Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 28
Hillary lætur Trump eftir sviðið
Eitt af því sem fréttaskýrendur hafa
bent á sem ástæðu fyrir þeim við-
snúningi sem átt hefur sér stað er
að Clinton var lítt sýnileg í ágúst Í
stað þess að fylgja vel heppnuðum
landsfundi eftir með fundaherferð
um lykilfylki kosningabaráttunnar
beindi Clinton nær allri athygli sinni
að fjáröflun en samkvæmt kosn-
ingaskrifstofu Clinton hélt hún alls
37 fjáröflunarfundi í mánuðinum.
Clinton eyddi tíma sínum í kokteil-
boðum og fjáröflunarkvöldverðum
með vellauðugum stuðningmönn-
um sínum, vinum og velunnurum
í stað þess að mæta á kosninga-
fundi með almúganum í smábæjum
Bandaríkjanna.
Afraksturinn var alveg hreint
skínandi, sé hann mældur í dollur-
um. Alls safnaði Clinton 143 millj-
ónum bandaríkjadollara í ágúst,
sem var met. Til samanburðar safn-
aði Obama ekki nema 66 milljón-
um dollara í ágúst 2008. Fjáröflun
Trump í ágúst skilaði svo 90 millj-
ónum dollara. Og það sem meira er,
fylgistölur Clinton virtust ekki líða
fyrir fjarveru hennar en það breytti
því ekki að í fjarveru hennar átti
Trump sviðið einn.
Rommel eða Dukakis?
Með því að einblína á stuðning hinna
auðugu var Clinton að taka ákveðna
áhættu. Í stað þess að hitta kjósend-
ur í eigin persónu og fá ókeypis um-
fjöllun í fylkis- og héraðsmiðlum í
tengslum við kosningafundi valdi
hún að safna digrum kosningasjóð-
um sem gætu borgað fyrir þéttriðið
net kosningaskrifstofa og auglýs-
ingaherferðir í sjónvarpi á lokametr-
um kosningabaráttunnar. Forskot
hennar í könnunum virtist benda til
að hún hefði efni á að hverfa af sjón-
arsviðinu í nokkrar vikur.
Það verður ekki að fullu ljóst fyrr
en í nóvember hvort Clinton veðj-
aði á réttan kost í þessari stöðu. En
eins og Glenn Thrush, dálkahöfund-
ur á Politico.com, bendir á mun sú
ákvörðun Clinton að einbeita sér að
fjáröflun í ágúst vafalaust verða um-
fjöllunarefni stjórnmálaskýrenda
um langa framtíð. „Ef hún vinnur
kosningarnar munu menn benda á
fjáröflunarherferðina og þá holskeflu
anti-Trump sjónvarsauglýsinga sem
hún mun borga fyrir, sem dæmi um
snilli Clinton og herkænsku. En ef
hún tapar mun þessi ákvörðun enda
einhverstaðar á toppi listans, ásamt
Michael Dukakis í skriðdrekanum.“
(Sjá myndatexta)
Trump verður „forsetalegri“
Meðan Hillary heimsótti auðmenn
í The Hamptons virðist Trump hafa
ákveðið að nú skyldi hefja alvöru
kosningabaráttu og um miðjan
ágústmánuð skipti hann í annað
sinn á stuttum tíma um kosninga-
stjóra. Við stjórninni tóku Steve
Bannon, sem hafði stýrt Breitbart
Media og Kellyanne Conway en
Trump réði Conway sérstaklega til
að milda yfirbragð framboðsins og
bæta ímynd þess.
Í stað þess að eiga í stöðugum
útistöðum á félagsmiðlum hefur
Trump verið tiltölulega rólegur frá
því í byrjun ágúst. Að vísu hefur
hann ekki hætt að skrifa undarlegar
Twitterfærslur á tímum þegar flest-
ir sofa, dreifa samsæriskenningum,
móðga minnihlutahópa eða setja
fram fullyrðingar sem eru óumdeil-
anlega rangar, en í samanburði við
það sem fjölmiðlar og kjósendur áttu
að venjast frá Trump hefur hann
verið því sem næst yfirvegaður og
hófstilltur í samanburði.
Trump hefur líka haldið nokkra
blaðamannafundi þar sem hann hef-
ur haldið sig við fyrirfram skrifað
handrit og skýra punkta, og einnig
flutt ræður með útfærðum stefnu-
málum. KosningafundirTrump eru
eftir sem áður undarlegt spunaleik-
hús með „orðasalötum“, en þó hafa
blaðamannafundir, eins og sá sem
Trump hélt með forseta Mexíkó í lok
ágúst, hjálpað til við að gera Trump
„forsetalegan“ í augum margra kjós-
enda.
Skandalar Clinton
Önnur meginástæða þess að Clint-
on hefur tapað forskoti sínu er
fremur neikvæð fjölmiðlaumfjöllun.
Í lok ágúst vöknuðu spurningar um
að Clintonhjónin hefðu veitt þeim
er gáfu fé til góðgerðarstofnunar
þeirra, The Clinton Foundation,
óeðlilega pólitíska fyrirgreiðslu,
og í byrjun september birti banda-
ríska alríkislögreglan skýrslu um
rannsókn á tölvupóstsamskiptum
Clinton meðan hún var utanríkis-
ráðherra.
Að vísu var ekkert glæpsamlegt
að finna í þessum uppljóstrunum,
né í raun nýjar fréttir, en umfjöllun-
in renndi stoðum undir þá tilfinn-
ingu margra kjósenda að Clinton
væri að fela eitthvað og að það væri
ekki hægt að treysta henni fyllilega.
Trump hefur alla kosningabaráttuna
hamrað á því að Clinton sé óheiðar-
leg og slagorðin „Crooked Hillary“
og „Hillary for Prison“ voru áber-
andi á landsfundi Repúblikana-
flokksins.
Samsæri og Lunganbólgu-gate
Þriðja skýringin á vandræðum Clint-
on, og sú nærtækasta, eru veik-
indi hennar, aðsvifið sem hún fékk
sunnudaginn 11. september og svo
sú staðreynd að hún hélt veikind-
um sínum leyndum. Þessar fréttir
orsökuðu tvennt. Annars vegar ýttu
þær enn frekar undir þá tilfinningu
margra að Hillary Clinton væri lífs-
ins ómögulegt að koma hreint fram
og að hún væri að leyna almenning
einhverju.
Hins vegar kynntu þær undir sam-
særiskenningum sem höfðu verið á
sveimi yst á hægri vængnum í nokk-
ur ár um að Clinton væri fársjúk.
Þessar kenningar, sem Breitbart
News hefur verið ötult við að dreifa,
ganga ýmist út á að Clinton þjáist af
Parkinsons, hún sé með heilaskaða
af einhverjum ástæðum, fái reglu-
leg flog og sé líklega við dauðans dyr.
Einn angi kenninganna gengur út á
að hin „raunverulega“ Hillary Clint-
on sé of farlama til að birtast opin-
berlega, og að hún láti tvífari sinn
sjá um opinberar uppákomur. Á
Breitbart News var fjarvera Clinton í
ágúst talin styðja þessa kenningu
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016
Magnús Sveinn Helgason
ritstjorn@frettatiminn.is
Fyrir rétt rúmlega mánuði síð-
an voru stjórnmálaskýrendur og
stuðningsmenn HillaryClinton svo
gott sem búnir að afskrifa Donald
Trump. Sigur virtist nánast öruggur,
því forskot Hillary á Trump á lands-
vísu var allt að 9%. Spurningin virt-
ist ekki hvort Hillary myndi sigra,
heldur hversu stór sigurinn yrði.
Demókratar gældu jafnvel við að
sigur Hillary yrði svo stór og ósigur
Trump svo alger, að það myndi sópa
stórum hluta þingflokks Repúblik-
ana út úr báðum deildum þingsins.
Sögulegur stórsigur virtist vera í
sjónmáli.
Í dag er staðan allt önnur. Lítið
hefur sést til Clinton allan ágúst-
mánuð, á meðan Trump virðist
hafa tekið sig á, er örlítið agaðri og
ábyrgari á félagsmiðlum og á kosn-
ingafundum. Í síðustu viku beindist
hið neikvæða kastljós svo að Clinton,
því í kjölfar þess að hún hneig niður
á minningarathöfn um hryðjuverka-
árásirnar 11. september í NewYork
snérist öll stjórnmálaumræða í
Bandaríkjunum um heilsufar henn-
ar og tilraun um til að halda veikind-
um hennar leyndum.
Afleiðing alls þessa er að forskot
Hillary er nánast horfið. Mikil um-
fjöllun er um gerbreytta stöðu í
kosningunum og það er ekki laust
við að ákveðinnar örvæntingar gæti
í herbúðum Demókrata: Trump á
allt í einu raunhæfan möguleika á
að sigra í nóvember.
Úr nærri 10% forskoti í innan við 1%
Samkvæmt meðaltali Real Clear-
Politics á skoðanakönnunum er
munurinn á frambjóðendunum
núna innan við eitt prósent. Á mánu-
dag sýndi meðaltal RCP á könnunum
að fylgi Trump er 44% á landsvísu,
meðan fylgi Clinton er 44,9%. Fylgi
Clinton hefur ekki mælst minna, né
munurinn á frambjóðendunum, síð-
an í lok júlí, rétt fyrir upphaf lands-
fundar Demókrataflokksins. (Sjá
rammagrein).
Frá upphafi kosningabaráttunn-
ar hafði Hillary forskot á Donald en
fylgi Trump jókst þó eftir því sem
leið á prófkjörsslag Repúblikana-
flokksins. Á meðan kjósendur á
hægri vængnum fylktu sér um
Trump leið Clinton fyrir átök stuðn-
ingsmanna sinna og Bernie Sanders.
Trump tókst hins vegar að glutra
fylgisaukningunni niður í júní,
ekki síst vegna eilífra deilna við for-
ystu flokksins. Stjórnmálaskýrend-
ur bentu á fylgishrun Trump í júní
sem sönnun þess að sú strategía
sem hann hafði beitt í prófkjörum
flokksins, þ.e. að æsa upp grasrótina
með stóryrðum og bægslagangi,
virkaði ekki á aðra kjósendur. Um
miðjan þann mánuð rak Trump
svo kosningastjóra sinn, Corey
Lewandowski, sem hafði stýrt fram-
boðinu í gegnum prófkjörsslaginn.
Fylgið tók aftur að stíga í júlí og
tók svo kipp upp á við í kjölfar lands-
fundar Repúblikanaflokksins í lok
mánaðarins. Landsfundarkippur-
inn, „the convention bounce“ varð
hins vegar skammvinnur fyrir
Trump, því Demókrataflokkurinn
hélt sinn landsfund skömmu eftir
að Repúblikanar höfðu lokið sínum.
Meðan Hillary Clinton naut góðs af
jákvæðri umfjöllun um landsfund
Demókrataflokksins hélt Trump
áfram illdeilum við leiðtoga síns
eigin flokks og efndi til nýrra, t.d.
með Twitterrifrildi við fjölskyldu
látins hermanns af múslimskum
uppruna. Í byrjun ágúst var staðan
sú að Trump var kominn undir 40%
fylgi og Hillary komin í 50%.
Undir lok ágústmánaðar tók hins
vegar að halla undan fæti hjá Hillary.
Trump á
raunverulegan
möguleika á sigri
Örvænting meðal Demókrata eftir að forskot
Clinton er nánast horfið.
Donald Trump á kosningafundi í Ohio 12. september. Sigur Trump veltur á því að
vinna stuðning hvítra kjósenda í fylkjum þar sem lítill munur er á fylgi frambjóð-
endanna. Árásir Trump á innflytjendur og fólk af suður-amerískum uppruna
skaða Trump fyrst og fremst í fjölmennum fylkjum sem Clinton er hvort sem er
örugg um að vinna. Myndir | Getty
Gary Johnson, frambjóðandi Frjálshyggjuflokksins, ásamt ungum stuðnings-
manni í Purdue-háskóla. Kannanir sýna að Johnson nýtur stuðnings 15-20%
yngsta kjósendahópsins, en þessir kjósendur voru einn mikilvægasti hluti kosn-
ingabandalags Obama 2008 og 2012.
50
48
46
44
42
40
Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September
Hillary Clinton
Donald Trump
26 maí
Trump innsiglar
sigur í prófkjörum
Repúblíkanaflokksins
6 júní
Clinton innsiglar sigur í próf
kjörum Demókrataflokksins.
20 júní
Trump rekur kosn
ingastjóra sem stýrði
í prófkjörsslagnum.
18 júlí
Landsfundur
Repúblíkana hefst.
30 júlí
Illdeilur Trump við Khanfjöl
skylduna á Twitter hefjast
2 sept
FBI birtir skýrslu um
rannsókn á tölvu
póstaskandal Clinton.
11 sept
Hillary fær
aðsvif og
upplýsir
um lungna
bólgu smit.
17 ágúst
Trump skiptir um
kosningastjórn.
Steve Bannon frá
Breitbart Media
tekur við.
Fylgi Hillary Clinton og Donald Trump á landsvísu.
Meðaltal skoðanakannana, samkvæmt Real Clear Politics
25 júlí
Landsfundur
Demókrata hefst.
Heimild | realclearpolitics.com
7. júlí
Yfirmaður
FBI ber vitni
fyrir þingnefnd
vegna tölvu
póstaskandals
Clinton.
Meðan Hillary Clinton naut góðs af jákvæðri umfjöllun
um landsfund Demókrataflokksins hélt Trump áfram
illdeilum við leiðtoga síns eigin flokks og efndi til nýrra,
t.d. með Twitterrifrildi við fjölskyldu látins hermanns af
múslimskum uppruna.