Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 19.08.2016, Side 44

Fréttatíminn - 19.08.2016, Side 44
Gott að hlaupa Á morgun fer Reykjavíkur- maraþon Íslandsbanka fram og því er um að gera að dusta rykið af hlaupa- skónum og spretta úr spori. Þá er einnig hægt að taka þátt í gleðinni með hlaupurunum og hvetja mann og annan í mark. Gott að fara niður í bæ Menningarnótt er á morgun og búast má við miklu fjöri. Setning hennar fer fram í Álftanesgarði Grjótaþorps á milli Grjótagötu og Bröttugöt upp úr hádegi. Eftir það má finna alls kyns skemmtilegt fyrir alla eins og lifandi tónlist og bryggjuball, karnival á Klapparstíg og vöfflukaffi í Þingholtunum. Gott að borða nammi Allir hafa gott af því að fá bland í poka. Börn, fullorðnir, hlauparar og amma. Fátt er betra en karamellur, Tyrkisk Pepp- er brjóstsykur og súkkulaði frá Nóa. Allt í bland í einum poka. Megrun og aðhald eru leiðinleg fyrirbæri. Borðum nammi. GOTT UM HELGINA Fólkið mælir með… Elísabet Jökuls dóttir Morgunmatur: Ætli ég fái mér ekki bara bláber með rjóma. Vonandi borða ég líka morgunmat með einhverjum. Það væri náttúru lega toppurinn. Viðburðir: Ég held að ég fari ekk- ert niður í bæ en ég hef litið kynnt mér dagskrá Menningarnætur. Kannski held ég eitthvað hérna heima hjá mér en ég er búin að vera svo leið að vera ekki með neitt sjálf á Menningarnótt. Áður var ég með leikrit hérna heima hjá mér. Kannski geri ég eitthvað með stuttum fyrirvara; held fyrirlestur um forsetaframboðið. Flugeldasýning: Jú, kannski. Mað- ur verður alltaf að tryllast til að taka á móti flugeldasýningum. Árni Heimir Ingólfs son Morgunmatur: Verður maður ekki að gera vel við sig á Menningarnótt? Ég held að súr- deigsbrauðið á Brauð&Co sé mál- ið. Gott meðlæti og ný pressaður appelsínusafi með. Viðburðir: Klárlega tónleikar Sinfóníunnar sem eru ókeypis í Hörpu. Pétur og Úlfurinn eru klukkan tvö með teiknimynd. Síðan er fiðlukonsert eftir Tchaikowski klukkan fimm. Flugeldasýning: Ég held ég fari örugglega á hana. Annað hvort fer ég niður í bæ að sjá hana eða úr Laugarnesinu þaðan sem ég bý. Þar er oft svo gott útsýni yfir höfnina. Salka Guð- mundsdóttir Morgunmatur: Ó, guð. Ég er svo léleg í morgunmat en metn- aðarfulli morgunmatur- inn væri náttúrulega að fá sér hafra- graut með ávöxtum og fræjum. Viðburðir: Ég er spennt fyr- ir að kíkja í Tjarnarbíó þar sem hljómsveitin Mandólín ætlar að bjóða gestum og gangandi upp á bíótónlist. Sprúðlandi skemmtileg hljómsveit og ef Weill og Piazolla eru á efnisskránni þá er ég alltaf geim. Síðkvöldstónleikar eru líka gott fyrirbæri. Flugeldasýning: Ég ætla að sjá flugeldana í einhverju formi. Í versta falli í sjónvarpinu en það gæti líka verið að ég fari niður á Sæbraut. Útsýnið stórgott! ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400 4.5X9MM.indd 1 2.6.2016 13:04:43

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.