Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 49

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 49
Komdu sæl Magga Pála. Þar sem þú ert nú einn helsti sérfræðingurinn í leikskólamálum á landinu þá er tilvalið að spyrja þig spurningar sem hefur leitað á okkur hjónin undanfarið. Þannig er mál með vexti að við eigum tveggja og hálfs árs stelpu og erum ekki enn búin að sækja um leikskóla fyrir hana. Fólk spyr okkur með samúð í augum hvort við fáum hvergi pláss en sannleikurinn er sá að við viljum ekki setja hana í leikskóla strax. Ég hef verið heima með henni síðan fæðingarorlofi lauk og fyrst við höf- um efni á þessu þá ákváðum við að hafa þetta svona þar til hún yrði að minnsta kosti þriggja ára og þá sjáum við í anda að hún færi í leikskóla hálfan dag. Okkur finnst þetta öllum þremur dásamlegt fyrirkomulag og njótum fjölskyldulífsins. Hún er fyrsta barn okkar hjóna en við urðum for- eldrar seint svo það er ljóst að hún verður eina barnið okkar ... Ég á yndislegar minningar úr mínu uppeldi, ég var heima með mömmu þar til ég fór í skóla, og vil að hún fái að upplifa eitthvað í líkingu við það. En vissulega nagar spurningin um hvort hún sé að missa af einhverju mikilvægu með að vera ekki komin í leikskóla? Þess má geta að hún hittir önnur börn, við eigum barnmarga nágranna og það er samgangur á milli, hún á frænku og frænda, jafngamla tvíbura sem við hittum mikið og svo er hún í barnadansi og fimleikum. En hvenær er mátulegt, þroskalega séð, að byrja í leikskóla og heldur þú að dóttir okkar sé að tapa einhverju á að byrja ekki strax? Heilir og sælir, kæru foreldrar og mikið er gaman að heyra frá ykk- ur. Innilegar hamingjuóskir með litlu stúlkuna ykkar og þið eruð greinilega dásamlegir foreldrar sem eruð að njóta foreldrahlut- verksins til hins ýtrasta. Haldið því óhikað áfram. Spurningu ykk- ar er síðan fljótsvarað. Það þurfa ekki öll börn að vera í leikskóla frá unga aldri og dóttir ykkar er ekki að tapa neinu. Þvert á móti. Fyrstu þúsund dagarnir Grunnurinn að tilfinningaþroska barna er lagður á heimilinu í tengslamyndun milli barns og fjölskyldunnar. Fyrstu tengslin myndast milli ungbarnsins og „móðurinnar“ sem er oftast mamman en getur verið hver sá fullorðni einstaklingur sem tekur ábyrgð á ungbarninu og aðrir fjöl- skyldumeðlimir koma fljótt inn í myndina. Þessi grundvallartengsl með óendanlegri nánd, ást og öryggi eru þroskaverkefni fyrstu þriggja áranna eða fyrstu þúsund daganna eins og sagt er. Þarna þarf að búa sérlega vel að barninu og ef aðrir umönnunaraðilar en fjölskyldan koma að uppeldinu, gildir það sama. Dagmömmur eða leikskólafólk þurfa að vera með örfá börn og tengjast þeim nánum böndum og vera stöðugt til staðar í lífi barnsins. En - við skulum bara viðurkenna að við sendum barn undir þriggja ára frá fjölskyldunni vegna gæsluþarfar og það er allt í góðu lagi. Val um að vera heima lengur er hins vegar dásamlegt fyrir bæði foreldra og barn. Félagsþroski? Þið nefnið að dóttir ykkar eigi sér góða leikfélaga þar sem hún æfir samskipti og leikur sér bæði með og við önnur börn á hennar reki. Það er mikilvægt þar sem félagsfærni lærist dag frá degi og eins og þið hafið séð, þá njóta börn þess að vera innan um önnur börn, fyrst með því einu að leika sér hlið við hlið en fara svo að tengja hvert við annað. Í þroskaferlinu upp undir þriggja ára skapast því mikil reynsla sem verður grunnur- inn að raunverulegum samleik og samskiptum í leikskólanum þar sem börn geta lært hreinlega allt milli himins og jarðar. Sá tími er að renna upp og tímabært að velja leikskóla þar sem þið veljið hent- ugan tíma fyrir hana, til dæmis frá morgni til klukkan 2-3 sem er afar góður leikskólatími. Leikskólanám fyrir lífið Til gamans læt ég lítið ljóð eftir Robert nokkurn Fulghum fylgja hérna í stytrri og lauslegri þýðingu minni en fyrir þá sem vilja kynna sér ljóðið, er heitið „All I Really Need To Know I Learned In Kind- ergarten“. „Mest af því sem ég þarf í rauninni að vita um lífið og hvað ég á að gera og hvernig ég á að vera lærði ég í leikskólanum ... ... Deila með öðrum. Svindla ekki í leikjum. Berja ekki aðra. Setja hlutina aftur á sinn stað. Þrífa upp eftir klúðrin mín. Taka ekki annarra eigur. Segja fyrirgefðu ef ég meiði ein- hvern. Þvo hendurnar áður en ég borða. Sturta niður. Að heitar smákökur og köld mjólk eru góð hressing. Finna jafnvægi í lífinu – læra smá og hugsa smá og teikna og mála og syngja og dansa. Og vinna og leika mér á hverjum degi. Leggja mig eftir matinn. Þegar ég fer út í heiminn, passa ég mig í umferðinni. Leiðast og halda hópinn. Taka eftir undrum lífsins.“ Sendið Möggu Pálu spurningar á maggapala@frettatiminn.is og hún mun svara í næstu blöðum. Uppeldisáhöldin Nei, barnið þarf ekki strax í leikskóla! Fjölskyldan samankomin Ólöf ásamt eiginmanni sínum, Axel Rúnari Eyþórssyni, og strákunum þeirra þremur; Dagbjarti Kjaran, Fróða Kjaran og Kormáki Kjaran. Fara líklega oftar á læknavaktina en í sund Ólöf Magnúsdóttir segir hægara sagt en gert að ná fullkominni helgi með börnum Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tímann upplifað fullkomna helgi með börnum. Fyrstu árin sem foreldri hélt ég að ég væri að gera eitthvað rangt, að öllum öðrum tækist að eiga fullkomnar helgar þar sem allir eru brosandi og glaðir í sparifötunum á Instagram,“ segir Ólöf Magnúsdóttir, þjóðfræðing- ur, frumkvöðull og þriggja barna móðir, aðspurð hvernig hún myndi lýsa fullkominni helgi með strákunum sínum. „Sem móðir þriggja drengja sem allir komu í þennan heim útbúnir varaaflstöð, sjálfstæði og hvatvísi hef ég lært að það eru til fullkomin augna- blik og þá meina ég augnablik, á með- an væntingar um fullkomna daga eða fullkomna helgi eru gjör- samlega fráleitar og ein- göngu til þess fallnar að stúta geðheilsu minni og okkar allra algjörlega.“ En Ólöf hefur þó alveg hugmynd um það hvernig uppskrift að góðri helgi með fjöl- skyldunni gæti hljómað. Og það kemur alveg fyrir að þau reyna að fara með alla hersinguna á opin- bera staði og gera sér glaðan dag. „Drengirnir mínir eru á ólíkum aldri með ólíkar þarfir en best væri að byrja daginn á því að allir kæmust ógrátandi út úr húsi og ofan í sundlaug. Við elskum sund en til þess að við komumst í sund þurfa allir að vera frískir, sem get- ur gerst þegar himintunglin raðast rétt upp. Líklega förum við samt oftar á Barnalækna- vaktina en í sund. Eftir sundið væri stórkostlegt að fara í hjólaferð og lautarferð með keyptu nesti, kókó- mjólk og kexi. Það hefur enginn tíma til að vaska upp eftir bakstur á fullkomnum degi.“ Eftir góðan dag saman væri Ólöf svo til í að fjölskyldunni væri boðið í mat á heimili þar sem börnin þyrftu ekki að vera þæg og prúð. Og að lokum færu allir glaðir í rúmið án þess að nöldra. „En ef einhvern langar að bjóða okkur í Lególand þá erum við alveg til.“ …fjölskyldan 4 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016 Túnika Verð: 5.990 kr PÓSTSENDUM FRÍTT HVERT Á LAND SEM ER Opið alla virka daga frá kl. 11-18 & Laugardaga frá kl. 11-16 Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is NÝ SENDING MEÐ TÚNIKUM Skoðaðu úrvalið á curvy.is eða kíktu til okkar í Fákafen 9 Stærðir 14-28 Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölub lað 7. árgangur www.frettatim inn.is ritstjorn@fretta timinn.is auglysingar@fre ttatiminn.is Hemúllinn Fjölskyldufaðir í Breiðholti − pönkari á Austurv elli Mannlíf 62 Mynd | Hari Jóhannes Kr. Kr istjánsson 28 Panama-skjölin Viðhald húsa FRÉTTATÍMIN N Helgin 8.–10. ap ríl 2016 www.frettatimi nn.is Við getum tekið sem dæmi sólpa lla þar sem algenga sta aðferðin er að g rafa holur og steypa hólka. Með þess um skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og kostnaðarminna . 17 Dýrleif Arna Guðm undsdóttir, verkfræðingur hjá Áltaki. • Steinsteypa • Mynsturstey pa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjake rfi • Múrkerfi • Einingar • Gólflausnir • Garðlausnir Fjárfesting sem steinliggur 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Hafðu samband í s íma og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu l ausnina. 4 400 400 4400 600 4 400 630 4 400 573 Hringhellu 2 221 Hafnarfjörðu rHrísmýri 8 800 SelfossSmiðjuvegi 870 Vík Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbæ r Sími 4 400 400 www.steypustod in.is Húsið var herseti ð af köngulóm Auður Ottesen o g eiginmaður he nnar keyptu sér hús á Selfossi eftir hrun. Þau þ urftu að vinna b ug á myglusvepp i og heilum her af köngulóm en eru ánægð í e ndurbættu húsi í dag. Auk hússins hefur ga rðurinn fengið a ndlitslyftingu og nú eru þau að taka bílskúrin n í gegn. 8 Mynd | Páll Jökull Pétursson Sérblað Maðurinn sem fe lldi forsætisráðherr a Sven Bergman Illnauðsynleg aðferð í viðtalinu Sænski blaðama ðurinn 8 Ris og fall Sigmundar Upp eins og rake tta, niður eins og pri k Spilltasta þjóðin 10 Bless 18 332 ráðherrar í V estur-Evrópu 4 í skattaskjóli þa r af 3 íslenskir KRINGLUNNI IST ORE.IS Sérverslun með A pple vörur MacBook Air 13" Þunn og létt með rafh löðu sem dugar daginn Frá 199.990 kr. MacBook Pro Re tina 13" Alvöru hraði í nettri o g léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa Frá 247.990 kr. Mac skólabækur nar fást í iStore Kring lunni 10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vin na miða á Justin Bieb er. www.sagamedic a.is SagaPro Minna mál me
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.