Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 24
S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur Stundum þarf maður bara smá frið íshúsið hljóðlátu vifturnar undan því að „8 milljónir dollara [...] hefðu ekki skilað sér inn á bankareikning sinn. Hann orðaði það svo að þeir hefðu verið „cleared by the state department“.“ Samkvæmt bók Silversteins var Loftur einnig í samstarfi við alræmd- an vesturþýskan vopnasala, Ernst Werner Glatt, sem fullyrt er að hafi verið einn af eftirlætis viðskipta- mönnum stjórnvalda í Washington á þessu sviði á árum kalda stríðsins. Glatt þessi er dularfullur karakter sem sumir fullyrða að hafi verið hall- ur undir nasisma en aðrir að hann hafi í raun verið gyðingur. Árið 1977 höfðu þeir Glatt og Loftur milligöngu um að Banda- ríkastjórn útvegaði sómalíska ein- ræðisherranum Siad Barre vopn. Sómalía og Eþíópía áttu þá í stríði um yfirráð í Ogaden, eyðimerkur- héraði á landamærum ríkjanna tveggja. Undir stjórn Siad Barres hafði Sómalía verið tryggur banda- maður Sovétríkjanna, en í Kreml ákváðu menn nú að styðja Eþíópíu í stríðinu, enda voru vinstrimenn ný- lega komnir þar til valda. Opinberlega tóku Bandaríkin enga afstöðu í Ogaden-stríðinu en bak við tjöldin var stefnan að lokka Barre til að ganga Vesturlöndum end- anlega á hönd með því að útvega honum vopn og herbúnað. Var það gert með flókinni fléttu í gegnum þýska vopnasalann Glatt, fjársterka vini Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu, vopnasölufyrirtæki í Lichtenstein og ríkisvopnaframleiðenda Ungverja- lands. Hlutverk Lofts var að koma góssinu — alls 580 tonnum af hríð- skotarifflum og fleiri skotvopnum — til Sómalíu. Að því er fram kem- ur í Private Warriors réð hann til þess félaga sinn, þýsk-bandaríska flugmanninn og ævintýramanninn Hank Warton, en sá hafði einnig tek- ið þátt í hinu arðbæra hjálparflugi í Bíafrastríðinu. Warton átti þrjár Boeing 707-þotur sem notaðar voru til að ferja vopn- in frá Búdapest til Mógadishu, með viðkomu í Jeddah í Sádi-Arabíu — alls tuttugu og átta ferðir í ágúst til desember 1977. Allir græddu á tá og fingri en vopnin urðu Sómölum ekki til mikils góðs — sómalski herinn hörfaði frá Ogaden 1978 eftir harða bardaga og mikið mannfall beggja vegna víglínunnar. Skriðdrekar á farþegaskipi Ásamt Glatt tók Loftur einnig þátt í leynilegri áætlun Bandaríkja- hers sem nefndist Foreign Materiel Acquisition Program (FMA), og gekk út á að kaupa vopn frá óvinveittum ríkjum handan járntaldsins til rann- sókna og þjálfunar. Samkvæmt Private Warriors hafði Loftur þannig umsjón með kaupum Bandaríkjamanna á skotvopnum frá Búlgaríu árið 1977 (vinur hans Hank Warton var þá einnig fenginn til að fljúga vopnunum frá búlgörsku höf- uðborginni Sofíu á herflugvöll í Mar- yland), og svo kaupum á rússneskum skriðdrekum af kommúnistastjórn- inni í Rúmeníu 1979. Marin Ceausescu, eldri bróðir einræðisherrans Nicolae Ceasescu, mun hafa haft milligöngu um þau viðskipti, og í kjölfarið runnu háar fjárhæðir úr vösum bandarískra skattgreiðenda inn á svissneskar bankabækur Ceasescu-fjölskyldunn- ar. Ætla má að aðrir sem komu að þessum vafasömu viðskiptum hafi einnig hagnast talsvert. Allt fór þó ekki samkvæmt áætlun. Þrátt fyrir hina miklu leynd sem átti að hvíla á viðskiptunum voru skrið- drekarnir fluttir yfir Atlantshafið um borð í júgóslavnesku flutningaskipi. Það flutti einnig farþega og fylgdust þeir forviða með því þegar skipið Loftur og Miley útveguðu bandarísku leyniþjónustunni, CIA, riffla og fleiri vopn sem svo fóru í hendur mujahedin-skæruliða í Afganistan sem börðust gegn stjórnvöldum kommúnista. lagðist óvænt að bryggju við sjóhers- stöð í New Jersey og skriðdrekarnir voru affermdir. Einhverjir tóku meira að segja myndir og málið rataði í kjölfarið í blöðin. Associated Press skrifaði um það 2. ágúst 1979 að Bandaríkjaher virtist hafa eignast sovéska skrið- dreka „á dularfullan hátt“ í gegnum „einkafyrirtæki hvers nafni væri haldið leyndu“. Varnarmálaráðu- neytið verðist allra fregna. Varð þetta klúður til þess að það kastaðist í kekki milli þeirra Glatts og Lofts og samstarfi þeirra lauk. Enda var Loftur fljótlega búinn að finna sér aðra samstarfsmenn. Upplýsingar úr leyniskjölum Árið 1992 birti þýska vikuritið Der Spiegel grein undir fyrirsögninni „Góðir kúnnar CIA“. Greinin var unnin upp úr leyniskjölum austur- þýsku leyniþjónustunnar Stasi og fjallar um vopnaviðskipti í Aust- ur-Þýskalandi fyrir fall múrsins. Landið hafi þá verið miðstöð alþjóð- legrar vopnasölu, og austurþýskir vopnasalar stundað viðskipti jafnt við vestrænar leyniþjónustustofn- Loftur tók einnig þátt í leynilegri áætlun Bandaríkjahers sem nefndist Foreign Materiel Acquisition Program (FMA), og gekk út á að kaupa vopn frá óvin- veittum ríkjum handan járntaldsins 24 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.