Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 13.05.2016, Blaðsíða 6
Afgreiðslutími Rvk. Mán. til fös. kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður Heimsþekktu amerísku heilsurúmin frá Spring Air. Nú í Dorma Fáanlegt í stærðunum 120/140/160/180 x 200 cm Spring Air REGENCY heilsurúm með classic botni Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni. • Fimm svæðaskipt pokagormakerfi • Tvöfalt gormakerfi • Hægindalag í yfirdýnu • Silkiblandað bómullar­ áklæði • Steyptur svampur í köntum • Sterkur botn Aðeins 209.925 kr. Kynningartilboð 180 x 200 cm Fullt verð: 279.900 kr. Komdu og leggstu í draumarúmið! Regency er sérlega vandað heilsurúm frá Spring Air, einum þekktasta rúmafram- leiðanda Bandaríkjanna. Gerðu kröfur um gæði – Spring Air stenst þær. Dómsmál Sökuð um að hafa sölsað undir sig fjölskyldufyrirtæki Kleópatra greiddi ekkert fyrir Gunnars Majónes Sérstakur saksóknari rannsakar hvort Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir hafi brotið lög þegar hún keypti majónesframleiðslu í Hafnarfirði Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Ég fór í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í nóvember síðastliðn- um,“ segir Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, en hún hefur stöðu sakbornings þar sem hún var fram- kvæmdastjóri hjá Gunnars Majónesi rétt fyrir gjaldþrot auk þess sem kaup hennar á fyrirtækinu eru sögð óeðlileg. Þrotabússtjóri Gunnars Majónes sakar hana um að hafa sölsað und- ir sig fyrirtækið og greitt fyrir það 62,5 milljónir króna, sem hann vill meina að sé langt undir mark- aðsvirði. Dómkvaddur matsmaður mat fyrirtækið 180 milljóna króna virði, en því er Kleópatra ósammála og hefur fengið yfirmatsmenn til þess að meta virði fyrirtækisins. „Það er ekkert þarna nema ló- góið. Þarna eru gamlar vélar sem hafa verið þarna frá stofnun fyr- irtækisins. Það er hætt að framleiða varahluti í sum af þessum tækjum og ég hef borgað stórfé í viðhald á þeim,“ segir Kleópatra. Gunnar Jónsson lést árið 1998, en hann stofnaði fyrirtækið árið 1960. Það voru dæt- ur hans tvær, Helen Gunnarsdóttir Jónsson og syst- ir hennar, Nancy R. Gunnarsdóttir, sem sátu í stjórn félagsins og sáu um rekstur þess ásamt aldraðri móður sinni. Upp úr 2002 fór að halla verulega undan fæti í rekstri félagsins. Að lokum ráku systurnar félagið í þrot eftir tíu ára taprekstur og sæta þær einnig rannsókn fyr- ir að hafa nýtt fé félagsins í eigið uppihald. Sjálf sagði Nancy í pistli sem hún ritaði á vefsíðuna Spegil- inn árið 2014, að faðir hennar hefði lýst því margsinnis yfir að hann vildi ekki að fjölskylda sín tæki við fyrirtækinu. Í sama pistli upplýsti Nancy að hún hefði verið í sértrúar- söfnuðum og systir sín hefði verið algleypir og étið allt upp til agna í fyrirtækinu. Aðeins brot af skuldum félags- ins fengust greiddar upp í kröfur og var gert árangurslaust fjárnám í fyrirtækið í sumarbyrjun árið 2014. Systurnar samþykktu örskömmu síðar að selja Kleópötru einni fé- lagið. Hún greiddi ekki krónu fyr- ir, heldur gaf út skuldabréf til tíu ára, sem fyrirtækið, sem nú heitir Gunnarsson ehf, greiðir árlega af, samkvæmt ársreikningi félagsins. Í sama ársreikningi kom fram að félagið skilaði rétt tæplega 35 millj- ónum í hagnað fyrir rekstrarárið 2014. Spurð út í sterka stöðu fyrir- tækisins og skuldabréfið svaraði Kleópatra: „Ég borgaði það ekki vegna þess að þetta var gert í dauð- ans ofboði. Það stóð aldrei til að hafa þetta svona nema til bráða- birgða, til þess að koma í veg fyr- ir framleiðslustopp. En þetta er allt annað fyrirtæki en var. Nú rek ég fyrirtækið eftir mínu nefi.“ Rannsókn sérstaks sak- sóknara er langt komin en ákærur hafa ekki verið gefn- ar út. Helen Gunnarsdóttir Jónsdótt- ir var dæmd til þess að endur- greiða tæplega 14 milljónir í ofgreidd laun. Í dómnum kom fram að laun hennar snarhækk- uðu úr rúmlega 200 þúsundum upp í rúmlega milljón á mánuði þrátt fyrir að gjaldþrot blasti við. Þá kom fram í dómnum að Helen er grunuð um að hafa tekið út samtals 36 milljónir í tveimur færslum af viðskipta- mannareikningi félagsins og nýtt í eigin þágu og var upplýst í dómnum að fyrirtækið væri til rannsóknar hjá sérstökum sak- sóknara. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir er sögð hafa sölsað undir sig fyrirtækið. 32.924 kusu Ásgeir Ásgeirs- son forseta árið 1952, sem var fyrsta þjóðaratkvæða- greiðslan í forseta- kjöri hér á landi og hlaut hann 46,7%. Tveir buðu sig fram með Ásgeiri en aðeins munaði um 2000 atkvæðum á milli Ásgeirs og mótframbjóðandans, Bjarna Jóns- sonar sem hlaut 44,1% atkvæða. Ásgeir sat sem forseti til 1968. 67.544 kusu Kristján Eldjárn árið 1968 og hlaut hann 65% kosningu í embætti forseta Ís- lands. Mótframbjóðandi hans var Gunnar Thoroddsen sem fékk aðeins 35.428 atkvæði eða 34,1%. 33,6% kusu Vigdísi Finnboga- dóttur árið 1980 og hlaut hún því 43.611 atkvæði í kosningun- um. Hún var með þrjá mótframbjóðendur. Aðeins munaði tæplega 1911 atkvæðum á henni og Guðlaugi Þorvalds- syni, ríkissáttasemjara, sem fékk 32,2% atkvæða í kosningunum. 28.461 atkvæðaseðlar voru ógildir og auðir í for- setakosningunum árið 2004. Þá fékk Ólafur Ragnar Gríms- son tvo mótframbjóðendur, Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon Wium. Mikil ólga var í kringum Ólaf Ragnar eftir að hann hafði beitt málskotsréttinum í fyrsta skipti og neitað að undirrita lög um fjöl- miðlafrumvarp. Í þeim kosningum hlaut Ólafur 67,5% greiddra at- kvæða, eða 90.662 atkvæði. 1.556 atkvæði eru fæst atkvæði sem hafa verið greidd einum frambjóðanda í for- setaskosningum. Það var Hannes Bjarnason sem hlaut þann umdeilda heiður að vera atkvæðaminnsti forsetaframbjóð- andi sögunnar í forsetakosningun- um árið 2012. Þar sló hann met Ástþórs Magnússonar Wium frá kosningunum árið 2004. Þá fékk Ástþór 2001 atkvæði. Stuðningur við forseta Íslands í kosningum Bæring Ólafsson sem dró forseta- framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að bjóða sig fram að nýju, segir að ákvörðun hans sé óbreytt þótt Ólafur Ragnar hafi nú dregið sig í hlé. Hann segist óska öllum frambjóðendum góðs gengis vilji þó benda á að það eru fleiri kostir en þeir tveir sem Ólaf- ur Ragnar Grímsson hefur vakið athygli á. „Ég held að valið standi milli gamla og nýja tímans og vil benda á að Andri Snær Magnason er að mínu mati mjög góður talsmaður fyrir nýja tíma. Andri er skarpgáf- aður, mikill atorkumaður, strang- heiðarlegur, ákveðinn, traustur og hugrakkur,“ segir Bæring sem lýsir yfir stuðningi við hann sem næsta forseta Íslands. | þká Bæring styður Andra Snæ Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- ráðherra undirbýr að friðlýsa Kerlingarfjöll og næsta nágrenni þeirra. Samkvæmt heimild- um Fréttatímans hyggst hún kynna málið á afmælisdaginn sinn 15. júní. Kerlingarfjöll eru fjallabálk- ur skammt suðvestur af Hofsjökli. Svæð- ið er að mestu ósnortið víðerni sem einkennist af stórbrotnu og litríku lands- lagi. | þká Andri Snær Magnason og Bæring Ólafsson Sigrún friðar Kerlingarfjöll 6 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.