- Con sem haldið var í Baltimore í fyrra. Sigmundur Þórir segir að hér á Íslandi hafi verið velheppnaðir og fjölmennir „hittingar“. Fyrsta skiptið gekk þó ekki hnökralaust fyrir sig. „Ég man að í fyrra skipt- ið þá var ég að plana „hitting“ og hann var stilltur á „public“ á Fa- cebook. Það voru alveg 150 manns sem ætluðu að mætta, en svo var viðburðinum póstað á einhvern asnalegan „cringe“ hóp og þá kom fullt af tröllum og eyðilögðu þetta,“ segir Sigmundur. Seinni „hitting- ar“ gengu þó betur og hittust ís- lenskir brony-ar og horfðu á þætti og spjölluðu saman. Ljóst er að brony-ar mæta nokkr- um fordómum og er það algengt umræðuefni í lokaða Facebook- hópnum. Í upphafi þessa mánaðar birti einn ungur maður mynd af My Little Pony rúmfötum úr Rúm- fatalagernum og skrifar: „Rakst á þessi í rúmfó, bað mömmu um svona í afmælisgjöf. Hún sagði að ég væri klikkaður. Af hverju geta foreldrar ekki samþykkt áhugamál krakkanna sinna?“ Félagi hans svarar á móti: „mamma þín er alltaf með stæla þegar við horfum á My Little Pony.“ Karlar sem elska Pony- hesta Tvö hundruð Íslendingar eru í lokuðum Facebook- hópi til heiðurs My Little Pony. Fullorðnir karlmenn eru í miklum meirihluta. Um er að ræða alþjóðlegt fyrir- bæri sem á rætur að rekja til skúmaskota internetsins Hjálmar Friðriksson ritstjorn@frettatiminn.is Ríflega tvö hundruð Íslendingar eru í lokaða Facebook-hópnum „Ís- lenskir bronies“ en þar er á ferð- inni aðdáendahópur teiknimynda- þáttanna My Little Pony. Ugglaust halda flestir að helsti markhópur teiknimyndaþátta sem fjalla um vináttu smáhesta sé ungar stúlkur, en svo er ekki, fullorðnir karlmenn eru þar í meirihluta. Um er að ræða alþjóðlegt fyrirbæri sem á rætur að rekja til skúmaskota internetsins. Fréttatíminn ræddi við Sig- mund Þóri Jónsson, einn stjórn- enda íslenska Facebook-hópsins, um hvað valdi því að fullvaxta karlmenn taki ástfóstri við teikni- myndir um smáhesta. Hann segir ástæðuna margþætta en það sem skiptir meginmáli er að þættirnir séu einfaldlega fantavel skrifaðir og höfði því til allra aldurshópa. Þess má geta að Sigmundur er einn stofnenda Pírata og er varamaður í framkvæmdaráði flokksins. „My Little Pony er ekki bara fyrir litlar stelpur. Hvort sem þú ert stelpa, strákur, karl eða kona og hefur gaman af því að horfa á skemmtilegar teiknimyndir um hestavinkonur, þá er þessi hópur Það eru ekki bara smástelpur sem halda upp á smáhesta „Skemmtilegar teiknimyndir um hestavinkonur.“ Aðdáendur klæða sig eins og smáhestar á ráðstefnu. Eflaust kannast margir við dúkku sem og þessa frá níunda áratugnum. Barna 4.995 Barna stígvél 5.995 Fullorðins 6.995 crocs fyrir sumarið fyrir þig,“ segir í lýsingu hópsins á Facebook. Reagan og 4chan Rekja má upphaf My Little Pony til níunda áratugar síðustu aldar en þá setti leikfangarisinn Hasbro á markað litla plasthesta, nokkurs konar hestaútgáfu af Barbie, og þekkja vafalaust flestir Íslendingar vörumerkið þannig. Á þeim tíma var Ronald Reagan forseti Banda- ríkjanna og stefna hans að draga úr regluverki varð til þess að bann á auglýsingum, dulbúnum sem barnaefni, var aflétt. Það varð til þess að leikfangaframleiðendur, eins og Hasbro, gátu framleitt 20 mínútna auglýsingar sem barna- efni. Sem dæmi um slíkt má nefna G.I. Joe, Transformers, He-Man og auðvitað My Little Pony. Eftir fjölda þáttaraða og kvik- myndir var ákveðið árið 2010 að byrja með nýja þáttaröð af My Little Pony og var Lauren Faust fal- ið það verkefni að endurræsa vöru- merkið. Síðla það sama ár gerist nokkuð sérstakt, notendur hinnar umdeildu vefsíðu 4chan fengu dá- læti á teiknimyndaþáttunum og fóru að kalla sig brony, samsuðu af bro og pony. Í kjölfarið varð My Little Pony og Brony að nokkurs konar brandara á netinu. „Það var mikið hatur á móti ponies fyrst,“ skýrir Sigmundur Þórir. Varð að karlaklúbbi Sigmundur Þórir segir að rekja megi að hluta vinsældir þáttanna hjá fullorðnum karlmönnum til þessarar tengingar við vefsíðuna 4chan. „Partur af ástæðunni teng- Sig- mund- ur Þórir er einn stjórnenda íslenska Facebook- hópsins. 28 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.